Daníel gagnrýnir þétta leikjaröð: Virðast ekki trúa á endurheimt hjá KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 14:01 Daníel Andri Halldórsson er að gera flotta hluti með Þórsliðið. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Þórs í Subway deild kvenna í körfubolta unnu óvæntasta sigur tímabilsins til þessa í gær þegar þær urðu fyrstar til að vinna topplið Keflavíkur. Daníel Andri Halldórsson, þjálfari liðsins, er að gera frábæra hluti með Þórsstelpurnar en þær eru að spila í fyrsta sinn í efstu deild síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Eftir sigurinn óvænta á Keflavík í gær er Þórsliðið í sjötta sætinu með fimm sigra og fjögur töp. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Félögin að vanmeta ferðalagið norður En er ekki hægt að segja að þetta hafi verið óvænt úrslit í gær? „Bæði og. Ég held að liðin séu að vanmeta ferðalagið norður, sama hvernig liðin eru að ferðast hingað. Þetta var skrýtinn leikur og frestaður leikur. Við vitum líka að Keflavík eiga að mæta grönnum sínum í Njarðvík á miðvikudaginn. Mögulega voru þær byrjaðar að hugsa eitthvað út í þann leik,“ sagði Daníel Andri í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er alltaf gaman að vinna og hundleiðinlegt að tapa. Það er sama við hvaða lið við erum að spila við. Það var geggjuð orka í húsinu, bæði í stúkunni og á bekknum hjá okkur. Tilfinningin góð megnið af leiknum. Við bara sleppum með tvö stig,“ sagði Daníel. Báðar stóru meiddust í sömu sókn Þórsliðið náði góðri forystu sem Keflavíkurkonur náðu að minnka niður í tvö stig. Fór eitthvað um hann þá? „Rétt fyrir hálfleik þá meiðast Maddie og Hulda, stóru leikmennirnir okkar, í sömu sókninni. Þær fara báðar út af í aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara. Við vissum því að þetta yrði pínu strembið í seinni hálfleik með engan stóran leikmann inn á vellinum á móti gríðarlega breiðu Keflavíkurliði,“ sagði Daníel. „Við ræddum það inn í klefa að standa saman í þessu og halda áfram að berjast í gegnum þetta,“ sagði Daníel. Maddi Sutton kom aftur inn á og náði að klára leikinn. „Hún mátti víst spila fjórða leikhluta, Ég trúði því ekki alveg en sem betur fer þá áttum við hana inni á lokametrunum. Það hjálpaði alveg klárlega við það að sækja þessi tvö stig,“ sagði Daníel. Hann er ekki ánægður með leikjaskipulagið hjá KKÍ. Sex leikir á sautján dögum „Þetta var fyrsti leikur í sex leikja törn á sautján dögum. Það virðist ekki vera sem Körfuknattleikssambandið trúi á endurheimt. Við erum að taka einn leik í einu og vona að hópurinn verði ekki í henglum í restina fyrir jól,“ sagði Daníel. „Það er fullt af leikjum fram undan sem ég tel að séu hörkuleikir fyrir okkur og leikir sem við getum klárlega unnið. Reynt áfram að sækja á þetta fimmta sæti og verða þá í topppakkanum í lok janúar,“ sagði Daníel. Hann segir aftur á móti að mikið mæði á liðinu. „Við þurfum að æfa í kvöld og síðan er bara brottför suður á morgun í Stjörnuleikinn. Ég held að þetta verði líkara einhverjum gamlingja göngukörfubolta frekar en körfubolta í efstu deild,“ sagði Daníel. Þórsliðið spilaði við Keflavík í gær og síðan er Stjörnuleikurinn á morgun. Í framhaldinu er síðan leikur við Fjölni á heimavelli á laugardaginn, leikur við Snæfell í Stykkishólmi 5. desember og loks heimaleikur á móti Val 12. desember. Það má síðan ekki gleyma bikarleik á móti Aþenu á heimavelli laugardaginn 9. desember. Það verður því nóg að gera hjá Þórskonum á næstunni. Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Daníel Andri Halldórsson, þjálfari liðsins, er að gera frábæra hluti með Þórsstelpurnar en þær eru að spila í fyrsta sinn í efstu deild síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Eftir sigurinn óvænta á Keflavík í gær er Þórsliðið í sjötta sætinu með fimm sigra og fjögur töp. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Félögin að vanmeta ferðalagið norður En er ekki hægt að segja að þetta hafi verið óvænt úrslit í gær? „Bæði og. Ég held að liðin séu að vanmeta ferðalagið norður, sama hvernig liðin eru að ferðast hingað. Þetta var skrýtinn leikur og frestaður leikur. Við vitum líka að Keflavík eiga að mæta grönnum sínum í Njarðvík á miðvikudaginn. Mögulega voru þær byrjaðar að hugsa eitthvað út í þann leik,“ sagði Daníel Andri í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er alltaf gaman að vinna og hundleiðinlegt að tapa. Það er sama við hvaða lið við erum að spila við. Það var geggjuð orka í húsinu, bæði í stúkunni og á bekknum hjá okkur. Tilfinningin góð megnið af leiknum. Við bara sleppum með tvö stig,“ sagði Daníel. Báðar stóru meiddust í sömu sókn Þórsliðið náði góðri forystu sem Keflavíkurkonur náðu að minnka niður í tvö stig. Fór eitthvað um hann þá? „Rétt fyrir hálfleik þá meiðast Maddie og Hulda, stóru leikmennirnir okkar, í sömu sókninni. Þær fara báðar út af í aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara. Við vissum því að þetta yrði pínu strembið í seinni hálfleik með engan stóran leikmann inn á vellinum á móti gríðarlega breiðu Keflavíkurliði,“ sagði Daníel. „Við ræddum það inn í klefa að standa saman í þessu og halda áfram að berjast í gegnum þetta,“ sagði Daníel. Maddi Sutton kom aftur inn á og náði að klára leikinn. „Hún mátti víst spila fjórða leikhluta, Ég trúði því ekki alveg en sem betur fer þá áttum við hana inni á lokametrunum. Það hjálpaði alveg klárlega við það að sækja þessi tvö stig,“ sagði Daníel. Hann er ekki ánægður með leikjaskipulagið hjá KKÍ. Sex leikir á sautján dögum „Þetta var fyrsti leikur í sex leikja törn á sautján dögum. Það virðist ekki vera sem Körfuknattleikssambandið trúi á endurheimt. Við erum að taka einn leik í einu og vona að hópurinn verði ekki í henglum í restina fyrir jól,“ sagði Daníel. „Það er fullt af leikjum fram undan sem ég tel að séu hörkuleikir fyrir okkur og leikir sem við getum klárlega unnið. Reynt áfram að sækja á þetta fimmta sæti og verða þá í topppakkanum í lok janúar,“ sagði Daníel. Hann segir aftur á móti að mikið mæði á liðinu. „Við þurfum að æfa í kvöld og síðan er bara brottför suður á morgun í Stjörnuleikinn. Ég held að þetta verði líkara einhverjum gamlingja göngukörfubolta frekar en körfubolta í efstu deild,“ sagði Daníel. Þórsliðið spilaði við Keflavík í gær og síðan er Stjörnuleikurinn á morgun. Í framhaldinu er síðan leikur við Fjölni á heimavelli á laugardaginn, leikur við Snæfell í Stykkishólmi 5. desember og loks heimaleikur á móti Val 12. desember. Það má síðan ekki gleyma bikarleik á móti Aþenu á heimavelli laugardaginn 9. desember. Það verður því nóg að gera hjá Þórskonum á næstunni.
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira