„Kransarnir mínir eru fullkomlega ófullkomnir“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. desember 2023 20:01 Lára Ósk er mikill fagurkeri. Vilhelm Gunnarsson Lára Ósk Hjörleifsdóttir lífskúnstner og fagurkeri segir eftirspurn eftir viðburðum tengdum skreytingum og einstakri framsetningu mun meiri hér á landi en hún gerði sér grein fyrir. Í aðdraganda jóla töfrar Lára fram hvern jólakransinn á fætur öðrum. Náttúrulegt yfirbragð einkennir kransana sem eru meðal annars gerðir úr hreindýramosa, lyngi, greni og afskornum blómum. Blómunum er stungið í kransinn í lokin sem setur punktinn yfir i-ið á heildarmyndina Lára notast við náttúrlegan efnivið svo sem lyng, mosa, greni og afskorin blóm.Vilhelm Gunnarsson „Ég reyni að velja blóm sem halda vissum sjarma þrátt fyrir að kransarnir þorni. Þegar maður notar efniviðinn á frjálsan hátt verður útkoman oft svo áreynslulaus og skemmtileg. Kransarnir mínir eru fullkomlega ófullkomnir og það er það sem gerir þá fallega að mínu mati,“ segir Lára. „Mér finnst líka mikilvægt að nýta skreytingarnar aftur og aftur en ég endurnýtti t.d. aðventukransinn minn í fyrra sem skreytingu á langborð á þorrablóti, mánuði eftir jól,“ bætir hún vð. Lára segist sækja innblástur í náttúruna og kemur sjaldan tómhent heim úr göngu um Mosfellsbænum þar sem hún býr ásamt eiginmanni og þremur börnum. Að sögn Láru heillast hún að skandinavískum einfaldleika og ótakmörkuðum möguleikum þegar kemur að sköpunargerð. Lára Ósk bjó lengi vel í Danmörku og er því óumflýjanlega undir skandínavískum áhrifum.Vilhelm Gunnarsson „Ég bjó lengi vel í Kaupmannahöfn og það er ekki hægt að segja annað en að ég sé undir mjög dönskum áhrifum, hlutirnir þurfa ekki að vera klipptir og skornir hentar mér ágætlega,“ segir Lára og bætir við að danski hönnuðurinn Tage Andersen sé í miklu uppáhaldi: „Ég tengi einstaklega vel við stílinn hans og litatóna.“ Aðspurð hvað hafi komið henni í viðburðahald segir Lára það hafa sprottið upp eftir hópefli á vinnustað vinkonu. Vinsældirnar hafi ekki staðið á sér og hefur hún ekki undan í aðdraganda jóla. „Í rauninni stóð aldrei til að halda námskeið en einhvern veginn spurðist þetta það hratt út. Ég ákvað að bjóða upp á hópefli fyrir vinnustaði og vatt það hratt upp á sig. Út frá því hef ég tekið að mér að skreyta fyrir ýmis fyrirtæki og heimili,“ segir Lára. Hér má sjá fallegan aðventustjaka.Vilhelm Gunnarsson Hreindýramosi og afskorin blóm er falleg blanda.Vilhelm Gunnarsson Fullkomlega ófullkominn grenikrans.Vilhelm Gunnarsson Jól Hús og heimili Föndur Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólaævintýri Ingu Marenar dansara Jól Maríanna Clara les Jól í Múmíndal Jól Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Náttúrulegt yfirbragð einkennir kransana sem eru meðal annars gerðir úr hreindýramosa, lyngi, greni og afskornum blómum. Blómunum er stungið í kransinn í lokin sem setur punktinn yfir i-ið á heildarmyndina Lára notast við náttúrlegan efnivið svo sem lyng, mosa, greni og afskorin blóm.Vilhelm Gunnarsson „Ég reyni að velja blóm sem halda vissum sjarma þrátt fyrir að kransarnir þorni. Þegar maður notar efniviðinn á frjálsan hátt verður útkoman oft svo áreynslulaus og skemmtileg. Kransarnir mínir eru fullkomlega ófullkomnir og það er það sem gerir þá fallega að mínu mati,“ segir Lára. „Mér finnst líka mikilvægt að nýta skreytingarnar aftur og aftur en ég endurnýtti t.d. aðventukransinn minn í fyrra sem skreytingu á langborð á þorrablóti, mánuði eftir jól,“ bætir hún vð. Lára segist sækja innblástur í náttúruna og kemur sjaldan tómhent heim úr göngu um Mosfellsbænum þar sem hún býr ásamt eiginmanni og þremur börnum. Að sögn Láru heillast hún að skandinavískum einfaldleika og ótakmörkuðum möguleikum þegar kemur að sköpunargerð. Lára Ósk bjó lengi vel í Danmörku og er því óumflýjanlega undir skandínavískum áhrifum.Vilhelm Gunnarsson „Ég bjó lengi vel í Kaupmannahöfn og það er ekki hægt að segja annað en að ég sé undir mjög dönskum áhrifum, hlutirnir þurfa ekki að vera klipptir og skornir hentar mér ágætlega,“ segir Lára og bætir við að danski hönnuðurinn Tage Andersen sé í miklu uppáhaldi: „Ég tengi einstaklega vel við stílinn hans og litatóna.“ Aðspurð hvað hafi komið henni í viðburðahald segir Lára það hafa sprottið upp eftir hópefli á vinnustað vinkonu. Vinsældirnar hafi ekki staðið á sér og hefur hún ekki undan í aðdraganda jóla. „Í rauninni stóð aldrei til að halda námskeið en einhvern veginn spurðist þetta það hratt út. Ég ákvað að bjóða upp á hópefli fyrir vinnustaði og vatt það hratt upp á sig. Út frá því hef ég tekið að mér að skreyta fyrir ýmis fyrirtæki og heimili,“ segir Lára. Hér má sjá fallegan aðventustjaka.Vilhelm Gunnarsson Hreindýramosi og afskorin blóm er falleg blanda.Vilhelm Gunnarsson Fullkomlega ófullkominn grenikrans.Vilhelm Gunnarsson
Jól Hús og heimili Föndur Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólaævintýri Ingu Marenar dansara Jól Maríanna Clara les Jól í Múmíndal Jól Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól