Gagnrýnir son sinn fyrir „djöfulli heimskulegt“ plan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2023 13:00 John Fury smellir kossi á son sinn, Tyson, á blaðamannafundi fyrir bardagann gegn Francis Ngannou. getty/Justin Setterfield Faðir hnefaleikakappans Tysons Fury, John Fury, hefur gagnrýnt hann fyrir það sem hann kallar heimskulegt plan í bardaganum gegn Francis Ngannou. Fury sigraði UFC-kappann fyrrverandi, Ngannou, í boxbardaga í Sádi-Arabíu í síðasta mánuði. Sigurinn var umdeildur en Ngannou stóð heldur betur uppi í hárinu á Fury og sló hann meðal annars niður í þriðju lotu. John hefur nú gagnrýnt son sinn fyrir heimskulegt plan gegn Ngannou og sagt að sonurinn hafi ekki verið í nógu góðu formi. Og hann verði að breyta miklu ef hann ætli að sigra Oleksandr Usyk í næsta bardaga sínum. „Það var margt rangt við þetta. Líkamlegt ásigkomulag hans hefði getað verið miklu betra. Hann var ekki með neitt plan. Á endanum gerir hann sitt en þetta hefði getað verið miklu betra,“ sagði John. „Að mínu mati æfði hann ekki eins og hann hefði átt að gera fyrir bardagann. Ekki líkamlega heldur hvað varðar planið. Hann hefði átt að boxa og hreyfa sig, vera klár en hvað gerðist? Hann reyndi að brjóta tíu tonna jarðýtu með plasthamri.“ John hélt áfram að úthúða syni sínum og planinu hans í bardaganum gegn Ngannou. „Strax frá byrjun sást að líkamlegt ásigkomulag hans var ekki nógu gott Hann var einhverjum öðrum stað. Ég veit ekki hvort hann gat ekki gírað sig upp fyrir bardagann. Þetta var ekki Tyson í hringnum. Hann gerði samt nóg til að vinna og hann vann bardagann sama hvað fólki finnst. En hann gerði sér erfitt fyrir með þessu plani. Það var djöfulli heimskulegt,“ sagði John. Fury mætir Usyk í titilbardaga í þungavigt 17. febrúar á næsta ári. Box Tengdar fréttir Ætlar ekki að áfrýja þrátt fyrir að hafa fundist hann vera rændur í Ríad Francis Ngannou ætlar ekki að áfrýja þeirri ákvörðun að dæma Tyson Fury sigur í bardaga þeirra um helgina. 2. nóvember 2023 16:30 Pabbi Furys skoraði á Mike Tyson í slag John Fury, pabbi boxarans Tysons Fury, stal senunni á blaðamannafundi fyrir bardaga sonarins gegn Francis Ngannou. 27. október 2023 11:31 Gekk af göflunum á blaðamannafundi og bauð mönnum birginn John Fury, faðir hnefaleikakappanna Tyson og Tommy Fury, tók bræðiskast á blaðamannafundi fyrir bardaga fyrrnefnda sonarins sem haldinn var í gær. 23. ágúst 2023 11:30 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira
Fury sigraði UFC-kappann fyrrverandi, Ngannou, í boxbardaga í Sádi-Arabíu í síðasta mánuði. Sigurinn var umdeildur en Ngannou stóð heldur betur uppi í hárinu á Fury og sló hann meðal annars niður í þriðju lotu. John hefur nú gagnrýnt son sinn fyrir heimskulegt plan gegn Ngannou og sagt að sonurinn hafi ekki verið í nógu góðu formi. Og hann verði að breyta miklu ef hann ætli að sigra Oleksandr Usyk í næsta bardaga sínum. „Það var margt rangt við þetta. Líkamlegt ásigkomulag hans hefði getað verið miklu betra. Hann var ekki með neitt plan. Á endanum gerir hann sitt en þetta hefði getað verið miklu betra,“ sagði John. „Að mínu mati æfði hann ekki eins og hann hefði átt að gera fyrir bardagann. Ekki líkamlega heldur hvað varðar planið. Hann hefði átt að boxa og hreyfa sig, vera klár en hvað gerðist? Hann reyndi að brjóta tíu tonna jarðýtu með plasthamri.“ John hélt áfram að úthúða syni sínum og planinu hans í bardaganum gegn Ngannou. „Strax frá byrjun sást að líkamlegt ásigkomulag hans var ekki nógu gott Hann var einhverjum öðrum stað. Ég veit ekki hvort hann gat ekki gírað sig upp fyrir bardagann. Þetta var ekki Tyson í hringnum. Hann gerði samt nóg til að vinna og hann vann bardagann sama hvað fólki finnst. En hann gerði sér erfitt fyrir með þessu plani. Það var djöfulli heimskulegt,“ sagði John. Fury mætir Usyk í titilbardaga í þungavigt 17. febrúar á næsta ári.
Box Tengdar fréttir Ætlar ekki að áfrýja þrátt fyrir að hafa fundist hann vera rændur í Ríad Francis Ngannou ætlar ekki að áfrýja þeirri ákvörðun að dæma Tyson Fury sigur í bardaga þeirra um helgina. 2. nóvember 2023 16:30 Pabbi Furys skoraði á Mike Tyson í slag John Fury, pabbi boxarans Tysons Fury, stal senunni á blaðamannafundi fyrir bardaga sonarins gegn Francis Ngannou. 27. október 2023 11:31 Gekk af göflunum á blaðamannafundi og bauð mönnum birginn John Fury, faðir hnefaleikakappanna Tyson og Tommy Fury, tók bræðiskast á blaðamannafundi fyrir bardaga fyrrnefnda sonarins sem haldinn var í gær. 23. ágúst 2023 11:30 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira
Ætlar ekki að áfrýja þrátt fyrir að hafa fundist hann vera rændur í Ríad Francis Ngannou ætlar ekki að áfrýja þeirri ákvörðun að dæma Tyson Fury sigur í bardaga þeirra um helgina. 2. nóvember 2023 16:30
Pabbi Furys skoraði á Mike Tyson í slag John Fury, pabbi boxarans Tysons Fury, stal senunni á blaðamannafundi fyrir bardaga sonarins gegn Francis Ngannou. 27. október 2023 11:31
Gekk af göflunum á blaðamannafundi og bauð mönnum birginn John Fury, faðir hnefaleikakappanna Tyson og Tommy Fury, tók bræðiskast á blaðamannafundi fyrir bardaga fyrrnefnda sonarins sem haldinn var í gær. 23. ágúst 2023 11:30