Verðbólga jókst verulega í kjölfar gossins í Heimaey Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2023 09:41 Gylfi Magnússon prófessor segir verðbólguna fyrir gos hafa verið um átta prósent en rokið upp í 50 prósent árið 1974 og náði hámarki í 100 prósentum áratug eftir gosið. Vísir/Vilhelm „Það er erfitt að bera saman hugsanlegar efnahagsaðgerðir nú og á tíma Vestmannaeyjagossins fyrir 50 árum vegna þess hve mikið hagkerfið hefur breyst. Sérstaklega er umgjörð peningamála nú allt önnur.“ Þetta segir í svari Gylfa Magnússonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, í svari á Vísindavef HÍ við spurningunni um það hvaða áhrif gosið á Heimaey árið 1973 hafði á efnahagslífið á Íslandi, samanborið við hamfarirnar í Grindavík núna. Gylfi segir að á þeim tíma hafi ákvarðanir um hagstærðir á borð við vexti og gengi hafa verið teknar á vettvangi stjórnmálanna. Gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana, meðal annars að koma upp Viðlagasjóði sem var fjármagnaður með skatttekjum. „Nú starfar hins vegar arftaki Viðlagasjóðs, Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem tryggingafélag og á bæði bótasjóð og er með endurtryggingar hjá erlendum aðilum. Það er því ekki sama þörf og fyrir 50 árum á bótum úr ríkissjóði, þótt það geti reynt á hann sem bakhjarl þessa tryggingafélags,“ segir í svarinu. Viðlagagjald var sett á vissa skattstofna, söluskattur hækkaður um tvö prósent og eignaskattur um 30 prósent. Þá hafi gengi krónunnar verið fellt um 10 prósent. Formlega gerði Seðlabankinn það en með samþykki ríkisstjórnarinnar. „Verðbólga hafði verið erfitt viðfangsefni fyrir gosið í Heimaey en hún jókst til muna í kjölfar þess. Þótt ekki verði hér fullyrt neitt með vissu um orsakasamband þar á milli þá hafði gosið veruleg áhrif á fjárhag hins opinbera til hins verra sem hjálpaði ekki í baráttunni við verðbólgudrauginn. Verðbólgan árin 1971 og 1972 var að jafnaði tæp 8% en rauk upp árið 1973 og var komin yfir 50% árið 1974. Hún var svo mikil áfram næstu ár og náði hámarki í 100% um áratug eftir gosið,“ segir Gylfi. „Þessi mikla verðbólga lék sparifé landsmanna grátt, enda var vöxtum haldið lágum. Raunvextir voru þannig neikvæðir árum saman sem eyðilagði sparnað og lán gufuðu upp. Nýstofnað almennt lífeyrissjóðakerfi landsmanna var meðal annars hart leikið og eignir þess litlar í lok áttunda áratugarins þrátt fyrir að hafa þá tekið á móti iðgjöldum í áratug.“ Hér má finna svarið í heild. Efnahagsmál Eldgos og jarðhræringar Heimaeyjargosið 1973 Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þetta segir í svari Gylfa Magnússonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, í svari á Vísindavef HÍ við spurningunni um það hvaða áhrif gosið á Heimaey árið 1973 hafði á efnahagslífið á Íslandi, samanborið við hamfarirnar í Grindavík núna. Gylfi segir að á þeim tíma hafi ákvarðanir um hagstærðir á borð við vexti og gengi hafa verið teknar á vettvangi stjórnmálanna. Gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana, meðal annars að koma upp Viðlagasjóði sem var fjármagnaður með skatttekjum. „Nú starfar hins vegar arftaki Viðlagasjóðs, Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem tryggingafélag og á bæði bótasjóð og er með endurtryggingar hjá erlendum aðilum. Það er því ekki sama þörf og fyrir 50 árum á bótum úr ríkissjóði, þótt það geti reynt á hann sem bakhjarl þessa tryggingafélags,“ segir í svarinu. Viðlagagjald var sett á vissa skattstofna, söluskattur hækkaður um tvö prósent og eignaskattur um 30 prósent. Þá hafi gengi krónunnar verið fellt um 10 prósent. Formlega gerði Seðlabankinn það en með samþykki ríkisstjórnarinnar. „Verðbólga hafði verið erfitt viðfangsefni fyrir gosið í Heimaey en hún jókst til muna í kjölfar þess. Þótt ekki verði hér fullyrt neitt með vissu um orsakasamband þar á milli þá hafði gosið veruleg áhrif á fjárhag hins opinbera til hins verra sem hjálpaði ekki í baráttunni við verðbólgudrauginn. Verðbólgan árin 1971 og 1972 var að jafnaði tæp 8% en rauk upp árið 1973 og var komin yfir 50% árið 1974. Hún var svo mikil áfram næstu ár og náði hámarki í 100% um áratug eftir gosið,“ segir Gylfi. „Þessi mikla verðbólga lék sparifé landsmanna grátt, enda var vöxtum haldið lágum. Raunvextir voru þannig neikvæðir árum saman sem eyðilagði sparnað og lán gufuðu upp. Nýstofnað almennt lífeyrissjóðakerfi landsmanna var meðal annars hart leikið og eignir þess litlar í lok áttunda áratugarins þrátt fyrir að hafa þá tekið á móti iðgjöldum í áratug.“ Hér má finna svarið í heild.
Efnahagsmál Eldgos og jarðhræringar Heimaeyjargosið 1973 Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira