Segir þingið lamað vegna sundrungar innan ríkisstjórnar Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 11:08 Þingmenn ræddi stöðuna á þinginu undir liðnum Fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina óstarfhæfa vegna sundrungar og Alþingi vera lamað fyrir vikið. Bendir þingmaðurinn á því til stuðnings á fá stjórnarfrumvörp hafi komið til þingsins og að það sem af sé hausti hafi þingið einungis afgreitt tvö stjórnarfrumvörp. Þetta sagði þingmaðurinn undir liðnum fundarstjórn forseta á þingfundi sem hófst klukkan 10:30 í morgun. Þingmaðurinn hóf ræðu sína á að segja að nauðsyn væri á að „ræða fílinn í herberginu“. Alþingi væri lamað og verðbólga væri ekki á leið niður. Vextir haldist ógnarháir og flóknir kjarasamningar framundan. „En það er lítið í dagskrá Alþingis sem speglar stöðuna. Hvers vegna er ég að nefna þetta? Ríkisstjórnin er svo sundruð að hingað berast engin frumvörp frá ráðherrum. Deyja málin öll á ríkisstjórnarfundum? Alþingi hefur afgreitt tvö stjórnarfrumvörp í allt haust. Annað þeirra varðaði varnargarð og skatta á almenning vegna ástandsins í Grindavík. Kom óvænt á dagskrá. Hitt málið varðaði breytingar á lögum um vakstöð siglinga. Ágætis mál alveg hreint. En var vaktstöð siglinga erindið sem ríkisstjórnin var að leita að í haust? Fjöldi frumvarpa frá ríkisstjórninni sem boðuð voru fyrir haustið eru 109. Í lok nóvember eru 39 mál komin til þingsins. Ríkisstjórnin er orðin óstarfhæf vegna sundrungar og Alþingi er lamað fyrir vikið. Þetta þarf að segja upphátt,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Heldur stór orð um verkleysi og vandræðagang Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, svaraði því til að það væru vissulega ekki mikið af þingmálum á þinginu þessa stundina. „Ég ætla samt að segja að það er ekki það versta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þingið sé að reyna að setja of mörg mál á dagskrá. Og sem ráðherra get ég alveg tekið til mín að hafa verið of brattur með það. Ég vil samt segja að mér fannst gagnrýnin ósanngjörn. Af þeim tíu málum sem ég ætlaði að koma með fyrir lok október eru átta komin inn í þingið. Ég hafnaði einu. Af fimm þingsályktunum sem ég ætlaði að koma með fram að jólum eru þrjár hér inni á þinginu og tvær á leiðinni,“ sagði ráðherrann. Ráðherrann sagðist vera á því að notuð væru heldur stór orð hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um verkleysi og vandræðagang. „Það er alveg klárt að verðbólguna tæklum við ekki með vaktstöð siglinga en það er verkefni sem skiptir máli. Við hljótum að geta unnið mál í þinginu alls konar mál á meðan fjárlögin er okkar stærsta mál sem varðar að ná niður verðbólgunni.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Þetta sagði þingmaðurinn undir liðnum fundarstjórn forseta á þingfundi sem hófst klukkan 10:30 í morgun. Þingmaðurinn hóf ræðu sína á að segja að nauðsyn væri á að „ræða fílinn í herberginu“. Alþingi væri lamað og verðbólga væri ekki á leið niður. Vextir haldist ógnarháir og flóknir kjarasamningar framundan. „En það er lítið í dagskrá Alþingis sem speglar stöðuna. Hvers vegna er ég að nefna þetta? Ríkisstjórnin er svo sundruð að hingað berast engin frumvörp frá ráðherrum. Deyja málin öll á ríkisstjórnarfundum? Alþingi hefur afgreitt tvö stjórnarfrumvörp í allt haust. Annað þeirra varðaði varnargarð og skatta á almenning vegna ástandsins í Grindavík. Kom óvænt á dagskrá. Hitt málið varðaði breytingar á lögum um vakstöð siglinga. Ágætis mál alveg hreint. En var vaktstöð siglinga erindið sem ríkisstjórnin var að leita að í haust? Fjöldi frumvarpa frá ríkisstjórninni sem boðuð voru fyrir haustið eru 109. Í lok nóvember eru 39 mál komin til þingsins. Ríkisstjórnin er orðin óstarfhæf vegna sundrungar og Alþingi er lamað fyrir vikið. Þetta þarf að segja upphátt,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Heldur stór orð um verkleysi og vandræðagang Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, svaraði því til að það væru vissulega ekki mikið af þingmálum á þinginu þessa stundina. „Ég ætla samt að segja að það er ekki það versta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þingið sé að reyna að setja of mörg mál á dagskrá. Og sem ráðherra get ég alveg tekið til mín að hafa verið of brattur með það. Ég vil samt segja að mér fannst gagnrýnin ósanngjörn. Af þeim tíu málum sem ég ætlaði að koma með fyrir lok október eru átta komin inn í þingið. Ég hafnaði einu. Af fimm þingsályktunum sem ég ætlaði að koma með fram að jólum eru þrjár hér inni á þinginu og tvær á leiðinni,“ sagði ráðherrann. Ráðherrann sagðist vera á því að notuð væru heldur stór orð hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um verkleysi og vandræðagang. „Það er alveg klárt að verðbólguna tæklum við ekki með vaktstöð siglinga en það er verkefni sem skiptir máli. Við hljótum að geta unnið mál í þinginu alls konar mál á meðan fjárlögin er okkar stærsta mál sem varðar að ná niður verðbólgunni.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira