Það er vandlifað í henni neysluveröld Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar 22. nóvember 2023 11:30 Jólin eru handan við hornið og stærstu útsöludagar ársins yfirvofandi. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ vanalega hnút í magann mörgum vikum áður en þeir skella á. Pressan til að stökkva á tilboð og nýta mér afslætti við kaup á hlutum sem ég þarf ekki, í þeim eina tilgangi að spara kannski nokkra þúsundkalla, verður mér einfaldlega ofviða. Einhvern veginn enda ég samt alltaf stjörf fyrir framan tölvuna þar sem ég ráfa að því er virðist heilalaus milli netverslana og íhuga kaup á vörum sem ég hafði ekki einu sinni spáð í áður en þær birtust mér í auglýsingum á skjánum mínum. Já, það er vandlifað í henni neysluveröld. Þegar verslanir keppast við að selja fólki gull og græna skóga á lækkuðu verði vill nefnilega oft gleymast að einfaldasta leiðin til að spara pening er að eyða þeim ekki. Sumir óttast að missa mögulega af einhverju ef þeir mæta ekki í partíið og festast þannig í hringiðu neysluhyggjunnar. Fyrir mig sjálfa ná þessar kvíðablendnu tilfinningar vanalega hámarki rétt áður en útsölurnar klárast og þegar þær loksins klárast stend ég yfirleitt uppi tómhent - því ég fékk mig ekki til að kaupa neitt! Allt þetta stress til einskis. Oftar en ekki nýtir fólk þessa daga til að tæma innkaupalistann fyrir jólin og græja allar gjafirnar fyrir vini og vandamenn. Það er allt gott og blessað en þegar útsöluæðið rennur á okkur skulum við reyna að muna að bestu gjafirnar sem við getum gefið þeim sem okkur þykir vænst um fást hvorki úr hillum verslana né færðar í stafrænar innkaupakörfur. Á svona dögum er svo ekki síður mikilvægt að setja upp miðlalæsisgleraugun og temja sér gagnrýna hugsun því undir snjóflóði af því sem kunna að virðast frábær tilboð geta leynst gildrur fjársvikara sem vilja lokka grunlausa kaupendur í vef sinn til að hafa af þeim fé. Það eldar nefnilega enginn jólasteikina í loftsteikingarpottinum sem var hægt að vinna í Facebook leiknum sem reyndist svo vera netsvindl. Látum glysgjarnar auglýsingar ekki ginna okkur næstu daga. Hugsum okkur tvisvar um áður en við föllum fyrir tilboðum sem virðast of góð til að vera sönn og íhugum hvort kaupin sem við ætlum að gera endurspegli raunverulegar langanir og þarfir okkar áður en við fyllum innkaupakörfurnar af óþarfa. Þegar öllu er á botninn hvolft er ást, umhyggja og gæðastundir það dýrmætasta sem við getum gefið okkar nánustu um jólin og þeim gjöfum er ekki hægt að pakka inn og troða undir tré. Hvað sparnaðinn svo varðar held ég að hann felist ekkert endilega í því að gera góð kaup á útsölu heldur í hugarrónni sem fylgir því að vera meðvitaðri um eigin neysluhegðun. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Freyja Víðisdóttir Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Jólin eru handan við hornið og stærstu útsöludagar ársins yfirvofandi. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ vanalega hnút í magann mörgum vikum áður en þeir skella á. Pressan til að stökkva á tilboð og nýta mér afslætti við kaup á hlutum sem ég þarf ekki, í þeim eina tilgangi að spara kannski nokkra þúsundkalla, verður mér einfaldlega ofviða. Einhvern veginn enda ég samt alltaf stjörf fyrir framan tölvuna þar sem ég ráfa að því er virðist heilalaus milli netverslana og íhuga kaup á vörum sem ég hafði ekki einu sinni spáð í áður en þær birtust mér í auglýsingum á skjánum mínum. Já, það er vandlifað í henni neysluveröld. Þegar verslanir keppast við að selja fólki gull og græna skóga á lækkuðu verði vill nefnilega oft gleymast að einfaldasta leiðin til að spara pening er að eyða þeim ekki. Sumir óttast að missa mögulega af einhverju ef þeir mæta ekki í partíið og festast þannig í hringiðu neysluhyggjunnar. Fyrir mig sjálfa ná þessar kvíðablendnu tilfinningar vanalega hámarki rétt áður en útsölurnar klárast og þegar þær loksins klárast stend ég yfirleitt uppi tómhent - því ég fékk mig ekki til að kaupa neitt! Allt þetta stress til einskis. Oftar en ekki nýtir fólk þessa daga til að tæma innkaupalistann fyrir jólin og græja allar gjafirnar fyrir vini og vandamenn. Það er allt gott og blessað en þegar útsöluæðið rennur á okkur skulum við reyna að muna að bestu gjafirnar sem við getum gefið þeim sem okkur þykir vænst um fást hvorki úr hillum verslana né færðar í stafrænar innkaupakörfur. Á svona dögum er svo ekki síður mikilvægt að setja upp miðlalæsisgleraugun og temja sér gagnrýna hugsun því undir snjóflóði af því sem kunna að virðast frábær tilboð geta leynst gildrur fjársvikara sem vilja lokka grunlausa kaupendur í vef sinn til að hafa af þeim fé. Það eldar nefnilega enginn jólasteikina í loftsteikingarpottinum sem var hægt að vinna í Facebook leiknum sem reyndist svo vera netsvindl. Látum glysgjarnar auglýsingar ekki ginna okkur næstu daga. Hugsum okkur tvisvar um áður en við föllum fyrir tilboðum sem virðast of góð til að vera sönn og íhugum hvort kaupin sem við ætlum að gera endurspegli raunverulegar langanir og þarfir okkar áður en við fyllum innkaupakörfurnar af óþarfa. Þegar öllu er á botninn hvolft er ást, umhyggja og gæðastundir það dýrmætasta sem við getum gefið okkar nánustu um jólin og þeim gjöfum er ekki hægt að pakka inn og troða undir tré. Hvað sparnaðinn svo varðar held ég að hann felist ekkert endilega í því að gera góð kaup á útsölu heldur í hugarrónni sem fylgir því að vera meðvitaðri um eigin neysluhegðun. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun