Grindvíkingarnir og froðan Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 08:30 Eins og frægt að endemum er orðið hafa lánastofnanir landsins boðið Grindvíkingum greiðslufrystingu á húsnæðislánum sínu með þeim skilyrðum að vextir og verðbætur sem safnast yfir frystingartímann leggist á höfuðstól lánsins. Skiljanlega hefur þetta tilboð fallið í vægast sagt grýttan jarðveg, bæði hjá lánagreiðendum sem nú sjá óseljanlegar eignir sínar og heimili annað hvort ónýt eða í hættu og flestum þeim sómakæru einstaklingum öðrum sem telja að samfélagsleg ábyrgð skuli eiga við allt samfélagið. Í þeim hörmungum sem riðið hafa yfir hið áður blómlega og nú brotna samfélag á Suðurnesjum hefur það sýnt sig og sannað að á litlu landi erum við öll eitt. Samtakamátturinn hefur verið aðdáunarverður, ósérhlífni samfélagsins svo alger að við Grindvíkingar stöndum í andakt og eilífri þakkarskuld. Allir hafa lagst á eitt. Nema húsnæðislánastofnanir. Enn hanga þær á fyrra tilboði sínu eins og hundur á beini og til að bæta á skömmina heyrast nú frá fréttamiðlum mjálm úr horni þar sem vælt er um tilgang og ábyrgð fjármálastofnana og takmarkaðar samfélagslegar skyldur í lagalegu samhengi. Nú þegar rúm vika er liðin frá alrýmingu Grindavíkur og við íbúarnir erum enn í viðvarandi óvissu í hjólhýsinu á bílastæðinu hjá Nonna frænda, í sumarbústað verkalýðsfélagsins eða á stofugólfinu hjá mömmu berast okkur tíðindi í gegnum fréttamiðlana eftir fund formanna Verkalýðsfélags Grindavíkur og VR við forkálfa viðskiptabankanna þriggja. Skilaboðin eru þess efnis að fyrra boð hafi sennilega verið misskilið því, jú, eftir allt saman þá sé þetta nú bara byrjunin, sko.. við skulum bíða og sjá til, við erum að ræða málin og þetta verður örugglega allt bara ókei. Hér þarf að funda, og funda aftur. Þetta þarf að skoða, vega og meta, er þetta það besta fyrir Grindvíkinga í raun? Hvað með skattamálin? Og froðan vellur. Það er djúpstæð tilfinning undirritaðrar að hér sé verið viljandi að teygja lopann til þess eins að spila út tvisti með hálfgildings málamiðlun á fimmtudagsmorgun þegar efnt er til almennra mótmæla við höfuðstöðvar Landsbankans í þeirri von að kaupa sér frest og nokkra daga innkomu af vöxtum. Höfundur spyr: hver er tregðan? Eru lánveitendur svo skelfingu lostnir því þeir sjá fram á hrun bankakerfisins ef lán nokkurra sála úr sjávarþorpi suður með sjó eru fryst og vextir og verðbætur eru gefnir eftir? Ef svo er ætti ekki að vera mikið mál að redda þeim rúðustrikuðu blaði, blýanti og strokleðri. Eða eru bankarnir ef til vill óttaslegnir vegna þess að ”eftirgjöf” af þessu tagi hefur fordæmisgildi og bankastofnanir geti um ófyrirsjáanlega framtíð verið krafðar um að sinna einhverjum óþæginda samfélagslegum skyldum? Það þykir undirritaðri öllu líklegri ástæða. Annars er erfitt að átta sig á þessu, því af einhverri ástæðu sá enginn af bankastjórunum sér fært að mæta til viðtals í sjónvarpinu og svara spurningum eftir fund dagsins. Við heimilislausu og öll hin þurfum því að geta í eyðurnar. Vandamálin við að hysja upp um sig og girða í jakkafatabrók til að taka ákvörðun um þetta virðast í öllu falli vera umtalsverð. Ég býð fram aðstoð mína og hvatningu, því þó ég hafi ekki háskólagráðu í fjármálafræðum að flíka þá hampa ég leyfisbréfi frá heilbrigðisráðherra til að hysja upp um fólk, hvort heldur sem er Boss eða joggingbuxur úr Costco. Það tekur einn zoomfund fyrir brunch, eina siðferðilega rétta ákvörðun og smá kjarksnefil til að binda enda á þetta ástand og veita Grindvíkingum þann tíma og frið sem er þörf á til að ná áttum, sleikja sárin og verða fær um að taka raunhæfar ákvarðanir um framtíðina, laus við geðshræringu og ótta. Við þurfum ekki meira froðusnakk. Við þurfum aðgerðir- núna. Ég boða Grindvíkinga alla ásamt öðrum húsnæðislánagreiðendum og öllum öðrum sem misbýður yfirlæti og forkastanlegt samfélagslegt sinnuleysi til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg, fimmtudaginn 23.nóvember, kl.14. Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Íslenskir bankar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Tvöfaldar hörmungar Grindvíkinga Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. 15. nóvember 2023 09:00 Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Eins og frægt að endemum er orðið hafa lánastofnanir landsins boðið Grindvíkingum greiðslufrystingu á húsnæðislánum sínu með þeim skilyrðum að vextir og verðbætur sem safnast yfir frystingartímann leggist á höfuðstól lánsins. Skiljanlega hefur þetta tilboð fallið í vægast sagt grýttan jarðveg, bæði hjá lánagreiðendum sem nú sjá óseljanlegar eignir sínar og heimili annað hvort ónýt eða í hættu og flestum þeim sómakæru einstaklingum öðrum sem telja að samfélagsleg ábyrgð skuli eiga við allt samfélagið. Í þeim hörmungum sem riðið hafa yfir hið áður blómlega og nú brotna samfélag á Suðurnesjum hefur það sýnt sig og sannað að á litlu landi erum við öll eitt. Samtakamátturinn hefur verið aðdáunarverður, ósérhlífni samfélagsins svo alger að við Grindvíkingar stöndum í andakt og eilífri þakkarskuld. Allir hafa lagst á eitt. Nema húsnæðislánastofnanir. Enn hanga þær á fyrra tilboði sínu eins og hundur á beini og til að bæta á skömmina heyrast nú frá fréttamiðlum mjálm úr horni þar sem vælt er um tilgang og ábyrgð fjármálastofnana og takmarkaðar samfélagslegar skyldur í lagalegu samhengi. Nú þegar rúm vika er liðin frá alrýmingu Grindavíkur og við íbúarnir erum enn í viðvarandi óvissu í hjólhýsinu á bílastæðinu hjá Nonna frænda, í sumarbústað verkalýðsfélagsins eða á stofugólfinu hjá mömmu berast okkur tíðindi í gegnum fréttamiðlana eftir fund formanna Verkalýðsfélags Grindavíkur og VR við forkálfa viðskiptabankanna þriggja. Skilaboðin eru þess efnis að fyrra boð hafi sennilega verið misskilið því, jú, eftir allt saman þá sé þetta nú bara byrjunin, sko.. við skulum bíða og sjá til, við erum að ræða málin og þetta verður örugglega allt bara ókei. Hér þarf að funda, og funda aftur. Þetta þarf að skoða, vega og meta, er þetta það besta fyrir Grindvíkinga í raun? Hvað með skattamálin? Og froðan vellur. Það er djúpstæð tilfinning undirritaðrar að hér sé verið viljandi að teygja lopann til þess eins að spila út tvisti með hálfgildings málamiðlun á fimmtudagsmorgun þegar efnt er til almennra mótmæla við höfuðstöðvar Landsbankans í þeirri von að kaupa sér frest og nokkra daga innkomu af vöxtum. Höfundur spyr: hver er tregðan? Eru lánveitendur svo skelfingu lostnir því þeir sjá fram á hrun bankakerfisins ef lán nokkurra sála úr sjávarþorpi suður með sjó eru fryst og vextir og verðbætur eru gefnir eftir? Ef svo er ætti ekki að vera mikið mál að redda þeim rúðustrikuðu blaði, blýanti og strokleðri. Eða eru bankarnir ef til vill óttaslegnir vegna þess að ”eftirgjöf” af þessu tagi hefur fordæmisgildi og bankastofnanir geti um ófyrirsjáanlega framtíð verið krafðar um að sinna einhverjum óþæginda samfélagslegum skyldum? Það þykir undirritaðri öllu líklegri ástæða. Annars er erfitt að átta sig á þessu, því af einhverri ástæðu sá enginn af bankastjórunum sér fært að mæta til viðtals í sjónvarpinu og svara spurningum eftir fund dagsins. Við heimilislausu og öll hin þurfum því að geta í eyðurnar. Vandamálin við að hysja upp um sig og girða í jakkafatabrók til að taka ákvörðun um þetta virðast í öllu falli vera umtalsverð. Ég býð fram aðstoð mína og hvatningu, því þó ég hafi ekki háskólagráðu í fjármálafræðum að flíka þá hampa ég leyfisbréfi frá heilbrigðisráðherra til að hysja upp um fólk, hvort heldur sem er Boss eða joggingbuxur úr Costco. Það tekur einn zoomfund fyrir brunch, eina siðferðilega rétta ákvörðun og smá kjarksnefil til að binda enda á þetta ástand og veita Grindvíkingum þann tíma og frið sem er þörf á til að ná áttum, sleikja sárin og verða fær um að taka raunhæfar ákvarðanir um framtíðina, laus við geðshræringu og ótta. Við þurfum ekki meira froðusnakk. Við þurfum aðgerðir- núna. Ég boða Grindvíkinga alla ásamt öðrum húsnæðislánagreiðendum og öllum öðrum sem misbýður yfirlæti og forkastanlegt samfélagslegt sinnuleysi til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg, fimmtudaginn 23.nóvember, kl.14. Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík.
Tvöfaldar hörmungar Grindvíkinga Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. 15. nóvember 2023 09:00
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun