Grindvíkingarnir og froðan Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 08:30 Eins og frægt að endemum er orðið hafa lánastofnanir landsins boðið Grindvíkingum greiðslufrystingu á húsnæðislánum sínu með þeim skilyrðum að vextir og verðbætur sem safnast yfir frystingartímann leggist á höfuðstól lánsins. Skiljanlega hefur þetta tilboð fallið í vægast sagt grýttan jarðveg, bæði hjá lánagreiðendum sem nú sjá óseljanlegar eignir sínar og heimili annað hvort ónýt eða í hættu og flestum þeim sómakæru einstaklingum öðrum sem telja að samfélagsleg ábyrgð skuli eiga við allt samfélagið. Í þeim hörmungum sem riðið hafa yfir hið áður blómlega og nú brotna samfélag á Suðurnesjum hefur það sýnt sig og sannað að á litlu landi erum við öll eitt. Samtakamátturinn hefur verið aðdáunarverður, ósérhlífni samfélagsins svo alger að við Grindvíkingar stöndum í andakt og eilífri þakkarskuld. Allir hafa lagst á eitt. Nema húsnæðislánastofnanir. Enn hanga þær á fyrra tilboði sínu eins og hundur á beini og til að bæta á skömmina heyrast nú frá fréttamiðlum mjálm úr horni þar sem vælt er um tilgang og ábyrgð fjármálastofnana og takmarkaðar samfélagslegar skyldur í lagalegu samhengi. Nú þegar rúm vika er liðin frá alrýmingu Grindavíkur og við íbúarnir erum enn í viðvarandi óvissu í hjólhýsinu á bílastæðinu hjá Nonna frænda, í sumarbústað verkalýðsfélagsins eða á stofugólfinu hjá mömmu berast okkur tíðindi í gegnum fréttamiðlana eftir fund formanna Verkalýðsfélags Grindavíkur og VR við forkálfa viðskiptabankanna þriggja. Skilaboðin eru þess efnis að fyrra boð hafi sennilega verið misskilið því, jú, eftir allt saman þá sé þetta nú bara byrjunin, sko.. við skulum bíða og sjá til, við erum að ræða málin og þetta verður örugglega allt bara ókei. Hér þarf að funda, og funda aftur. Þetta þarf að skoða, vega og meta, er þetta það besta fyrir Grindvíkinga í raun? Hvað með skattamálin? Og froðan vellur. Það er djúpstæð tilfinning undirritaðrar að hér sé verið viljandi að teygja lopann til þess eins að spila út tvisti með hálfgildings málamiðlun á fimmtudagsmorgun þegar efnt er til almennra mótmæla við höfuðstöðvar Landsbankans í þeirri von að kaupa sér frest og nokkra daga innkomu af vöxtum. Höfundur spyr: hver er tregðan? Eru lánveitendur svo skelfingu lostnir því þeir sjá fram á hrun bankakerfisins ef lán nokkurra sála úr sjávarþorpi suður með sjó eru fryst og vextir og verðbætur eru gefnir eftir? Ef svo er ætti ekki að vera mikið mál að redda þeim rúðustrikuðu blaði, blýanti og strokleðri. Eða eru bankarnir ef til vill óttaslegnir vegna þess að ”eftirgjöf” af þessu tagi hefur fordæmisgildi og bankastofnanir geti um ófyrirsjáanlega framtíð verið krafðar um að sinna einhverjum óþæginda samfélagslegum skyldum? Það þykir undirritaðri öllu líklegri ástæða. Annars er erfitt að átta sig á þessu, því af einhverri ástæðu sá enginn af bankastjórunum sér fært að mæta til viðtals í sjónvarpinu og svara spurningum eftir fund dagsins. Við heimilislausu og öll hin þurfum því að geta í eyðurnar. Vandamálin við að hysja upp um sig og girða í jakkafatabrók til að taka ákvörðun um þetta virðast í öllu falli vera umtalsverð. Ég býð fram aðstoð mína og hvatningu, því þó ég hafi ekki háskólagráðu í fjármálafræðum að flíka þá hampa ég leyfisbréfi frá heilbrigðisráðherra til að hysja upp um fólk, hvort heldur sem er Boss eða joggingbuxur úr Costco. Það tekur einn zoomfund fyrir brunch, eina siðferðilega rétta ákvörðun og smá kjarksnefil til að binda enda á þetta ástand og veita Grindvíkingum þann tíma og frið sem er þörf á til að ná áttum, sleikja sárin og verða fær um að taka raunhæfar ákvarðanir um framtíðina, laus við geðshræringu og ótta. Við þurfum ekki meira froðusnakk. Við þurfum aðgerðir- núna. Ég boða Grindvíkinga alla ásamt öðrum húsnæðislánagreiðendum og öllum öðrum sem misbýður yfirlæti og forkastanlegt samfélagslegt sinnuleysi til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg, fimmtudaginn 23.nóvember, kl.14. Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Íslenskir bankar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Tvöfaldar hörmungar Grindvíkinga Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. 15. nóvember 2023 09:00 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Eins og frægt að endemum er orðið hafa lánastofnanir landsins boðið Grindvíkingum greiðslufrystingu á húsnæðislánum sínu með þeim skilyrðum að vextir og verðbætur sem safnast yfir frystingartímann leggist á höfuðstól lánsins. Skiljanlega hefur þetta tilboð fallið í vægast sagt grýttan jarðveg, bæði hjá lánagreiðendum sem nú sjá óseljanlegar eignir sínar og heimili annað hvort ónýt eða í hættu og flestum þeim sómakæru einstaklingum öðrum sem telja að samfélagsleg ábyrgð skuli eiga við allt samfélagið. Í þeim hörmungum sem riðið hafa yfir hið áður blómlega og nú brotna samfélag á Suðurnesjum hefur það sýnt sig og sannað að á litlu landi erum við öll eitt. Samtakamátturinn hefur verið aðdáunarverður, ósérhlífni samfélagsins svo alger að við Grindvíkingar stöndum í andakt og eilífri þakkarskuld. Allir hafa lagst á eitt. Nema húsnæðislánastofnanir. Enn hanga þær á fyrra tilboði sínu eins og hundur á beini og til að bæta á skömmina heyrast nú frá fréttamiðlum mjálm úr horni þar sem vælt er um tilgang og ábyrgð fjármálastofnana og takmarkaðar samfélagslegar skyldur í lagalegu samhengi. Nú þegar rúm vika er liðin frá alrýmingu Grindavíkur og við íbúarnir erum enn í viðvarandi óvissu í hjólhýsinu á bílastæðinu hjá Nonna frænda, í sumarbústað verkalýðsfélagsins eða á stofugólfinu hjá mömmu berast okkur tíðindi í gegnum fréttamiðlana eftir fund formanna Verkalýðsfélags Grindavíkur og VR við forkálfa viðskiptabankanna þriggja. Skilaboðin eru þess efnis að fyrra boð hafi sennilega verið misskilið því, jú, eftir allt saman þá sé þetta nú bara byrjunin, sko.. við skulum bíða og sjá til, við erum að ræða málin og þetta verður örugglega allt bara ókei. Hér þarf að funda, og funda aftur. Þetta þarf að skoða, vega og meta, er þetta það besta fyrir Grindvíkinga í raun? Hvað með skattamálin? Og froðan vellur. Það er djúpstæð tilfinning undirritaðrar að hér sé verið viljandi að teygja lopann til þess eins að spila út tvisti með hálfgildings málamiðlun á fimmtudagsmorgun þegar efnt er til almennra mótmæla við höfuðstöðvar Landsbankans í þeirri von að kaupa sér frest og nokkra daga innkomu af vöxtum. Höfundur spyr: hver er tregðan? Eru lánveitendur svo skelfingu lostnir því þeir sjá fram á hrun bankakerfisins ef lán nokkurra sála úr sjávarþorpi suður með sjó eru fryst og vextir og verðbætur eru gefnir eftir? Ef svo er ætti ekki að vera mikið mál að redda þeim rúðustrikuðu blaði, blýanti og strokleðri. Eða eru bankarnir ef til vill óttaslegnir vegna þess að ”eftirgjöf” af þessu tagi hefur fordæmisgildi og bankastofnanir geti um ófyrirsjáanlega framtíð verið krafðar um að sinna einhverjum óþæginda samfélagslegum skyldum? Það þykir undirritaðri öllu líklegri ástæða. Annars er erfitt að átta sig á þessu, því af einhverri ástæðu sá enginn af bankastjórunum sér fært að mæta til viðtals í sjónvarpinu og svara spurningum eftir fund dagsins. Við heimilislausu og öll hin þurfum því að geta í eyðurnar. Vandamálin við að hysja upp um sig og girða í jakkafatabrók til að taka ákvörðun um þetta virðast í öllu falli vera umtalsverð. Ég býð fram aðstoð mína og hvatningu, því þó ég hafi ekki háskólagráðu í fjármálafræðum að flíka þá hampa ég leyfisbréfi frá heilbrigðisráðherra til að hysja upp um fólk, hvort heldur sem er Boss eða joggingbuxur úr Costco. Það tekur einn zoomfund fyrir brunch, eina siðferðilega rétta ákvörðun og smá kjarksnefil til að binda enda á þetta ástand og veita Grindvíkingum þann tíma og frið sem er þörf á til að ná áttum, sleikja sárin og verða fær um að taka raunhæfar ákvarðanir um framtíðina, laus við geðshræringu og ótta. Við þurfum ekki meira froðusnakk. Við þurfum aðgerðir- núna. Ég boða Grindvíkinga alla ásamt öðrum húsnæðislánagreiðendum og öllum öðrum sem misbýður yfirlæti og forkastanlegt samfélagslegt sinnuleysi til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg, fimmtudaginn 23.nóvember, kl.14. Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík.
Tvöfaldar hörmungar Grindvíkinga Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. 15. nóvember 2023 09:00
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun