Fólk þurfi að passa sig í „ruddaloftinu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2023 16:38 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm „Manni bregður kannski eftir alla þessa blíðu sem er búin að vera hjá okkur,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Reykjavík síðdegis. „Við tekur ruddaloft úr suðvestri sem ryðst yfir með miklum látum.“ Einar segir að í svona veðri geti reynst erfitt að fóta sig og „dekkja sig“ vegna þess að hálka getur myndast, þó ekki sé ófært. Hann nefnir sem dæmi fjallvegi fyrir vestan og norður í landi í þeim efnum. „Þó að hitinn sé tvö stig þá lemjast þessar hryðjur ofan í vegina og oft einhver bleyta með og valda hálku,“ útskýrir Einar. Hann segir að besta ráðið í þessum aðstæðum sé hreinlega að draga úr ferðinni. „Þá ræður maður betur við bílinn.“ Fólk þarf að vera velvakandi með báðar hendur á stýri segir Einar um þá sem ætla sér að ferðast í óveðrinu. Hann gerir ekki ráð fyrir að samgöngur fari úr skorðum á landi, en flestu flugi hefur verið aflýst vegna veðursins. Einar segir að líklega muni lægja talsvert í fyrramálið, en þrátt fyrir það verði meira og minna allhvasst allan morgundaginn líka. Þó stefnir í að það kólni næstu daga. Aðspurður segist Einar ekki vera farinn að velta fyrir sér jólaveðrinu, ekki einu sinni aðventuveðrinu. Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Við tekur ruddaloft úr suðvestri sem ryðst yfir með miklum látum.“ Einar segir að í svona veðri geti reynst erfitt að fóta sig og „dekkja sig“ vegna þess að hálka getur myndast, þó ekki sé ófært. Hann nefnir sem dæmi fjallvegi fyrir vestan og norður í landi í þeim efnum. „Þó að hitinn sé tvö stig þá lemjast þessar hryðjur ofan í vegina og oft einhver bleyta með og valda hálku,“ útskýrir Einar. Hann segir að besta ráðið í þessum aðstæðum sé hreinlega að draga úr ferðinni. „Þá ræður maður betur við bílinn.“ Fólk þarf að vera velvakandi með báðar hendur á stýri segir Einar um þá sem ætla sér að ferðast í óveðrinu. Hann gerir ekki ráð fyrir að samgöngur fari úr skorðum á landi, en flestu flugi hefur verið aflýst vegna veðursins. Einar segir að líklega muni lægja talsvert í fyrramálið, en þrátt fyrir það verði meira og minna allhvasst allan morgundaginn líka. Þó stefnir í að það kólni næstu daga. Aðspurður segist Einar ekki vera farinn að velta fyrir sér jólaveðrinu, ekki einu sinni aðventuveðrinu.
Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira