„Fallegasta sálin. Stærsta hjartað. Mesta hæfileikabúntið. Stækkar lífið með tilveru þinni einni saman,“ skrifaði Íris við myndir af þeim saman.



Íris Tanja átti 34 ára afmæli fyrir skemmstu og kom Elín henni skemmtilega á óvart með óvæntri afmælisveislu á veitingastaðnum Duck's and Rose. Elín er árinu yngri en Íris Tanja.
Íris Tanja og Elín byrjuðu saman í mars í fyrra, stuttu eftir að Elín vann Söngvakeppni sjónvarpsins ásamt systrum sínum með laginu Með hækkandi sól. Þær systur kepptu síðan fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tórínó í maí 2022. Í október sama ár fór Íris á skeljarnar og bað Elínar.
Íris er ein vinsælasta leikkona Íslands um þessar mundir. Hún fór meðal annars með eitt aðalhlutverka í þáttunum Kötlu sem sýndir voru á Netflix.
Íris á tvö börn úr fyrra sambandi og Elín einn dreng.

