Ástarlag til löngu strætóferðanna Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2023 12:00 Mikael Máni Ásmundsson var að gefa út plötuna INNERMOST og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið Bus Song. Aðsend Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Mikaels Mána við lagið Bus Song. Lagið er ástarlag til Strætó en strætóferðir hans á táningsárum mótuðu tónlistarsmekk hans og líf. Hér má sjá tónlistarmyndbandið sem er tekið upp af Patrik Ontkovic: Klippa: Mikael Máni - Bus Song Myndbandið var tekið upp í gömlum strætisvagni á Hesthálsi en um er að ræða lifandi flutning af laginu. Tók strætó tvisvar á dag, 45 mínútúr í senn Þegar Mikael var 11-18 ára tók hann strætó tvisvar sinnum á dag, 45 mínútur í senn til að komast í og úr skóla. Þar kynntist hann innilega tónlistarfólkinu sem mótaði hann þar sem hann tók oft 6-9 mánaða tímabil þar sem var hlustað á aðeins eina hljómsveit eða tónlistarmann á þessum ferðum. Led Zeppelin, Bob Dylan, Debussy og Sigur Rós voru meðal þeirra listamanna sem hann hlustaði á þar. Tilvonandi plata Mikaels, Innermost, er hugleiðing um hvernig tónlistin sem maður hlustar á á táningsárunum mótar mann og fyrir hann spiluðu strætóferðir lykilþátt þar Aðspurður hvort hann hafi alltaf átt gott samband við strætóferðirnar sínar svarar Mikael: „Í dag á ég bara yndislegar minningar en mig grunar að þegar ég var að byrja að fara í þessar löngu strætóferðir hafi það ekki endilega verið í uppáhaldi hjá mér. Ég hélt kannski í einhvern tíma að þetta væri leiðinlegt en svo kenndi reynslan mér annað. Ég byrjaði að hlakka til að fara í strætó og eiga þessar verðmætu stundir. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta lag og sérstaklega þakklátur Herdísi Steinarsdóttur og Strætó fyrir að leyfa okkur að taka upp í strætisvagni,“ segir Mikael en hann hélt örtónleika ásamt bandi í strætisvagni sem voru teknir upp á myndband. Mikael Máni hefur alla tíð elskað tónlist en lífið breyttist þegar hann byrjaði fyrst að læra á gítar, þá var ekki aftur snúið.Aðsend Byrjaði í söngtímum um fjögurra ára gamall Mikael Máni er 28 ára gamall en hefur haft áhuga á tónlist frá því hann man eftir sér. Þá ólst hann upp á mjög músíkölsku heimili. „Pabbi, Ásmundur Jónsson í Smekkleysu, elskar tónlist og það voru yfir tíu þúsund plötur á heimilinu. Mamma sendi mig og báðar eldri systur mínar í tónlistarnám þegar við vorum mjög ung. Báðar systur mínar fóru í klassískt fiðlunám en mér fannst svo gaman að syngja að ég byrjaði í söngtímum um fjögurra ára gamall.“ Mikael Máni var í tónlistarnámi í um 18 ár og lærði á hin ýmsu hljóðfæri en fann sig fyrst almennilega þegar hann byrjaði í gítarnámi 12 ára gamall. „Þá breyttist allt, ég byrja að helga öllum mínum tíma tónlistinni og leita sterkt í tónlistina. Ég byrjaði fyrst að spila opinberlega á kaffihúsinu 10 dropum sem heitir nú 10 sopar. Anna Gréta var þá með gigg þar þrisvar sinnum í viku frá 22-01. Maður þurfti að spila helling af tónlist og mæta mjög þreyttur í skólann,“ segir Mikael Máni og hlær. Mikael Máni byrjaði að flytja tónlist á kaffihúsinu 10 dropum á kvöldin. Aðsend Hugleiðing um æskuna og áhrif tónlistar Smekkleysa gaf út þriðju plötu Mikaels Mána, INNERMOST, síðastliðinn laugardag. Platan er sem áður segir konsept-plata, hugleiðing um æskuna og áhrif tónlistar. Lögin eru samin um táningsár Mikaels, hlutina sem mótuðu hann og gerðu þetta tímabil að mikilvægum stökkpalli út í fullorðinsárin. Samhliða útgáfunni voru haldnir litlir tónleikar í Smekkleysu þar sem Mikael Máni flutti gömul og ný lög ásamt Hilmari Jenssyni, gítarleikara og fyrrum gítarkennara Mikaels. „Það var algjört stuð og ótrúlega gaman að spila í Smekkleysu. Það var alveg sérstaklega yndisleg stemning, mjög gott fólk og gaman fyrir mig að fá að spila fyrir fólk sem var búið að hlusta á tónlistina mína lengi og hún hefur þýðingu fyrir það. Það er mjög sérstakt og verðmætt fyrir mig.“ Tekur á sig erfiðu hlutina fyrir ástríðuna Hann segir að það sé alltaf marglaga ferli að gefa út plötu. „Ég var einmitt að hugsa um þetta í morgun, þar sem ég er búinn að vera erlendis og var að vesenast við að finna stæði áðan. Mér líður eins og það sé töluvert erfiðara að finna stæði á Íslandi núna og ég fór því að hugsa um hluti sem eru erfiðir. Það er rosalega mikið sem maður þarf að ganga í gegnum til að gefa út plötu. Nokkrir hlutir eru mjög gefandi og koma náttúrulega og ég leita rosa mikið í það. Síðan eru aðrir hlutir sem maður þarf að neyða sig til að gera, vegna þess að maður vill klára verkið og fá svigrúm til að gera hlutina sem maður elskar. Fyrir mig eru praktísku hlutirnir sem tengjast plötuútgáfu erfiðir, að senda helling af tölvupósti í tengslum við framleiðsluna, finna afmarkaðan tímaramma og hugsa um kostnaðinn. Svo er líka eins og þessir hlutir verði enn erfiðari því það eru svo margar tilfinningar í gangi. Það er svo auðvelt að finna fyrir efasemdum í eigin garð í þessu ferli sem gera einfalda hluti erfiðari, til dæmis að hafa áhyggjur af því hvort fólk muni tengja við tónlistina. En tónsmíðaferlið er í svo miklu uppáhaldi og lætur mér líða svo vel að maður tekur þetta algjörlega á sig,“ segir Mikael Máni. Tónsmíðaferlið er í miklu uppáhaldi hjá Mikael Mána.Aðsend „INNERMOST var tekin upp með kvintett Mikaels í júní 2022, eins og áður sagði semur Mikael tónlistina að undanskildu einu tökulagi eftir Sykurmolana, Birthday (Ammæli). Auk Mikaels eru í hljómsveitinni Magnús Tryggvason Eliassen á trommur, Henrik Linder á bassagítar, Lilja María Ásmundsdóttir á píanó og metalafón og Tómas Jónsson á hljómborð. Strengjakvartett skipaður Unu Sveinbjarnardóttur, Yasney Rojano Cruz, Guðrúnu Hrund Harðardóttur og Júlíu Mogensen spilar auk þess inn á 3 lög á plötunni. Um upptökustjórn sá Hilmar Jensson, Albert Finnbogason hljóðmaður og með-upptökustjórn og Hoffe Stanow hljóðjöfnun,“ segir í fréttatilkynningu. Útgáfutónleikar verða síðan haldnir sunnudaginn 7. janúar, klukkan 17:00 í Hannesarholti með hljómsveit Mikaels sem spilaði inn á plötuna. Hér má hlusta á Mikael Mána á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Strætó Ástin og lífið Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið sem er tekið upp af Patrik Ontkovic: Klippa: Mikael Máni - Bus Song Myndbandið var tekið upp í gömlum strætisvagni á Hesthálsi en um er að ræða lifandi flutning af laginu. Tók strætó tvisvar á dag, 45 mínútúr í senn Þegar Mikael var 11-18 ára tók hann strætó tvisvar sinnum á dag, 45 mínútur í senn til að komast í og úr skóla. Þar kynntist hann innilega tónlistarfólkinu sem mótaði hann þar sem hann tók oft 6-9 mánaða tímabil þar sem var hlustað á aðeins eina hljómsveit eða tónlistarmann á þessum ferðum. Led Zeppelin, Bob Dylan, Debussy og Sigur Rós voru meðal þeirra listamanna sem hann hlustaði á þar. Tilvonandi plata Mikaels, Innermost, er hugleiðing um hvernig tónlistin sem maður hlustar á á táningsárunum mótar mann og fyrir hann spiluðu strætóferðir lykilþátt þar Aðspurður hvort hann hafi alltaf átt gott samband við strætóferðirnar sínar svarar Mikael: „Í dag á ég bara yndislegar minningar en mig grunar að þegar ég var að byrja að fara í þessar löngu strætóferðir hafi það ekki endilega verið í uppáhaldi hjá mér. Ég hélt kannski í einhvern tíma að þetta væri leiðinlegt en svo kenndi reynslan mér annað. Ég byrjaði að hlakka til að fara í strætó og eiga þessar verðmætu stundir. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta lag og sérstaklega þakklátur Herdísi Steinarsdóttur og Strætó fyrir að leyfa okkur að taka upp í strætisvagni,“ segir Mikael en hann hélt örtónleika ásamt bandi í strætisvagni sem voru teknir upp á myndband. Mikael Máni hefur alla tíð elskað tónlist en lífið breyttist þegar hann byrjaði fyrst að læra á gítar, þá var ekki aftur snúið.Aðsend Byrjaði í söngtímum um fjögurra ára gamall Mikael Máni er 28 ára gamall en hefur haft áhuga á tónlist frá því hann man eftir sér. Þá ólst hann upp á mjög músíkölsku heimili. „Pabbi, Ásmundur Jónsson í Smekkleysu, elskar tónlist og það voru yfir tíu þúsund plötur á heimilinu. Mamma sendi mig og báðar eldri systur mínar í tónlistarnám þegar við vorum mjög ung. Báðar systur mínar fóru í klassískt fiðlunám en mér fannst svo gaman að syngja að ég byrjaði í söngtímum um fjögurra ára gamall.“ Mikael Máni var í tónlistarnámi í um 18 ár og lærði á hin ýmsu hljóðfæri en fann sig fyrst almennilega þegar hann byrjaði í gítarnámi 12 ára gamall. „Þá breyttist allt, ég byrja að helga öllum mínum tíma tónlistinni og leita sterkt í tónlistina. Ég byrjaði fyrst að spila opinberlega á kaffihúsinu 10 dropum sem heitir nú 10 sopar. Anna Gréta var þá með gigg þar þrisvar sinnum í viku frá 22-01. Maður þurfti að spila helling af tónlist og mæta mjög þreyttur í skólann,“ segir Mikael Máni og hlær. Mikael Máni byrjaði að flytja tónlist á kaffihúsinu 10 dropum á kvöldin. Aðsend Hugleiðing um æskuna og áhrif tónlistar Smekkleysa gaf út þriðju plötu Mikaels Mána, INNERMOST, síðastliðinn laugardag. Platan er sem áður segir konsept-plata, hugleiðing um æskuna og áhrif tónlistar. Lögin eru samin um táningsár Mikaels, hlutina sem mótuðu hann og gerðu þetta tímabil að mikilvægum stökkpalli út í fullorðinsárin. Samhliða útgáfunni voru haldnir litlir tónleikar í Smekkleysu þar sem Mikael Máni flutti gömul og ný lög ásamt Hilmari Jenssyni, gítarleikara og fyrrum gítarkennara Mikaels. „Það var algjört stuð og ótrúlega gaman að spila í Smekkleysu. Það var alveg sérstaklega yndisleg stemning, mjög gott fólk og gaman fyrir mig að fá að spila fyrir fólk sem var búið að hlusta á tónlistina mína lengi og hún hefur þýðingu fyrir það. Það er mjög sérstakt og verðmætt fyrir mig.“ Tekur á sig erfiðu hlutina fyrir ástríðuna Hann segir að það sé alltaf marglaga ferli að gefa út plötu. „Ég var einmitt að hugsa um þetta í morgun, þar sem ég er búinn að vera erlendis og var að vesenast við að finna stæði áðan. Mér líður eins og það sé töluvert erfiðara að finna stæði á Íslandi núna og ég fór því að hugsa um hluti sem eru erfiðir. Það er rosalega mikið sem maður þarf að ganga í gegnum til að gefa út plötu. Nokkrir hlutir eru mjög gefandi og koma náttúrulega og ég leita rosa mikið í það. Síðan eru aðrir hlutir sem maður þarf að neyða sig til að gera, vegna þess að maður vill klára verkið og fá svigrúm til að gera hlutina sem maður elskar. Fyrir mig eru praktísku hlutirnir sem tengjast plötuútgáfu erfiðir, að senda helling af tölvupósti í tengslum við framleiðsluna, finna afmarkaðan tímaramma og hugsa um kostnaðinn. Svo er líka eins og þessir hlutir verði enn erfiðari því það eru svo margar tilfinningar í gangi. Það er svo auðvelt að finna fyrir efasemdum í eigin garð í þessu ferli sem gera einfalda hluti erfiðari, til dæmis að hafa áhyggjur af því hvort fólk muni tengja við tónlistina. En tónsmíðaferlið er í svo miklu uppáhaldi og lætur mér líða svo vel að maður tekur þetta algjörlega á sig,“ segir Mikael Máni. Tónsmíðaferlið er í miklu uppáhaldi hjá Mikael Mána.Aðsend „INNERMOST var tekin upp með kvintett Mikaels í júní 2022, eins og áður sagði semur Mikael tónlistina að undanskildu einu tökulagi eftir Sykurmolana, Birthday (Ammæli). Auk Mikaels eru í hljómsveitinni Magnús Tryggvason Eliassen á trommur, Henrik Linder á bassagítar, Lilja María Ásmundsdóttir á píanó og metalafón og Tómas Jónsson á hljómborð. Strengjakvartett skipaður Unu Sveinbjarnardóttur, Yasney Rojano Cruz, Guðrúnu Hrund Harðardóttur og Júlíu Mogensen spilar auk þess inn á 3 lög á plötunni. Um upptökustjórn sá Hilmar Jensson, Albert Finnbogason hljóðmaður og með-upptökustjórn og Hoffe Stanow hljóðjöfnun,“ segir í fréttatilkynningu. Útgáfutónleikar verða síðan haldnir sunnudaginn 7. janúar, klukkan 17:00 í Hannesarholti með hljómsveit Mikaels sem spilaði inn á plötuna. Hér má hlusta á Mikael Mána á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Strætó Ástin og lífið Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira