Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2023 08:35 Hjördís segir öryggi starfsfólks við Svartsengi í fyrirrúmmi. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. Hjördís fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvað varðar Grindavík, vinnu almannavarna, Veðurstofunnar. Hún sagði Veðurstofuna í samráði við almannavarnir greina gögn daglega og að virk vöktun væri í gangi á landrisi við Svartsengi en það mælist verulegt síðustu daga. Þegar kom í ljós hversu mikið landris er við Svartsengi hafi sem dæmi verið ákveðið að Grindvíkingar sem fái að fara heim í dag að sækja dót aki um Suðurstrandarveg en ekki Grindavíkurveg inn í bæinn. „Hún er endalaus að breytast staðan og það er okkar veruleiki í dag.“ Spurð hvað landrisið þýðir sagði Hjördís að það þýddi að það gæti gosið, en líka að það geri það ekki. Hún sagði það koma betur í ljós í dag þegar búið er að greina gögnin hvort að vinna við varnargarðana sé í uppnámi. Hún sagði öryggi þeirra sem þar vinna í forgangi. Upplýsingafundur almannavarna klukkan 11 Í viðtalinu ræddi hún einnig aðgengi fjölmiðla að Grindvík og nýja fjölmiðlamiðstöð sem opnuð var í gær. Þangað fjölmennti hópur erlendra fjölmiðla en mikið áhugi hefur verið á jarðhræringunum innlendir og erlendis. Því fyrirkomulagi hefur nú verið komið á að aðeins einn tökumaður og einn ljósmyndari fær að fara inn á svæðið daglega og er öllu efni deilt á aðra fjölmiðla. Hún sagði erfitt að segja fólki á síðasta fundi almannavarna að ekki yrðu haldin jól í Grindavík en að þau hafi ákveðið að vera skýr í sínu máli. Ákveðið hafi verið í samráði við bæjarstjóra, Fannar Jónasson, að greina frá þessu. Klukkan 11 verður haldinn upplýsingafundur þar sem Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum fer yfir starfssemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var síðasta miðvikudag. Einnig verður á fundinum, Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu- og fræðslusviði hjá Grindavíkurbæ, hún fer yfir stöðu mála í skólamálum vegna atburðanna í Grindavík. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Varnargarðar á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir „Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30 Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hjördís fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvað varðar Grindavík, vinnu almannavarna, Veðurstofunnar. Hún sagði Veðurstofuna í samráði við almannavarnir greina gögn daglega og að virk vöktun væri í gangi á landrisi við Svartsengi en það mælist verulegt síðustu daga. Þegar kom í ljós hversu mikið landris er við Svartsengi hafi sem dæmi verið ákveðið að Grindvíkingar sem fái að fara heim í dag að sækja dót aki um Suðurstrandarveg en ekki Grindavíkurveg inn í bæinn. „Hún er endalaus að breytast staðan og það er okkar veruleiki í dag.“ Spurð hvað landrisið þýðir sagði Hjördís að það þýddi að það gæti gosið, en líka að það geri það ekki. Hún sagði það koma betur í ljós í dag þegar búið er að greina gögnin hvort að vinna við varnargarðana sé í uppnámi. Hún sagði öryggi þeirra sem þar vinna í forgangi. Upplýsingafundur almannavarna klukkan 11 Í viðtalinu ræddi hún einnig aðgengi fjölmiðla að Grindvík og nýja fjölmiðlamiðstöð sem opnuð var í gær. Þangað fjölmennti hópur erlendra fjölmiðla en mikið áhugi hefur verið á jarðhræringunum innlendir og erlendis. Því fyrirkomulagi hefur nú verið komið á að aðeins einn tökumaður og einn ljósmyndari fær að fara inn á svæðið daglega og er öllu efni deilt á aðra fjölmiðla. Hún sagði erfitt að segja fólki á síðasta fundi almannavarna að ekki yrðu haldin jól í Grindavík en að þau hafi ákveðið að vera skýr í sínu máli. Ákveðið hafi verið í samráði við bæjarstjóra, Fannar Jónasson, að greina frá þessu. Klukkan 11 verður haldinn upplýsingafundur þar sem Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum fer yfir starfssemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var síðasta miðvikudag. Einnig verður á fundinum, Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu- og fræðslusviði hjá Grindavíkurbæ, hún fer yfir stöðu mála í skólamálum vegna atburðanna í Grindavík. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Varnargarðar á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir „Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30 Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30
Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31
Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42