Skotland og Noregi gerðu jafntefli í stórskemmtilegum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 22:35 John McGinn fagnar marki sínu. Robbie Jay Barratt/Getty Images Leikjum dagsins í undankeppni EM karla í knattspyrnu er nú lokið. Skotland og Noregur gerðu 3-3 jafntefli, Spánn vann 3-1 sigur á Georgíu á meðan Slóvakía og Lúxemborg unnu útisigra í riðli Íslands. Fyrir leik Skotlands og Noregs var ljóst að Skotar væru á leið á EM en Norðmenn þurfa að sitja heima næsta sumar þegar bestu lið Evrópu mæta til Þýskalands. Það voru hins vegar Norðmenn sem komust yfir á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Aron Donnum kom Noregi yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimamenn fengu vítaspyrnu tíu mínútum síðar sem John McGinn jafnaði metin úr. Jorgen Strand Larsen kom gestunum yfir á nýjan leik á 20. mínútu en Leo Ostigard varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark ekki löngu síðar og staðan jöfn 2-2 í hálfleik. John McGinn is the king of celebrations pic.twitter.com/DtEXKq2nlf— LiveScore (@livescore) November 19, 2023 Skotar komust loks yfir þegar Stuart Armstrong skoraði á 59. mínútu en Mohamed Elyounoussi jafnaði metin fyrir Noreg undir lokin og þar við sat, lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik. Í sama riðli vann Spánn 3-1 sigur á Georgíu. Robin Le Normand kom Spáni yfir áður en Khvicha Kvaratskhelia jafnaði metin. Um miðbik fyrri hálfleiks þurfti Gavi, leikmaður Barcelona og Spánar, að yfirgefa völlinn gegna meiðsla en óttast er að hann verði lengi frá keppni vegna þeirra. Staðan var 1-1 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks skoraði Ferrán Torres annað mark Spánar. Hann hefur nú skorað 18 mörk í 40 A-landsleikjum. Ferran Torres has 18 goals in just 40 games for Spain #EURO2024 pic.twitter.com/uVD0PuPHjd— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 19, 2023 Luka Lochoshvili setti svo boltann í eigið net á 72. mínútu og gulltryggði þar með 3-1 sigur Spánar. Spánverjar unnu því A-riðil með 21 stig, Skotland var í 2. sæti með 17 stig og Noregur þar á eftir með 11 stig. Önnur úrslit Bosnía-Hersegóvína 1-2 Slóvakía Liechtenstein 0-1 Lúxemborg Portúgal 2-0 Ísland Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21 Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Fyrir leik Skotlands og Noregs var ljóst að Skotar væru á leið á EM en Norðmenn þurfa að sitja heima næsta sumar þegar bestu lið Evrópu mæta til Þýskalands. Það voru hins vegar Norðmenn sem komust yfir á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Aron Donnum kom Noregi yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimamenn fengu vítaspyrnu tíu mínútum síðar sem John McGinn jafnaði metin úr. Jorgen Strand Larsen kom gestunum yfir á nýjan leik á 20. mínútu en Leo Ostigard varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark ekki löngu síðar og staðan jöfn 2-2 í hálfleik. John McGinn is the king of celebrations pic.twitter.com/DtEXKq2nlf— LiveScore (@livescore) November 19, 2023 Skotar komust loks yfir þegar Stuart Armstrong skoraði á 59. mínútu en Mohamed Elyounoussi jafnaði metin fyrir Noreg undir lokin og þar við sat, lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik. Í sama riðli vann Spánn 3-1 sigur á Georgíu. Robin Le Normand kom Spáni yfir áður en Khvicha Kvaratskhelia jafnaði metin. Um miðbik fyrri hálfleiks þurfti Gavi, leikmaður Barcelona og Spánar, að yfirgefa völlinn gegna meiðsla en óttast er að hann verði lengi frá keppni vegna þeirra. Staðan var 1-1 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks skoraði Ferrán Torres annað mark Spánar. Hann hefur nú skorað 18 mörk í 40 A-landsleikjum. Ferran Torres has 18 goals in just 40 games for Spain #EURO2024 pic.twitter.com/uVD0PuPHjd— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 19, 2023 Luka Lochoshvili setti svo boltann í eigið net á 72. mínútu og gulltryggði þar með 3-1 sigur Spánar. Spánverjar unnu því A-riðil með 21 stig, Skotland var í 2. sæti með 17 stig og Noregur þar á eftir með 11 stig. Önnur úrslit Bosnía-Hersegóvína 1-2 Slóvakía Liechtenstein 0-1 Lúxemborg Portúgal 2-0 Ísland
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21 Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21
Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11