„Það er svo skelfilegt að horfa upp á vinkonu sína í þessum aðstæðum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 20:01 Kristjana Dögg er æskuvinkona Anítu og vill leggja sitt af mörkum til að létta undir með fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Samsett Aníta Björt Berkeley upplifði verstu martröð allra foreldra þann 4.nóvember síðastliðinn. Dóttir hennar lést, einungis sex vikna og sex daga gömul. Aníta er búsett á Selfossi og er einstæð móðir en hún á eina aðra dóttur, Maliku Ivý sem er að verða tveggja ára. „Í stöðu sem þessari er lítið sem maður getur gert og allt sem maður gerir og segir virðist of lítið. Ekkert getur fyllt í skarðið sem situr eftir í hjörtum fjölskyldunnar,“ segir Kristjana Dögg Baldursdóttir æskuvinkona Anítu en hún opnaði á dögunum styrktarreikning á nafni Anítu til að leggja fjölskyldunni lið á þessum erfiðu tímum. Yngri dóttir Anítu lést degi áður en hún náði sjö vikna aldri. Fyrirhugað var að hún yrði skírð í dag, 18 nóvember. Þungir tímar framundan Þær Kristjana og Aníta hafa verið vinkonur frá barnsaldri og voru óléttar á sama tíma. „Það er svo skelfilegt að horfa upp á vinkonu sína í þessum aðstæðum. Hún er náttúrulega bara í versta ástandi lífs síns núna,“ segir Kristjana. „Sorgin sem situr eftir hjá aðstandendum er án efa meiri en hægt er að gera sér í hugarlund.“ Ljóst er að það eru þungir tímar framundan, bæði andlega og fjárhagslega fyrir þær mæðgur. „Ég ákvað þess vegna að stofna styrktarreikning fyrir þær, bæði til að standa undir útfararkostnaðinum, og líka til að tryggja það að hún geti sótt þá aðstoð sem hún þarf, bæði fyrir sig og eldri dóttur sína,“ segir Kristjana og bætir við að það eigi enginn eigi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur eftir að hafa upplifað jafn hrikalegt áfall og það er að missa kornungt barn. „Mín von er að Aníta og fjölskylda þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á þá miklu og ólýsanlegu sorg sem þau ganga í gegnum núna." Þeir sem vilja leggja mæðgunum lið er bent á eftirfarandi styrktarreikning: Reikningsnúmer: 0370-22-072677 Kennitala: 201197-2449 Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Aníta er búsett á Selfossi og er einstæð móðir en hún á eina aðra dóttur, Maliku Ivý sem er að verða tveggja ára. „Í stöðu sem þessari er lítið sem maður getur gert og allt sem maður gerir og segir virðist of lítið. Ekkert getur fyllt í skarðið sem situr eftir í hjörtum fjölskyldunnar,“ segir Kristjana Dögg Baldursdóttir æskuvinkona Anítu en hún opnaði á dögunum styrktarreikning á nafni Anítu til að leggja fjölskyldunni lið á þessum erfiðu tímum. Yngri dóttir Anítu lést degi áður en hún náði sjö vikna aldri. Fyrirhugað var að hún yrði skírð í dag, 18 nóvember. Þungir tímar framundan Þær Kristjana og Aníta hafa verið vinkonur frá barnsaldri og voru óléttar á sama tíma. „Það er svo skelfilegt að horfa upp á vinkonu sína í þessum aðstæðum. Hún er náttúrulega bara í versta ástandi lífs síns núna,“ segir Kristjana. „Sorgin sem situr eftir hjá aðstandendum er án efa meiri en hægt er að gera sér í hugarlund.“ Ljóst er að það eru þungir tímar framundan, bæði andlega og fjárhagslega fyrir þær mæðgur. „Ég ákvað þess vegna að stofna styrktarreikning fyrir þær, bæði til að standa undir útfararkostnaðinum, og líka til að tryggja það að hún geti sótt þá aðstoð sem hún þarf, bæði fyrir sig og eldri dóttur sína,“ segir Kristjana og bætir við að það eigi enginn eigi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur eftir að hafa upplifað jafn hrikalegt áfall og það er að missa kornungt barn. „Mín von er að Aníta og fjölskylda þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á þá miklu og ólýsanlegu sorg sem þau ganga í gegnum núna." Þeir sem vilja leggja mæðgunum lið er bent á eftirfarandi styrktarreikning: Reikningsnúmer: 0370-22-072677 Kennitala: 201197-2449
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira