„Ég vill ekki hljóma hrokafullur en mér fannst þetta bara skyldusigur“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. nóvember 2023 22:09 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Ljónagryfjunni í kvöld þegar sjöunda umferð Subway deildar karla hóf göngu sína. Eftir mikinn baráttuleik voru það þó heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur. „Þetta var held ég annar leikurinn í röð sem að Stólarnir fara í framlengingu, fámennir. Þannig ég held að við höfum bara átt aðeins meira eftir á tanknum hérna í lokin.“ Njarðvíkingar leiddu leikinn lengst af en í fjórða leikhluta misstu þeir leikinn aðeins frá sér og hleyptu Tindastól inn í leikinn til að jafna og var Benedikt þjálfari Njarðvíkinga ekki sáttur með það. „Algjörlega. Við erum með ellefu stiga forskot hérna og fimm mínútur eftir þegar við fáum á okkur 20 stig á síðustu fimm mínútunum. Þannig lokar maður ekki leikjum. Maður lokar leikjum með vörn og ég var ekki sáttur með vörnina hjá mínum mönnum hérna síðustu fimm mínúturnar í venjulegum leiktíma.“ „Jújú, sáttur við stigin en mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð til þess að vinna. Við erum að mæta hérna Stólaliði og ég vill ekki hljóma eitthvað hrokafullur eða eitthvað svoleiðis en mér fannst þetta bara skyldusigur ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega þegar það vantar svona marga í Stólaliðið. Við erum hérna á heimavelli en þetta snýst um að safna stigum og strákarnir kláruðu þetta og ég hrósa þeim fyrir það.“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur hefur talað um það áður í haust að honum hefur þótt vanta aðeins upp á drápseðli í sínum mönnum á köflum og í kvöld sóttu þeir sigur í framlengingu. „Ég hefði viljað fá það bara í lok venjulegs leiktíma þegar við vorum með leikinn heldur hleypum þeim bara í lokaskot hvað eftir annað og það er bara eitthvað sem að böggar mig en bara þakklátur fyrir sigurinn og maður verður að virða alla sigra. Sérstaklega á móti góðum liðum þannig ætli ég verði ekki að vera pínu sáttur.“ Njarðvíkingar voru að vinna sinn annan sigur í röð eftir að hafa misstigið sig örlítið í umferðum á undan og ætla að halda áfram að byggja á góða sigra. „Þetta snýst um eins og ég segi að ná í sigra og ég er alveg til í ljóta sigra og við hljótum að taka einhverja svoleiðis en maður er alltaf að vona að framistaðan verði betri og betri. Þetta var ekki okkar besti leikur, það verður bara að segjast eins og er.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Eftir mikinn baráttuleik voru það þó heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur. „Þetta var held ég annar leikurinn í röð sem að Stólarnir fara í framlengingu, fámennir. Þannig ég held að við höfum bara átt aðeins meira eftir á tanknum hérna í lokin.“ Njarðvíkingar leiddu leikinn lengst af en í fjórða leikhluta misstu þeir leikinn aðeins frá sér og hleyptu Tindastól inn í leikinn til að jafna og var Benedikt þjálfari Njarðvíkinga ekki sáttur með það. „Algjörlega. Við erum með ellefu stiga forskot hérna og fimm mínútur eftir þegar við fáum á okkur 20 stig á síðustu fimm mínútunum. Þannig lokar maður ekki leikjum. Maður lokar leikjum með vörn og ég var ekki sáttur með vörnina hjá mínum mönnum hérna síðustu fimm mínúturnar í venjulegum leiktíma.“ „Jújú, sáttur við stigin en mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð til þess að vinna. Við erum að mæta hérna Stólaliði og ég vill ekki hljóma eitthvað hrokafullur eða eitthvað svoleiðis en mér fannst þetta bara skyldusigur ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega þegar það vantar svona marga í Stólaliðið. Við erum hérna á heimavelli en þetta snýst um að safna stigum og strákarnir kláruðu þetta og ég hrósa þeim fyrir það.“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur hefur talað um það áður í haust að honum hefur þótt vanta aðeins upp á drápseðli í sínum mönnum á köflum og í kvöld sóttu þeir sigur í framlengingu. „Ég hefði viljað fá það bara í lok venjulegs leiktíma þegar við vorum með leikinn heldur hleypum þeim bara í lokaskot hvað eftir annað og það er bara eitthvað sem að böggar mig en bara þakklátur fyrir sigurinn og maður verður að virða alla sigra. Sérstaklega á móti góðum liðum þannig ætli ég verði ekki að vera pínu sáttur.“ Njarðvíkingar voru að vinna sinn annan sigur í röð eftir að hafa misstigið sig örlítið í umferðum á undan og ætla að halda áfram að byggja á góða sigra. „Þetta snýst um eins og ég segi að ná í sigra og ég er alveg til í ljóta sigra og við hljótum að taka einhverja svoleiðis en maður er alltaf að vona að framistaðan verði betri og betri. Þetta var ekki okkar besti leikur, það verður bara að segjast eins og er.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05