Í tilkynningu um ráðninguna segir að Friðrik hafi starfað í lögfræðiráðgjöf Arion banka frá árinu 2019, síðast sem aðstoðaryfirlögfræðingur.
Þar áður hafi Friðrik verið eigandi á lögmannsstofunni Rétti og setið í stjórn Fjármálaeftirlitsins á árunum 2014-2019.
Hann sé aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands og hafi meðal annars annast kennslu í félagarétti, fjármálamarkaðsrétti og verið leiðbeinandi fjölda meistararitgerða við skólann.
Friðrik sé með meistaragráðu í félaga- og verðbréfamarkaðsrétti frá Harvard Law School og lögfræðigráðu frá Háskóla Íslands.