Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2023 09:49 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni í Helgafellssveit árið 2014. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. „Hvaða kraftar eru í gangi undir Grindavík?“ spyr Haraldur í grein á bloggsíðu sinni með undirfyrirsögn: „Jörð skelfur en það kemur ekkert gos.“ „Á Íslandi höfum við fjölda dæma um mikil umbrot í jarðskorpunni, flekahreyfingar og jarðskjálfta, án þess að nokkuð gjósi á yfirborði,“ ritar Haraldur, sem á alþjóðavettvangi er einn þekktasti jarðvísindamaður Íslendinga. Haraldur rekur í grein sinni hálfrar aldar gamla vísindakenningu um flekatog. „Árið 1975 uppgötvuðu jarðeðlisfræðingarnir Donald Forsyth og Seiya Uyeda aflið eða kraftinn sem þeir nefndu slab pull, eða flekatog. Þessi uppgötvun er einn merkasti hornsteinn flekakenningarinnar og jarðvísindanna almennt.“ Flekatog sé mikilvægasti krafturinn í flekahreyfingum jarðar. „Þetta er að öllum líkindum krafturinn sem mjakar Norður-Ameríkuflekanum til vesturs, og veldur skorpuhreyfingunum á Reykjanesi,“ skrifar Haraldur og lýkur grein sinni á þessum niðurlagsorðum: „Ridge push eða hryggjarþrýstingur er krafturinn sem á sökina á öllum hamförunum á Reykjanesi í dag.“ Haraldur sýnir berggang við Stykkishólmshöfn en slík fyrirbæri myndast í kvikuinnskotum. Haraldur er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi.Mynd/Stöð 2. Fréttastofan spurði Harald í framhaldi af grein hans hvernig hann mæti líkur á eldgosi nálægt Grindavík eða á Sundhnúkasprungunni á næstu dögum eða vikum. Ennfremur hvort hann teldi líkur á því að eldgos geti fylgt þessum atburðum á öðru svæði á Reykjanesskaga eða Reykjaneshrygg. „Þetta er allt tekið fyrir í blogginu mínu. Eins og ég bendi á, þá er hér fyrst og fremst um flekahreyfingar að ræða,“ svarar Haraldur. „Ég lýsi í blogginu hvaða kraftar það eru, sem stýra þeim flekahreyfingum. Þetta eru miklar hreyfingar, sem hafa rifið og opnað íslensku skorpuna alveg niður í toppinn á möttlinum undir Reykjanesi. Efst í möttlinum undir Reykjanesi er alltaf einhver kvika fyrir hendi, en magnið af basalt kviku efst í möttlinum virðist nú sennilega ekki vera nægjanlegt til að fylla ganginn og rísa alla leið upp á yfirborð, heldur gutlar það þarna niðri á um eins kílómetra dýpi í ganginum,“ segir eldfjallafræðingurinn í svari til fréttastofunnar og bætir við: Haraldur við rætur Snæfellsjökuls árið 2014 við upptökur á þættinum Um land allt.Arnar Halldórsson „Sú vísa er víst aldrei of oft kveðin, að jarðskorpuhreyfingar enda ekki endilega með eldgosi. Við höfum fjöldamörg dæmi um það. Til dæmis umbrotin undir Upptyppingum árin 2007 og 2008, og svo má mörg dæmi nefna. Kvikugangurinn sem liggur undir Grindavíkursvæðinu virðist nú staðnaður. Ef hann rís ekki fljótlega eru miklar líkur á því að hann kólni og byrji að storkna. Ef svo fer, þá mun hann ekki ná yfirborði í þetta sinn. En við verðum að líta á atburði vikunnar sem aðeins byrjunina á endurvakningu jarðskorpuhreyfinga á Reykjanesi og því má búast við erfiðum tímum framundan í sambúð fólksins við miskunnarlaus umbrot jarðar,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Fjallað var um ævintýralegan lífsferil Haraldar í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2015, sem sjá má hér: Í seinni þættinum af tveimur fylgdi Haraldur áhorfendum um leyndardóma Snæfellsness: Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Vill færa Eldfjallasafnið úr Stykkishólmi á Reykjanes Eldgosið í Geldingadölum markar mikil tímamót í jarðsögunni þar sem vísindamenn fá í fyrsta skipti innsýn í möttulinn undir Íslandi. Þetta sagði Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, í Víglínunni í dag. 28. mars 2021 18:30 Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. 14. nóvember 2023 19:19 Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15 Spá Haraldar rættist um goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Hvaða kraftar eru í gangi undir Grindavík?“ spyr Haraldur í grein á bloggsíðu sinni með undirfyrirsögn: „Jörð skelfur en það kemur ekkert gos.“ „Á Íslandi höfum við fjölda dæma um mikil umbrot í jarðskorpunni, flekahreyfingar og jarðskjálfta, án þess að nokkuð gjósi á yfirborði,“ ritar Haraldur, sem á alþjóðavettvangi er einn þekktasti jarðvísindamaður Íslendinga. Haraldur rekur í grein sinni hálfrar aldar gamla vísindakenningu um flekatog. „Árið 1975 uppgötvuðu jarðeðlisfræðingarnir Donald Forsyth og Seiya Uyeda aflið eða kraftinn sem þeir nefndu slab pull, eða flekatog. Þessi uppgötvun er einn merkasti hornsteinn flekakenningarinnar og jarðvísindanna almennt.“ Flekatog sé mikilvægasti krafturinn í flekahreyfingum jarðar. „Þetta er að öllum líkindum krafturinn sem mjakar Norður-Ameríkuflekanum til vesturs, og veldur skorpuhreyfingunum á Reykjanesi,“ skrifar Haraldur og lýkur grein sinni á þessum niðurlagsorðum: „Ridge push eða hryggjarþrýstingur er krafturinn sem á sökina á öllum hamförunum á Reykjanesi í dag.“ Haraldur sýnir berggang við Stykkishólmshöfn en slík fyrirbæri myndast í kvikuinnskotum. Haraldur er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi.Mynd/Stöð 2. Fréttastofan spurði Harald í framhaldi af grein hans hvernig hann mæti líkur á eldgosi nálægt Grindavík eða á Sundhnúkasprungunni á næstu dögum eða vikum. Ennfremur hvort hann teldi líkur á því að eldgos geti fylgt þessum atburðum á öðru svæði á Reykjanesskaga eða Reykjaneshrygg. „Þetta er allt tekið fyrir í blogginu mínu. Eins og ég bendi á, þá er hér fyrst og fremst um flekahreyfingar að ræða,“ svarar Haraldur. „Ég lýsi í blogginu hvaða kraftar það eru, sem stýra þeim flekahreyfingum. Þetta eru miklar hreyfingar, sem hafa rifið og opnað íslensku skorpuna alveg niður í toppinn á möttlinum undir Reykjanesi. Efst í möttlinum undir Reykjanesi er alltaf einhver kvika fyrir hendi, en magnið af basalt kviku efst í möttlinum virðist nú sennilega ekki vera nægjanlegt til að fylla ganginn og rísa alla leið upp á yfirborð, heldur gutlar það þarna niðri á um eins kílómetra dýpi í ganginum,“ segir eldfjallafræðingurinn í svari til fréttastofunnar og bætir við: Haraldur við rætur Snæfellsjökuls árið 2014 við upptökur á þættinum Um land allt.Arnar Halldórsson „Sú vísa er víst aldrei of oft kveðin, að jarðskorpuhreyfingar enda ekki endilega með eldgosi. Við höfum fjöldamörg dæmi um það. Til dæmis umbrotin undir Upptyppingum árin 2007 og 2008, og svo má mörg dæmi nefna. Kvikugangurinn sem liggur undir Grindavíkursvæðinu virðist nú staðnaður. Ef hann rís ekki fljótlega eru miklar líkur á því að hann kólni og byrji að storkna. Ef svo fer, þá mun hann ekki ná yfirborði í þetta sinn. En við verðum að líta á atburði vikunnar sem aðeins byrjunina á endurvakningu jarðskorpuhreyfinga á Reykjanesi og því má búast við erfiðum tímum framundan í sambúð fólksins við miskunnarlaus umbrot jarðar,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Fjallað var um ævintýralegan lífsferil Haraldar í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2015, sem sjá má hér: Í seinni þættinum af tveimur fylgdi Haraldur áhorfendum um leyndardóma Snæfellsness:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Vill færa Eldfjallasafnið úr Stykkishólmi á Reykjanes Eldgosið í Geldingadölum markar mikil tímamót í jarðsögunni þar sem vísindamenn fá í fyrsta skipti innsýn í möttulinn undir Íslandi. Þetta sagði Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, í Víglínunni í dag. 28. mars 2021 18:30 Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. 14. nóvember 2023 19:19 Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15 Spá Haraldar rættist um goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Vill færa Eldfjallasafnið úr Stykkishólmi á Reykjanes Eldgosið í Geldingadölum markar mikil tímamót í jarðsögunni þar sem vísindamenn fá í fyrsta skipti innsýn í möttulinn undir Íslandi. Þetta sagði Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, í Víglínunni í dag. 28. mars 2021 18:30
Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. 14. nóvember 2023 19:19
Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15
Spá Haraldar rættist um goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32