The Times greinir frá en þar segir að Aramco, sem er eitt tekjuhæsta fyrirtæki í heimi, verði á næstu dögum tilkynnt sem einn af helstu styrktaraðilum FIFA. Talið er að samningur Aramco og FIFA nái til ársins 2034.
Sérfræðingar telja að samningur Aramco við FIFA gæti verið virði allt að 100 milljón Bandaríkjadala á ári. Það samsvarar rúmlega 14 milljörðum íslenskra króna á ári. Yrði Aramco þar með stærsti styrktaraðili FIFA.
Exclusive: Saudi oil giant Aramco set to become major Fifa sponsor.
— Martyn Ziegler (@martynziegler) November 16, 2023
Comes after Saudi Arabia confirmed as only bid for 2034 World Cup. https://t.co/w5Tazd1i2v
FIFA flýtti fyrir ferlinu er kom að tilboðum til að halda HM 2034. Þjóðir fengu aðeins um fjórar vikur til að ákveða sig og setja saman tilboð. Í frétt The Times kemur fram að þetta hafi verið gert til að gefa Sádi-Arabíu forskot.
Gazprom, rússneskt olíu, gas og bensín fyrirtæki, var helsti styrktaraðili FIFA í aðdraganda HM í Rússlandi 2018. Þá var Qatar Airlines helsti styrktaðilinn í aðdraganda HM í Katar sem fram fór undir lok síðasta árs.