Gagnrýni: Svo lengi sem við lifum Erna Mist skrifar 16. nóvember 2023 14:31 Íslendingar flytja til útlanda í þeim eina tilgangi að snúa aftur heim. Söguhetja þáttanna Svo lengi sem við lifum er þar engin undantekning, heldur dæmisaga þeirra sanninda: tónlistarkona sem ákveður að flytja heim eftir farsælan tónlistarferil með erlendan mann og barn í eftirdragi. Upphaflega er heimkoman eitt stórt spurningarmerki, en þegar útlit söguhetjunnar og viðhorft hennar gagnvart kynjaímyndum eru höfð til hliðsjónar koma ástæðurnar á færibandi: Bransinn var brenglaður, draumurinn dó um leið og hann var dreginn inn í veruleikann, og til að eiga möguleika á eðlilegu lífi var eina leiðin að elta upprunann og festa þar rætur. En spennufíknin slokknar ekki þó umhverfið hafi róast. Þó söguhetjan sé einfari að eðlisfari vakir innra með henni óseðjandi þrá eftir ofsablandinni nánd; fantasíum sem raungerast þegar ímyndunaraflinu tekst ekki að finna þeim farveg. Í stöðugum skilmingum við eigin langanir reynist listakonunni fjölskyldulífið ekki svo borðliggjandi, og þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að stíga inn í hlutverk barnapíu fer heimilislífið endanlega úr böndunum. Fortíðardraugar á borð við fyrrum elskhuga og ófullkomna foreldra brjóta upp á framvinduna, en í stað þess að nýta áföll og fortíðarbresti til að útskýra hegðun og hugsanavillur söguhetjunnar (eins og vinsælt þykir í samtímasagnagerð sem einkennist af geðrænni greiningaráráttu og gegndarlausu fórnarlambsblæti) draga aukapersónurnar fram óvæntar hliðar á söguhetjunni sem berst við að samræma þessar hliðar. Hið sígilda samspil valdaójafnvægis og forboðins aðdráttarafls tekur á sig ólíkar birtingarmyndir í kringumstæðum sem eru í senn framandi og kunnulegar; senum sem sýna mann sjálfan í skálduðum persónum. Svo lengi sem við lifum er fyrst og fremst óður til frelsisins, þeirrar sammannlegu sálarhvatar til að skera á bönd hinna stöðnuðu hversdagshátta og losna undan fjötrum samfélagsgerðar sem skyldar okkur til að velja eina útgáfu af sjálfum okkur og bæla hinar niður. Söguhetja þáttanna er kærkomin nýjung í persónugallerí íslenskrar sjónvarpsgerðar - kona sem kýs frelsið frelsisins vegna; óvissuna fram yfir klisjuna. Þættina skrifar Aníta Briem, Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Íslendingar flytja til útlanda í þeim eina tilgangi að snúa aftur heim. Söguhetja þáttanna Svo lengi sem við lifum er þar engin undantekning, heldur dæmisaga þeirra sanninda: tónlistarkona sem ákveður að flytja heim eftir farsælan tónlistarferil með erlendan mann og barn í eftirdragi. Upphaflega er heimkoman eitt stórt spurningarmerki, en þegar útlit söguhetjunnar og viðhorft hennar gagnvart kynjaímyndum eru höfð til hliðsjónar koma ástæðurnar á færibandi: Bransinn var brenglaður, draumurinn dó um leið og hann var dreginn inn í veruleikann, og til að eiga möguleika á eðlilegu lífi var eina leiðin að elta upprunann og festa þar rætur. En spennufíknin slokknar ekki þó umhverfið hafi róast. Þó söguhetjan sé einfari að eðlisfari vakir innra með henni óseðjandi þrá eftir ofsablandinni nánd; fantasíum sem raungerast þegar ímyndunaraflinu tekst ekki að finna þeim farveg. Í stöðugum skilmingum við eigin langanir reynist listakonunni fjölskyldulífið ekki svo borðliggjandi, og þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að stíga inn í hlutverk barnapíu fer heimilislífið endanlega úr böndunum. Fortíðardraugar á borð við fyrrum elskhuga og ófullkomna foreldra brjóta upp á framvinduna, en í stað þess að nýta áföll og fortíðarbresti til að útskýra hegðun og hugsanavillur söguhetjunnar (eins og vinsælt þykir í samtímasagnagerð sem einkennist af geðrænni greiningaráráttu og gegndarlausu fórnarlambsblæti) draga aukapersónurnar fram óvæntar hliðar á söguhetjunni sem berst við að samræma þessar hliðar. Hið sígilda samspil valdaójafnvægis og forboðins aðdráttarafls tekur á sig ólíkar birtingarmyndir í kringumstæðum sem eru í senn framandi og kunnulegar; senum sem sýna mann sjálfan í skálduðum persónum. Svo lengi sem við lifum er fyrst og fremst óður til frelsisins, þeirrar sammannlegu sálarhvatar til að skera á bönd hinna stöðnuðu hversdagshátta og losna undan fjötrum samfélagsgerðar sem skyldar okkur til að velja eina útgáfu af sjálfum okkur og bæla hinar niður. Söguhetja þáttanna er kærkomin nýjung í persónugallerí íslenskrar sjónvarpsgerðar - kona sem kýs frelsið frelsisins vegna; óvissuna fram yfir klisjuna. Þættina skrifar Aníta Briem, Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir. Höfundur er listmálari.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun