Þórdís Elva út í atvinnumennsku: „Hún er mjög klár leikmaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 11:00 Þórdís Elva Ágústsdóttir í leik með Val á móti Breiðabliki Vísir/Vilhelm Þórdís Elva Ágústsdóttir er nýjasti atvinnufótboltamaður okkar Íslendinga en hún er á leiðinni til sænska úrvalsdeildarfélagsins Växjö DFF. Växjö sagði frá því á miðlum sínum að félagið hafi gert tveggja ára samning við uppöldu Haukakonuna. Þórdís Elva spilaði vel með Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í sumar en þessi 23 ára miðjumaður var þá með sex mörk og tvær stoðsendingar í 23 leikjum. Hún kom til Vals fyrir 2022 tímabilið og vann þrjá titla á tveimur árum sínum á Hlíðarenda því Valur varð Íslands- og bikarmeistari sumarið 2022. Växjö endaði í áttuna sæti af fjórtán liðum í sænsku deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa verið nýliði í deildinni. Þórdís Elva er alin upp í Haukum en spilaði með Fylki í þrjú tímabil áður en hún færði sig yfir í Val. Dennis Popperyd, íþróttastjórinn hjá Växjö, er ánægður með komu Þórdísar en hún er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til félagsins fyrir næsta tímabil. „Við byrjum strax að styrkja liðið sem mun hjálpa við uppbyggingu liðsins. Þórdís er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni en einnig á vængnum. Hún er mjög klár leikmaður sem er með góðan vinstri fót,“ sagði Popperyd. „Þórdís hefur sýnt það að hún getur bæði skorað með þrumuskoti af löngu færi en hún er líka góður sendingamaður. Hún mun koma með svolítið sem við höfum ekki í liðnu okkar í dag og mun styrkja okkur fyrir næsta tímabil,“ sagði Popperyd. „Mér líður mjög vel með þetta og ég er rosalega spennt fyrir næstu tveimur árum með Växjö DFF,“ sagði Þórdís Elva í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég fékk strax góða tilfinningu eftir fyrstu samtölin við Olof og Dennis. Ég er hrifinn af metnaði og markmiði félagsins á næstu árum,“ sagði Þórdís. View this post on Instagram A post shared by Va xjo DFF (@vaxjo_dff) Sænski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira
Växjö sagði frá því á miðlum sínum að félagið hafi gert tveggja ára samning við uppöldu Haukakonuna. Þórdís Elva spilaði vel með Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í sumar en þessi 23 ára miðjumaður var þá með sex mörk og tvær stoðsendingar í 23 leikjum. Hún kom til Vals fyrir 2022 tímabilið og vann þrjá titla á tveimur árum sínum á Hlíðarenda því Valur varð Íslands- og bikarmeistari sumarið 2022. Växjö endaði í áttuna sæti af fjórtán liðum í sænsku deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa verið nýliði í deildinni. Þórdís Elva er alin upp í Haukum en spilaði með Fylki í þrjú tímabil áður en hún færði sig yfir í Val. Dennis Popperyd, íþróttastjórinn hjá Växjö, er ánægður með komu Þórdísar en hún er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til félagsins fyrir næsta tímabil. „Við byrjum strax að styrkja liðið sem mun hjálpa við uppbyggingu liðsins. Þórdís er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni en einnig á vængnum. Hún er mjög klár leikmaður sem er með góðan vinstri fót,“ sagði Popperyd. „Þórdís hefur sýnt það að hún getur bæði skorað með þrumuskoti af löngu færi en hún er líka góður sendingamaður. Hún mun koma með svolítið sem við höfum ekki í liðnu okkar í dag og mun styrkja okkur fyrir næsta tímabil,“ sagði Popperyd. „Mér líður mjög vel með þetta og ég er rosalega spennt fyrir næstu tveimur árum með Växjö DFF,“ sagði Þórdís Elva í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég fékk strax góða tilfinningu eftir fyrstu samtölin við Olof og Dennis. Ég er hrifinn af metnaði og markmiði félagsins á næstu árum,“ sagði Þórdís. View this post on Instagram A post shared by Va xjo DFF (@vaxjo_dff)
Sænski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira