Segja TEAM-Iceland vinnuheiti: Líti út eins og dæmigerð eftiráskýring Árni Sæberg skrifar 16. nóvember 2023 10:34 Eiríkur gefur lítið fyrir skýringar ráðuneytis Ásmundar Einars. Vísir Mennta- og barnamálaráðuneytið segir hið umdeilda heiti TEAM-Iceland fyrst og fremst vera vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum, í tengslum við ráðstefnuna Vinnum gullið, og ekki hafi verið fastsett viðeigandi nafn á íslensku á væntanlega afreksmiðstöð. Þetta segir í svari ráðuneytisins við erindi Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann sendi tvívegis en var ekki svarað fyrr en hann vakti athygli á málinu hér á Vísi í gær. Í svarinu segir einnig að ráðuneytið muni velja íslenskt vinnuheiti til notkunar á ráðstefnunni og til framtíðar og að gott væri að geta leitað til Eiríks í því sambandi. Heitið virðist komið til að vera Eiríkur vakti athygli á svarinu á Facebook og lét eigið svar fylgja með. Í svari sínu sagði hann það gott að til standi að finna íslenskt heiti á verkefnið. „En skýringin „TEAM-Iceland er fyrst og fremst vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum“ lítur satt að segja út eins og dæmigerð eftiráskýring.“ Tilkynning um verkefnið hangi enn uppi á vef Stjórnarráðsins og í henni segi meðal annars: TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð. Lagt er upp með að innan TEAM-Iceland verði fremstu sérfræðingar á sviði íþrótta sem vinni saman að því markmiði að hámarka árangur íslensks íþróttafólks. TEAM-Iceland verkefnið verður til umfjöllunar á ráðstefnunni Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi […]. Með verkefninu TEAM-Iceland er stefnt að því að bæta umhverfi afreksíþróttafólks, s.s. líkamlega þjálfun þeirra og heilsu, efla þátt mælinga og stöðumata, og efla jafnframt þjónustu næringarfræðinga. […] markmið TEAM-Iceland væri jafnframt að styðja við framgang og faglega umgjörð Afrekssviða og -brauta í framhaldsskólum landsins. Erlend samskipti komi málinu ekkert við Eiríkur segir að í tilkynningunni sé aðeins talað um framkvæmd verkefnisins innanlands. „Erlend samskipti koma þessu máli ekki við – og jafnvel þótt ætlunin væri að nota þetta heiti einkum í erlendum samskiptum á það vitanlega ekki við á þessari ráðstefnu sem væntanlega fer að miklu leyti fram á íslensku.“ Þá sé athyglisvert að í titlum erinda sem fjalla um hliðstæður í öðrum löndum séu heiti þeirra íslenskuð – „Afreksíþróttamiðstöð Lúxemborgar“ og „Afreksíþróttamiðstöð Noregs“. Hreinlegra að ráðuneytið viðurkenni mistök Eiríkur segir að ekkert annað sé að sjá en að „TEAM-Iceland“ sé opinbert heiti verkefnisins og hvergi komi fram að um vinnuheit sé að ræða. „Mér fyndist hreinlegra að það væri bara viðurkennt að þarna varð ráðuneytinu á í messunni.“ Því megi svo bæta við að hann hafi skrifað ráðuneytinu fyrst um málið á fimmtudaginn var, og ítrekað erindið svo á mánudagsmorgun. „Það komu hins vegar engin viðbrögð frá ráðuneytinu fyrr en ég skrifaði grein á Vísi sem síðan var gerð að frétt. Þetta sýnir að það skiptir máli að vekja opinberlega athygli á því þegar stjórnvöld nota ensku að ástæðulausu.“ Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Þetta segir í svari ráðuneytisins við erindi Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann sendi tvívegis en var ekki svarað fyrr en hann vakti athygli á málinu hér á Vísi í gær. Í svarinu segir einnig að ráðuneytið muni velja íslenskt vinnuheiti til notkunar á ráðstefnunni og til framtíðar og að gott væri að geta leitað til Eiríks í því sambandi. Heitið virðist komið til að vera Eiríkur vakti athygli á svarinu á Facebook og lét eigið svar fylgja með. Í svari sínu sagði hann það gott að til standi að finna íslenskt heiti á verkefnið. „En skýringin „TEAM-Iceland er fyrst og fremst vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum“ lítur satt að segja út eins og dæmigerð eftiráskýring.“ Tilkynning um verkefnið hangi enn uppi á vef Stjórnarráðsins og í henni segi meðal annars: TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð. Lagt er upp með að innan TEAM-Iceland verði fremstu sérfræðingar á sviði íþrótta sem vinni saman að því markmiði að hámarka árangur íslensks íþróttafólks. TEAM-Iceland verkefnið verður til umfjöllunar á ráðstefnunni Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi […]. Með verkefninu TEAM-Iceland er stefnt að því að bæta umhverfi afreksíþróttafólks, s.s. líkamlega þjálfun þeirra og heilsu, efla þátt mælinga og stöðumata, og efla jafnframt þjónustu næringarfræðinga. […] markmið TEAM-Iceland væri jafnframt að styðja við framgang og faglega umgjörð Afrekssviða og -brauta í framhaldsskólum landsins. Erlend samskipti komi málinu ekkert við Eiríkur segir að í tilkynningunni sé aðeins talað um framkvæmd verkefnisins innanlands. „Erlend samskipti koma þessu máli ekki við – og jafnvel þótt ætlunin væri að nota þetta heiti einkum í erlendum samskiptum á það vitanlega ekki við á þessari ráðstefnu sem væntanlega fer að miklu leyti fram á íslensku.“ Þá sé athyglisvert að í titlum erinda sem fjalla um hliðstæður í öðrum löndum séu heiti þeirra íslenskuð – „Afreksíþróttamiðstöð Lúxemborgar“ og „Afreksíþróttamiðstöð Noregs“. Hreinlegra að ráðuneytið viðurkenni mistök Eiríkur segir að ekkert annað sé að sjá en að „TEAM-Iceland“ sé opinbert heiti verkefnisins og hvergi komi fram að um vinnuheit sé að ræða. „Mér fyndist hreinlegra að það væri bara viðurkennt að þarna varð ráðuneytinu á í messunni.“ Því megi svo bæta við að hann hafi skrifað ráðuneytinu fyrst um málið á fimmtudaginn var, og ítrekað erindið svo á mánudagsmorgun. „Það komu hins vegar engin viðbrögð frá ráðuneytinu fyrr en ég skrifaði grein á Vísi sem síðan var gerð að frétt. Þetta sýnir að það skiptir máli að vekja opinberlega athygli á því þegar stjórnvöld nota ensku að ástæðulausu.“
Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira