Segja TEAM-Iceland vinnuheiti: Líti út eins og dæmigerð eftiráskýring Árni Sæberg skrifar 16. nóvember 2023 10:34 Eiríkur gefur lítið fyrir skýringar ráðuneytis Ásmundar Einars. Vísir Mennta- og barnamálaráðuneytið segir hið umdeilda heiti TEAM-Iceland fyrst og fremst vera vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum, í tengslum við ráðstefnuna Vinnum gullið, og ekki hafi verið fastsett viðeigandi nafn á íslensku á væntanlega afreksmiðstöð. Þetta segir í svari ráðuneytisins við erindi Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann sendi tvívegis en var ekki svarað fyrr en hann vakti athygli á málinu hér á Vísi í gær. Í svarinu segir einnig að ráðuneytið muni velja íslenskt vinnuheiti til notkunar á ráðstefnunni og til framtíðar og að gott væri að geta leitað til Eiríks í því sambandi. Heitið virðist komið til að vera Eiríkur vakti athygli á svarinu á Facebook og lét eigið svar fylgja með. Í svari sínu sagði hann það gott að til standi að finna íslenskt heiti á verkefnið. „En skýringin „TEAM-Iceland er fyrst og fremst vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum“ lítur satt að segja út eins og dæmigerð eftiráskýring.“ Tilkynning um verkefnið hangi enn uppi á vef Stjórnarráðsins og í henni segi meðal annars: TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð. Lagt er upp með að innan TEAM-Iceland verði fremstu sérfræðingar á sviði íþrótta sem vinni saman að því markmiði að hámarka árangur íslensks íþróttafólks. TEAM-Iceland verkefnið verður til umfjöllunar á ráðstefnunni Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi […]. Með verkefninu TEAM-Iceland er stefnt að því að bæta umhverfi afreksíþróttafólks, s.s. líkamlega þjálfun þeirra og heilsu, efla þátt mælinga og stöðumata, og efla jafnframt þjónustu næringarfræðinga. […] markmið TEAM-Iceland væri jafnframt að styðja við framgang og faglega umgjörð Afrekssviða og -brauta í framhaldsskólum landsins. Erlend samskipti komi málinu ekkert við Eiríkur segir að í tilkynningunni sé aðeins talað um framkvæmd verkefnisins innanlands. „Erlend samskipti koma þessu máli ekki við – og jafnvel þótt ætlunin væri að nota þetta heiti einkum í erlendum samskiptum á það vitanlega ekki við á þessari ráðstefnu sem væntanlega fer að miklu leyti fram á íslensku.“ Þá sé athyglisvert að í titlum erinda sem fjalla um hliðstæður í öðrum löndum séu heiti þeirra íslenskuð – „Afreksíþróttamiðstöð Lúxemborgar“ og „Afreksíþróttamiðstöð Noregs“. Hreinlegra að ráðuneytið viðurkenni mistök Eiríkur segir að ekkert annað sé að sjá en að „TEAM-Iceland“ sé opinbert heiti verkefnisins og hvergi komi fram að um vinnuheit sé að ræða. „Mér fyndist hreinlegra að það væri bara viðurkennt að þarna varð ráðuneytinu á í messunni.“ Því megi svo bæta við að hann hafi skrifað ráðuneytinu fyrst um málið á fimmtudaginn var, og ítrekað erindið svo á mánudagsmorgun. „Það komu hins vegar engin viðbrögð frá ráðuneytinu fyrr en ég skrifaði grein á Vísi sem síðan var gerð að frétt. Þetta sýnir að það skiptir máli að vekja opinberlega athygli á því þegar stjórnvöld nota ensku að ástæðulausu.“ Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þetta segir í svari ráðuneytisins við erindi Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann sendi tvívegis en var ekki svarað fyrr en hann vakti athygli á málinu hér á Vísi í gær. Í svarinu segir einnig að ráðuneytið muni velja íslenskt vinnuheiti til notkunar á ráðstefnunni og til framtíðar og að gott væri að geta leitað til Eiríks í því sambandi. Heitið virðist komið til að vera Eiríkur vakti athygli á svarinu á Facebook og lét eigið svar fylgja með. Í svari sínu sagði hann það gott að til standi að finna íslenskt heiti á verkefnið. „En skýringin „TEAM-Iceland er fyrst og fremst vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum“ lítur satt að segja út eins og dæmigerð eftiráskýring.“ Tilkynning um verkefnið hangi enn uppi á vef Stjórnarráðsins og í henni segi meðal annars: TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð. Lagt er upp með að innan TEAM-Iceland verði fremstu sérfræðingar á sviði íþrótta sem vinni saman að því markmiði að hámarka árangur íslensks íþróttafólks. TEAM-Iceland verkefnið verður til umfjöllunar á ráðstefnunni Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi […]. Með verkefninu TEAM-Iceland er stefnt að því að bæta umhverfi afreksíþróttafólks, s.s. líkamlega þjálfun þeirra og heilsu, efla þátt mælinga og stöðumata, og efla jafnframt þjónustu næringarfræðinga. […] markmið TEAM-Iceland væri jafnframt að styðja við framgang og faglega umgjörð Afrekssviða og -brauta í framhaldsskólum landsins. Erlend samskipti komi málinu ekkert við Eiríkur segir að í tilkynningunni sé aðeins talað um framkvæmd verkefnisins innanlands. „Erlend samskipti koma þessu máli ekki við – og jafnvel þótt ætlunin væri að nota þetta heiti einkum í erlendum samskiptum á það vitanlega ekki við á þessari ráðstefnu sem væntanlega fer að miklu leyti fram á íslensku.“ Þá sé athyglisvert að í titlum erinda sem fjalla um hliðstæður í öðrum löndum séu heiti þeirra íslenskuð – „Afreksíþróttamiðstöð Lúxemborgar“ og „Afreksíþróttamiðstöð Noregs“. Hreinlegra að ráðuneytið viðurkenni mistök Eiríkur segir að ekkert annað sé að sjá en að „TEAM-Iceland“ sé opinbert heiti verkefnisins og hvergi komi fram að um vinnuheit sé að ræða. „Mér fyndist hreinlegra að það væri bara viðurkennt að þarna varð ráðuneytinu á í messunni.“ Því megi svo bæta við að hann hafi skrifað ráðuneytinu fyrst um málið á fimmtudaginn var, og ítrekað erindið svo á mánudagsmorgun. „Það komu hins vegar engin viðbrögð frá ráðuneytinu fyrr en ég skrifaði grein á Vísi sem síðan var gerð að frétt. Þetta sýnir að það skiptir máli að vekja opinberlega athygli á því þegar stjórnvöld nota ensku að ástæðulausu.“
Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira