Stundum þarf einfaldlega að fá lánaðan haus – Katrín, við þurfum að ræða um hann Bjarna! Kolbrá Höskuldsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 13:01 Það gerist sennilega hjá flestum á lífsleiðinni, í gegnum þann ólgusjó sem lífið er, með öllum sínum hæðum og lægðum, að dómgreind okkar fer á skjön. Að þar sem við erum stödd á ákveðnum tímapunkti, sjáum við ekki nægilega vel frá okkur, sjáum ekki yfir næstu hæð þar sem við erum stödd neðst á lægðinni. Að hlutir, stefna eða lífsgildi sem við sáum eitt sinn skýrt, börðumst jafnvel fyrir eða trúðum á, hafa skekkst, orðin hjúpuð mistri eða þoku. Leiðin sem við ætluðum ákveðið, hverfur inn í þokuna. Á því geta legið margar mismunandi ástæður. Álag af einhvers konar tagi, samskipti við fólk, sambönd okkar við fólk eða ýmislegt annað sem lífið færir okkur í fangið. Sjálf hef ég lent í slíkum aðstæðum á lífsleiðinni, en mér til happs var mér bent á: „Nú þarft þú að fá lánaðan haus!“ Dómgreind einhvers annars. Ekki þann sem samsinnir öllu því sem þú segir, þ.e. réttlætir áfram göngu þína í mistrinu, heldur frekar leiðir þig út úr þokunni. Segir þér blákaldar staðreyndir, jafnvel þó óþægilegar séu. Komum að því síðar. Viðbrögð ykkar íslenskra stjórnvalda undanfarnar vikur Katrín, hafa þér að segja skilið mig algerlega gapandi. Þannig að ég á hreinlega erfitt með að trúa mínum eigin skynfærum, en fyrst, fremst og allra síðast á ég erfitt með að átta mig á framgöngu þinni og VG liða. Ég skal útskýra mál mitt betur. Í fyrsta lagi ætla ég að fá að undrast verulega ráðningu þína á Bjarna Benediktssyni sem utanríkisráðherra og ég ætlaði hreint út sagt, ekki að trúa að svona út í hött leikhús væri til. Hann sem vanhæfur fjármálaráðherra og það skuldlaust, var vart búinn að tilkynna afsögn sína, þegar þú er búinn að tilkynna hann í sjálft utanríkisráðuneytið! Og þá langar mig að spyrja, er þetta ráðslag hjá ykkur ráðamönnum sem koma skal og ætlar þú að gefa fordæmi fyrir slíku? Og hefði þér þá fundist eðlilegt á sínum tíma að umbuna Sigmundi Davíð á svipaðan hátt þegar hann hrökklaðist frá sem forsætisráðherra, tja eða Sigríði Andersen, Hönnu Birnu eða Björgvini G.? Jaaa, ég segi nú bara líkt og ágæt útvarpskona spyr viðmælendur sína, en „Seg þú mér?“ Og líkt og vanhæfni hans speglaðist svo ágætlega í fjármálaráðuneytinu og það staðfest af Ríkisendurskoðanda, er það síðan hans fyrsta embættisverk fyrir hönd þinnar ríkisstjórnar að við „sætum hjá“ yfir tafarlausu vopnahléi á Gaza. Á Gaza þar sem nú er verið að útrýma innilokaðri þjóð. Þjóð sem kemst ekkert til þess að flýja, öll landarmæri lokuð og þar sem börn deyja á 10 mínútna fresti. Þ.á.m. fyrirburar í súrefniskassa. Þetta gerði þinn yfirlýstur „uppáhaldssamstarfssmaður“ og það án þess að ráðfæra sig við þig, sjálfan forsætisráðherrann. Þig, sem varst nýbúin að umbuna honum svona ríkulega fyrir axasköftin í fjármálaráðuneytinu og færðir hann yfir í töluvert nýtt og miklu betra starf. Enda verður jú svo sem að segja og viðurkennast, en fjármálin hér á landi eru hvorki neitt skemmtiefni né mjög áhugaverð þessi dægrin og skiljanlegt að hann hafi tekið þessu kostaboði. En það er reyndar eitt stórt EN þarna. Því spurningin er hvort við eigum að trúa þeim spuna sem settur var fram í fjölmiðlum, með öllum sínum tímasetningum, tölvupóstum og loðnum svörum, sem fylgdu í kjölfarið. Kallaðu mig bitra efasemdarmanneskju en það er máske reynsla mín af íslenskum stjórnmálum sem veldur, en það eitthvað sem segir mér, að þarna sé atburðarrásin, eins og hún var kynnt landsmönnum, ekki alveg upp á punkt og prik. En sé það reyndin (og ég skal leyfa þér að njóta vafans) hefðu flestir yfirmenn og það ef ekki allir, heldur betur sett ofan í við sinn undirmann, lýst yfir vanþóknun á vinnubrögðunum, að jafn stór ákvörðun líkt og þessi væri hreinlega ekki hans einkamál, heldur ætti að vera sameiginleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar, enda þó það nú væri! Málefni Palestínu og palestínsku þjóðarinnar hafa frá upphafi verið mikið hjartansmál Vinstri – Grænna og þar gekkst þú eitt sinn fram af hugsjón og svo djörf varstu að þú varpaðir fram þeirri réttmætu spurningu hvort íhuga ætti stjórnarslit við Ísræla. Eitthvað hefur sú sýn skolast til, því ekki ber á neinum álíka umræðum í dag. Samþykktuð vissuleg þingsályktun sem var lögð fram um vopnahlé strax sem er vel, en sú ályktun var ekki lögð fram af ykkar frumkvæði, en þið teikuðu með, enda kannski er ekki þægilegt að finna fyrir bálreiðri þjóð, hvorki fyrir utan ráðherrabústaðinn né fá tölvupósta, sem ég efast ekki um að þið hafið fengið í tugatali. Það sem þið tönnluðust hinsvegar á var „mannúðarhlé“, sem þýðir í allra mesta lagi að einhverjum nauðþurftum er komið inn á svæðið og kannski örbrot af slösuðum er hleypt yfir til Egyptalands, en þegar því lýkur, hvað þá? Jú, Ísrælar munu halda sínu striki, halda áfram tortímingu sinni við að þurrka út þjóð. Halda áfram að drepa börn. Eigna sér landið. Óþverraverk og ótukt Hamasliða er óumdeild og hefur réttlega verið fordæmd um allan heim, en líkt og ég og líkt og þú og þeir sem nennt hafa að kynna sér málin og jafnvel farið á staðinn og upplifað, séð gegndarlausa kúgunina, hefði hún ekki átt að koma neinum á óvart. Svona gerist ekki í neinu tómarúmi og það er staðreyndin, hvort sem menn vilja horfast í augu við slíkt eður ei. Atburðir dagsins í dag, hófust heldur ekki þann 7. okt. s.l. líkt og ráðherrann þinn Guðlaugur Þór, lét í veðri vaka, þegar talað var við hann á tröppum ráðherrabústaðarins, 7. nóv. s.l., sem verður að segjast er stórundarleg fáfræði, því maðurinn var jú utanríkisráðherra fyrir ekki svo löngu. Sé reyndin hinsvegar sú, að samstarfsfólk þitt trúi slíku, væri kannski ráð að jafn fróð manneskja og þú um málefnið, frestaðir ögn fyrirlestraröð þinni um gervigreind og mannréttindi, já og rándýru ráðstefnunum með fína fólkinu og héldir frekar góðan og upplýstan fyrirlestur um sögu svæðisins yfir mannskapnum. Um þau grimmdarlegu mannréttindarbrot sem þar hafa verið framinn í gegnum áratugina, óréttlætinu og mjög svo skýrri nýlendustefnu Ísræla, sem þetta snýst náttúrlega allt um. Ástand sem m.a. skóp í sinni fullri mynd: Hamassamtökin. En aftur að honum Bjarna. Þetta með þegar árás er ekki árás, þrátt fyrir að sjálfur árásaraðilinn viðurkenndi hana fúslega sjálfur. Nýskipaður, sýndi hann erlendum blaðamönnum sitt rétta andlit. Hrokann í bland við yfirstétta vandlætið þegar ekki allir samsinna honum, eitthvað sem íslenskir fjölmiðlar hafa leyft honum að komast alltof oft upp með og lyppast niður, spyrja ekki alvöru spurninga, meðan að þar gerði hann sig hinsvegar að athlægi. Það er nefnilega hvorki einkamál Bjarna Benediktssonar að hann í okkar nafni greiði atkvæði með að sitja hjá, né kalla árásir ekki sínum réttu nöfnum og reyna á einhvern hátt að réttlæta slíkt og röfla um samhengi hlutanna, þegar heil palestínsk þjóð er undir. Slíkt er ekki aðeins skammarlegt, heldur klár svívirða og viðurkennist að hann minnir orðið óþægilega á forvera sinn úr sama flokki, sem þá studdi stríð í nafni þjóðar sinnar, með skelfilegu afleiðingum fyrir þá þjóð sem þar var undir og svæðið í kring, eins við vitum fullvel í dag. Eftir 6 ár í ykkar valdatíð saman hefur bæði fylgi Vinstri Grænna sem og þitt persónlega fylgi hrunið og gegnheilir vinstrimenn, sem áður fylktu sér á bak við þig, látið sig hverfa. Hopað furðulostnir og skilja ekki í hvaða átt þú ert að stefna, í faðmlagi með „uppáhalds samstarfsfélaganum“. Eins og meðvirki ástmey, umberð þú alla hans skandala og réttlætir á óskiljanlegan hátt, en á meðan ertu að svíkja þitt eigið fólk, þinn flokk, þína fyrrum stefnu. Einhvern tíman hefði VG t.d. ekki tekið í mál né afhent Déinu umhverfisráðuneytið jafn fúslega og reyndin varð, hefði ekki horft á flóttafólk (jafnvel fötluðu) vísað jafn kuldalega á bug og gert hefur verið, látið það óátalið að ráðherra selji ástkærum föður sínum hlut í banka og svo framvegis. Og nú er jafnvel umhverfissinninn þú, orðinn fyrst upp í flugvél ásamt aðstoðarfólki og virðist ekki hugleiða kolefnisspor né að hluti af öllu þessu fína fundarstandi sé hægt að halda í gegnum tölvu. Stendur meira að segja fyrir rándýrum ráðstefnum með ægilega merkilegu fólki, sem engin skilur enn í dag, hvað skildi eftir. Þá langar mig að endurtaka orð ágætu útvarpskonunnar, en „Seg þú mér“ Katrín, en svona áður en allt þitt persónlega fylgi tætist af þér og flokknum, hefur aldrei komið til greina að slíta þessu stjórnmálasambandi? Segja Bjarna Benediktssynir hreinlega upp? Og þá komum við að hugleiðingu minn hér í byrjun, þetta með að fá lánaðan haus, dómgreind annarra. Ekki þá frá hjörðinni í kring sem samsinnir meðvirk öllu, heldur þeim sem líklegast segja þér blákaldar staðreyndirnar. Sumar kannski óþægilegar. Þeirra sem stóðu hvað þéttast við bakið á þér á sínum tíma og þú treystir. Félögum og vinum sem hafa hopað gáttaðir og skilja ekki hvert flokkurinn og formaður þess stefnir, líkt og æðandi beint inn í svartaþokuna, hönd í hönd með ástinni sinni, sínum uppáhalds samstarfsmanni. Þá gætir þú jafnvel spurt viðkomandi í leiðinni, afhverju þeir ákváðu að fara, hvað var það og er sem þeim misbýður og hlustað á rök þeirra. Og þá Katrín, eigandi þetta samtal við gamla félaga, þá gæti jafnvel rifjast upp kjarkurinn og þú séð í gegnum mistrið, að auðvitað er það skandall og þvælan ein að utanríkisráðherra Íslands vogi sér að segja fyrir hönd þjóðar sinnar að árás sé ekki árás og að við sitjum ALDREI HJÁ þegar mannúð og mennska á í hlut. Og að auðvitað fordæmum við staðfastlega grimmilegar þjóðernishreinsanir á palestínsku þjóðinni og slítum stjórnmálasambandi við Ísræl. Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Það gerist sennilega hjá flestum á lífsleiðinni, í gegnum þann ólgusjó sem lífið er, með öllum sínum hæðum og lægðum, að dómgreind okkar fer á skjön. Að þar sem við erum stödd á ákveðnum tímapunkti, sjáum við ekki nægilega vel frá okkur, sjáum ekki yfir næstu hæð þar sem við erum stödd neðst á lægðinni. Að hlutir, stefna eða lífsgildi sem við sáum eitt sinn skýrt, börðumst jafnvel fyrir eða trúðum á, hafa skekkst, orðin hjúpuð mistri eða þoku. Leiðin sem við ætluðum ákveðið, hverfur inn í þokuna. Á því geta legið margar mismunandi ástæður. Álag af einhvers konar tagi, samskipti við fólk, sambönd okkar við fólk eða ýmislegt annað sem lífið færir okkur í fangið. Sjálf hef ég lent í slíkum aðstæðum á lífsleiðinni, en mér til happs var mér bent á: „Nú þarft þú að fá lánaðan haus!“ Dómgreind einhvers annars. Ekki þann sem samsinnir öllu því sem þú segir, þ.e. réttlætir áfram göngu þína í mistrinu, heldur frekar leiðir þig út úr þokunni. Segir þér blákaldar staðreyndir, jafnvel þó óþægilegar séu. Komum að því síðar. Viðbrögð ykkar íslenskra stjórnvalda undanfarnar vikur Katrín, hafa þér að segja skilið mig algerlega gapandi. Þannig að ég á hreinlega erfitt með að trúa mínum eigin skynfærum, en fyrst, fremst og allra síðast á ég erfitt með að átta mig á framgöngu þinni og VG liða. Ég skal útskýra mál mitt betur. Í fyrsta lagi ætla ég að fá að undrast verulega ráðningu þína á Bjarna Benediktssyni sem utanríkisráðherra og ég ætlaði hreint út sagt, ekki að trúa að svona út í hött leikhús væri til. Hann sem vanhæfur fjármálaráðherra og það skuldlaust, var vart búinn að tilkynna afsögn sína, þegar þú er búinn að tilkynna hann í sjálft utanríkisráðuneytið! Og þá langar mig að spyrja, er þetta ráðslag hjá ykkur ráðamönnum sem koma skal og ætlar þú að gefa fordæmi fyrir slíku? Og hefði þér þá fundist eðlilegt á sínum tíma að umbuna Sigmundi Davíð á svipaðan hátt þegar hann hrökklaðist frá sem forsætisráðherra, tja eða Sigríði Andersen, Hönnu Birnu eða Björgvini G.? Jaaa, ég segi nú bara líkt og ágæt útvarpskona spyr viðmælendur sína, en „Seg þú mér?“ Og líkt og vanhæfni hans speglaðist svo ágætlega í fjármálaráðuneytinu og það staðfest af Ríkisendurskoðanda, er það síðan hans fyrsta embættisverk fyrir hönd þinnar ríkisstjórnar að við „sætum hjá“ yfir tafarlausu vopnahléi á Gaza. Á Gaza þar sem nú er verið að útrýma innilokaðri þjóð. Þjóð sem kemst ekkert til þess að flýja, öll landarmæri lokuð og þar sem börn deyja á 10 mínútna fresti. Þ.á.m. fyrirburar í súrefniskassa. Þetta gerði þinn yfirlýstur „uppáhaldssamstarfssmaður“ og það án þess að ráðfæra sig við þig, sjálfan forsætisráðherrann. Þig, sem varst nýbúin að umbuna honum svona ríkulega fyrir axasköftin í fjármálaráðuneytinu og færðir hann yfir í töluvert nýtt og miklu betra starf. Enda verður jú svo sem að segja og viðurkennast, en fjármálin hér á landi eru hvorki neitt skemmtiefni né mjög áhugaverð þessi dægrin og skiljanlegt að hann hafi tekið þessu kostaboði. En það er reyndar eitt stórt EN þarna. Því spurningin er hvort við eigum að trúa þeim spuna sem settur var fram í fjölmiðlum, með öllum sínum tímasetningum, tölvupóstum og loðnum svörum, sem fylgdu í kjölfarið. Kallaðu mig bitra efasemdarmanneskju en það er máske reynsla mín af íslenskum stjórnmálum sem veldur, en það eitthvað sem segir mér, að þarna sé atburðarrásin, eins og hún var kynnt landsmönnum, ekki alveg upp á punkt og prik. En sé það reyndin (og ég skal leyfa þér að njóta vafans) hefðu flestir yfirmenn og það ef ekki allir, heldur betur sett ofan í við sinn undirmann, lýst yfir vanþóknun á vinnubrögðunum, að jafn stór ákvörðun líkt og þessi væri hreinlega ekki hans einkamál, heldur ætti að vera sameiginleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar, enda þó það nú væri! Málefni Palestínu og palestínsku þjóðarinnar hafa frá upphafi verið mikið hjartansmál Vinstri – Grænna og þar gekkst þú eitt sinn fram af hugsjón og svo djörf varstu að þú varpaðir fram þeirri réttmætu spurningu hvort íhuga ætti stjórnarslit við Ísræla. Eitthvað hefur sú sýn skolast til, því ekki ber á neinum álíka umræðum í dag. Samþykktuð vissuleg þingsályktun sem var lögð fram um vopnahlé strax sem er vel, en sú ályktun var ekki lögð fram af ykkar frumkvæði, en þið teikuðu með, enda kannski er ekki þægilegt að finna fyrir bálreiðri þjóð, hvorki fyrir utan ráðherrabústaðinn né fá tölvupósta, sem ég efast ekki um að þið hafið fengið í tugatali. Það sem þið tönnluðust hinsvegar á var „mannúðarhlé“, sem þýðir í allra mesta lagi að einhverjum nauðþurftum er komið inn á svæðið og kannski örbrot af slösuðum er hleypt yfir til Egyptalands, en þegar því lýkur, hvað þá? Jú, Ísrælar munu halda sínu striki, halda áfram tortímingu sinni við að þurrka út þjóð. Halda áfram að drepa börn. Eigna sér landið. Óþverraverk og ótukt Hamasliða er óumdeild og hefur réttlega verið fordæmd um allan heim, en líkt og ég og líkt og þú og þeir sem nennt hafa að kynna sér málin og jafnvel farið á staðinn og upplifað, séð gegndarlausa kúgunina, hefði hún ekki átt að koma neinum á óvart. Svona gerist ekki í neinu tómarúmi og það er staðreyndin, hvort sem menn vilja horfast í augu við slíkt eður ei. Atburðir dagsins í dag, hófust heldur ekki þann 7. okt. s.l. líkt og ráðherrann þinn Guðlaugur Þór, lét í veðri vaka, þegar talað var við hann á tröppum ráðherrabústaðarins, 7. nóv. s.l., sem verður að segjast er stórundarleg fáfræði, því maðurinn var jú utanríkisráðherra fyrir ekki svo löngu. Sé reyndin hinsvegar sú, að samstarfsfólk þitt trúi slíku, væri kannski ráð að jafn fróð manneskja og þú um málefnið, frestaðir ögn fyrirlestraröð þinni um gervigreind og mannréttindi, já og rándýru ráðstefnunum með fína fólkinu og héldir frekar góðan og upplýstan fyrirlestur um sögu svæðisins yfir mannskapnum. Um þau grimmdarlegu mannréttindarbrot sem þar hafa verið framinn í gegnum áratugina, óréttlætinu og mjög svo skýrri nýlendustefnu Ísræla, sem þetta snýst náttúrlega allt um. Ástand sem m.a. skóp í sinni fullri mynd: Hamassamtökin. En aftur að honum Bjarna. Þetta með þegar árás er ekki árás, þrátt fyrir að sjálfur árásaraðilinn viðurkenndi hana fúslega sjálfur. Nýskipaður, sýndi hann erlendum blaðamönnum sitt rétta andlit. Hrokann í bland við yfirstétta vandlætið þegar ekki allir samsinna honum, eitthvað sem íslenskir fjölmiðlar hafa leyft honum að komast alltof oft upp með og lyppast niður, spyrja ekki alvöru spurninga, meðan að þar gerði hann sig hinsvegar að athlægi. Það er nefnilega hvorki einkamál Bjarna Benediktssonar að hann í okkar nafni greiði atkvæði með að sitja hjá, né kalla árásir ekki sínum réttu nöfnum og reyna á einhvern hátt að réttlæta slíkt og röfla um samhengi hlutanna, þegar heil palestínsk þjóð er undir. Slíkt er ekki aðeins skammarlegt, heldur klár svívirða og viðurkennist að hann minnir orðið óþægilega á forvera sinn úr sama flokki, sem þá studdi stríð í nafni þjóðar sinnar, með skelfilegu afleiðingum fyrir þá þjóð sem þar var undir og svæðið í kring, eins við vitum fullvel í dag. Eftir 6 ár í ykkar valdatíð saman hefur bæði fylgi Vinstri Grænna sem og þitt persónlega fylgi hrunið og gegnheilir vinstrimenn, sem áður fylktu sér á bak við þig, látið sig hverfa. Hopað furðulostnir og skilja ekki í hvaða átt þú ert að stefna, í faðmlagi með „uppáhalds samstarfsfélaganum“. Eins og meðvirki ástmey, umberð þú alla hans skandala og réttlætir á óskiljanlegan hátt, en á meðan ertu að svíkja þitt eigið fólk, þinn flokk, þína fyrrum stefnu. Einhvern tíman hefði VG t.d. ekki tekið í mál né afhent Déinu umhverfisráðuneytið jafn fúslega og reyndin varð, hefði ekki horft á flóttafólk (jafnvel fötluðu) vísað jafn kuldalega á bug og gert hefur verið, látið það óátalið að ráðherra selji ástkærum föður sínum hlut í banka og svo framvegis. Og nú er jafnvel umhverfissinninn þú, orðinn fyrst upp í flugvél ásamt aðstoðarfólki og virðist ekki hugleiða kolefnisspor né að hluti af öllu þessu fína fundarstandi sé hægt að halda í gegnum tölvu. Stendur meira að segja fyrir rándýrum ráðstefnum með ægilega merkilegu fólki, sem engin skilur enn í dag, hvað skildi eftir. Þá langar mig að endurtaka orð ágætu útvarpskonunnar, en „Seg þú mér“ Katrín, en svona áður en allt þitt persónlega fylgi tætist af þér og flokknum, hefur aldrei komið til greina að slíta þessu stjórnmálasambandi? Segja Bjarna Benediktssynir hreinlega upp? Og þá komum við að hugleiðingu minn hér í byrjun, þetta með að fá lánaðan haus, dómgreind annarra. Ekki þá frá hjörðinni í kring sem samsinnir meðvirk öllu, heldur þeim sem líklegast segja þér blákaldar staðreyndirnar. Sumar kannski óþægilegar. Þeirra sem stóðu hvað þéttast við bakið á þér á sínum tíma og þú treystir. Félögum og vinum sem hafa hopað gáttaðir og skilja ekki hvert flokkurinn og formaður þess stefnir, líkt og æðandi beint inn í svartaþokuna, hönd í hönd með ástinni sinni, sínum uppáhalds samstarfsmanni. Þá gætir þú jafnvel spurt viðkomandi í leiðinni, afhverju þeir ákváðu að fara, hvað var það og er sem þeim misbýður og hlustað á rök þeirra. Og þá Katrín, eigandi þetta samtal við gamla félaga, þá gæti jafnvel rifjast upp kjarkurinn og þú séð í gegnum mistrið, að auðvitað er það skandall og þvælan ein að utanríkisráðherra Íslands vogi sér að segja fyrir hönd þjóðar sinnar að árás sé ekki árás og að við sitjum ALDREI HJÁ þegar mannúð og mennska á í hlut. Og að auðvitað fordæmum við staðfastlega grimmilegar þjóðernishreinsanir á palestínsku þjóðinni og slítum stjórnmálasambandi við Ísræl. Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun