McGregor segir Gunnar eiga heiðurinn af karatestílnum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 07:01 Conor McGregor er litríkur karakter. Hann lærði af okkar manni. Samsett/Getty Conor McGregor svaraði aðdáendum sínum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í gær. Írinn ógurlegi nefndi þar Gunnar Nelson sem mikinn áhrifavald á sínum ferli. Conor McGregor er þekktasti MMA-bardagamaður heims en hann er fyrsti bardagamaðurinn sem hefur verið handhafi tveggja meistaratitla UFC í mismunandi þyngdarflokkum á sama tíma. Þá hefur hann einnig keppt í hnefaleikum en bardagi hans gegn Floyd Mayweather fékk gríðarlegt áhorf á sínum tíma. Í gær gátu aðdáendur McGregor spurt hann spurninga á samfélagsmiðlinum X. Einn aðdáandi spurði McGregor að því hvað hafi orðið til þess að Írinn hafi byrjað að nýta sér karatestílinn sem hefur verið einkennandi fyrir hann á ferlinum. What made you utilize the karate stance/style? What are its advantages over boxing or muay thai stance?— Chris (@Chrispa85) November 15, 2023 Í svari sínu segir McGregor að Gunnar Nelson eigi heiðurinn og hafi byrjað að nota stílinn í æfingabúðum þeirra. McGregor hefur verið æfingafélagi Gunnars Nelson í lengri tíma og eru þeir góðir vinir. „Það var ótrúlega erfitt að verja sig gegn þessu þannig að ég byrjaði að nýta mér stílinn sjálfur. Ég bætti við ýmsu nytsamlega og sleppti því sem var það ekki. Síðan bætti ég við einhverju sem var einstakt fyrir mig. Bruce Lee endurfæddur,“ skrifar McGregor. Training with Gunnar Nelson birthed this style in our camp. It was extremely difficult to fight against so I began to implement it myself. I added what was useful, I discarded what was not, and added what was uniquely my own. Bruce Lee reincarnate! https://t.co/UHOiBxjomo— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 15, 2023 Gunnar keppti síðast í UFC í mars á þessu ári þegar hann bar sigurorð af Bryan Barberena. Þá hrósaði Conor Gunnari í hástert og sagði hann einn besta bardagamann sem hann hafi kynnst. McGregor mætir aftur til leiks í UFC þegar hann mætir Michael Chandler. MMA Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Conor McGregor er þekktasti MMA-bardagamaður heims en hann er fyrsti bardagamaðurinn sem hefur verið handhafi tveggja meistaratitla UFC í mismunandi þyngdarflokkum á sama tíma. Þá hefur hann einnig keppt í hnefaleikum en bardagi hans gegn Floyd Mayweather fékk gríðarlegt áhorf á sínum tíma. Í gær gátu aðdáendur McGregor spurt hann spurninga á samfélagsmiðlinum X. Einn aðdáandi spurði McGregor að því hvað hafi orðið til þess að Írinn hafi byrjað að nýta sér karatestílinn sem hefur verið einkennandi fyrir hann á ferlinum. What made you utilize the karate stance/style? What are its advantages over boxing or muay thai stance?— Chris (@Chrispa85) November 15, 2023 Í svari sínu segir McGregor að Gunnar Nelson eigi heiðurinn og hafi byrjað að nota stílinn í æfingabúðum þeirra. McGregor hefur verið æfingafélagi Gunnars Nelson í lengri tíma og eru þeir góðir vinir. „Það var ótrúlega erfitt að verja sig gegn þessu þannig að ég byrjaði að nýta mér stílinn sjálfur. Ég bætti við ýmsu nytsamlega og sleppti því sem var það ekki. Síðan bætti ég við einhverju sem var einstakt fyrir mig. Bruce Lee endurfæddur,“ skrifar McGregor. Training with Gunnar Nelson birthed this style in our camp. It was extremely difficult to fight against so I began to implement it myself. I added what was useful, I discarded what was not, and added what was uniquely my own. Bruce Lee reincarnate! https://t.co/UHOiBxjomo— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 15, 2023 Gunnar keppti síðast í UFC í mars á þessu ári þegar hann bar sigurorð af Bryan Barberena. Þá hrósaði Conor Gunnari í hástert og sagði hann einn besta bardagamann sem hann hafi kynnst. McGregor mætir aftur til leiks í UFC þegar hann mætir Michael Chandler.
MMA Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira