Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2023 10:35 Berglind segir mikil verðmæti í gróðurhúsinu en að fyrirtækið geti unnið það upp missi þau gróðurhúsið. Reynt verður að sækja verðmættar erfðabreyttar plöntur í dag. Aðsend og Vísir/Vilhelm Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra ORF líftæknifyrirtækis, er nú við Grindavíkurafleggjarann og bíður eftir leyfi að komast inn á svæðið. „Við erum að bíða efir svari, tilbúin ef kallið kemur,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Teymi frá fyrirtækinu fór inn á sunnudag til að kanna aðstæður en framleiðslan er staðsett í gróðurhúsi sem er beint ofan á sprungunni sem hefur myndast í Grindavík. Þegar þau komu í húsið á sunnudag voru um tíu til tuttugu brotnir gluggar og sprungur í veggjum og gólfi. Berglind segist eiga von á því að það gætu verið meiri skemmdir núna. „Það sem stendur til er að gera fylla á vöktunarkerfið og taka eintak eða eintök af verðmætustu plöntunum,“ segir Berglind. Mjög verðmæt prótein í framleiðslu Plönturnar sem um ræðir eru erfðabreyttar plöntur sem framleiða verðmæt prótein. Til dæmis fyrir snyrti- og húðvörufyrirtækið Bioeffect og í framleiðslu á svokölluðu vistkjöti. „Þarna erum við í þróun á nýjum afbrigðum og framleiðslu fyrir Bioeffect. En við erum einnig með framleiðslu í Kanada.“ Ekkert á við missi Grindvíkinga Spurð um það tap sem þau standa frammi fyrir segir Berglind tjónið auðvitað mikið. Aðallega felist það þó í tapi á tíma í þróun. Missi þau gróðurhúsið séu þau að tapa tíma og í einhverjum tilvikum einu og hálfu ári á eftir í þróun í ákveðnum plöntum. Hún segir stöðuna erfiða en að það sé ekkert miðað við það sem Grindvíkingar gangi nú í gegnum. „Það er erfitt að hugsa um þetta, en það er ekkert erfitt miðað við það sem Grindvíkingar eru að kljást við. Þetta er allt annað samhengi. Við getum unnið þetta upp og erum ekki að missa heimili.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Umhverfismál Tengdar fréttir Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. 11. apríl 2022 12:55 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra ORF líftæknifyrirtækis, er nú við Grindavíkurafleggjarann og bíður eftir leyfi að komast inn á svæðið. „Við erum að bíða efir svari, tilbúin ef kallið kemur,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Teymi frá fyrirtækinu fór inn á sunnudag til að kanna aðstæður en framleiðslan er staðsett í gróðurhúsi sem er beint ofan á sprungunni sem hefur myndast í Grindavík. Þegar þau komu í húsið á sunnudag voru um tíu til tuttugu brotnir gluggar og sprungur í veggjum og gólfi. Berglind segist eiga von á því að það gætu verið meiri skemmdir núna. „Það sem stendur til er að gera fylla á vöktunarkerfið og taka eintak eða eintök af verðmætustu plöntunum,“ segir Berglind. Mjög verðmæt prótein í framleiðslu Plönturnar sem um ræðir eru erfðabreyttar plöntur sem framleiða verðmæt prótein. Til dæmis fyrir snyrti- og húðvörufyrirtækið Bioeffect og í framleiðslu á svokölluðu vistkjöti. „Þarna erum við í þróun á nýjum afbrigðum og framleiðslu fyrir Bioeffect. En við erum einnig með framleiðslu í Kanada.“ Ekkert á við missi Grindvíkinga Spurð um það tap sem þau standa frammi fyrir segir Berglind tjónið auðvitað mikið. Aðallega felist það þó í tapi á tíma í þróun. Missi þau gróðurhúsið séu þau að tapa tíma og í einhverjum tilvikum einu og hálfu ári á eftir í þróun í ákveðnum plöntum. Hún segir stöðuna erfiða en að það sé ekkert miðað við það sem Grindvíkingar gangi nú í gegnum. „Það er erfitt að hugsa um þetta, en það er ekkert erfitt miðað við það sem Grindvíkingar eru að kljást við. Þetta er allt annað samhengi. Við getum unnið þetta upp og erum ekki að missa heimili.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Umhverfismál Tengdar fréttir Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. 11. apríl 2022 12:55 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. 11. apríl 2022 12:55