Erfið fíkn kom fyrrverandi markverði Liverpool næstum í gröfina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2023 13:31 Chris Kirkland lék 45 leiki með Liverpool. getty/Alex Livesey Chris Kirkland, fyrrverandi markvörður Liverpool, var háður verkjalyfinu Tramadol og fíknin varð honum næstum því að aldurtila. Kirkland, sem lék með Liverpool á árunum 2001-06, hefur verið opinskár og ófeiminn að tjá sig um fíkn sína í Tramadol. Hann segist hafa verið á barmi þess að fremja sjálfsmorð og skammturinn sem hann tók af Tramadol á dag hafi verið ansi stór. „Þegar ég fór í meðferð komst ég að því að ég var að taka það sem jafngilti því að sprauta sig sex sinnum með heróíni á dag. Þetta er djöfullegt, djöfullegt dóp. Þetta var nálægt því og hefði átt að drepa mig,“ sagði Kirkland. „Fyrst lætur þetta þér líða vel, ef þú ert kvíðinn eða eitthvað svoleiðis. Ég notaði þetta við verkjum en aðallega við kvíða. En þetta fer illa með hausinn á þér. Eftir þrjá mánuði vissi ég að ég var í vandræðum, ég var orðinn háður því. Á endanum byggirðu upp svo mikið þol við því að þetta gerir nánast ekki neitt. Líkaminn þarf þetta bara því þú ert háður þessu.“ Kirkland tók Tramadol í síðasta sinn í apríl í fyrra. Við tóku fráhvörf sem hann lýsir sem afar erfiðum. „Ég myndi ekki óska neinum þess að upplifa þessa 7-8 daga. Ég var með með ofskynjanir, í stöðugu svitakasti, kalt, ældi, verkjaði og var með krampa um allan líkamann. Ég svaf ekki í 5-6 daga. Konan mín svaf í næsta herbergi því ég var alltaf að velta mér og kom inn til að ganga úr skugga um að ég andaði,“ sagði Kirkland sem byrjaði að taka Tramadol þegar hann meiddist illa er hann lék með Sheffield Wednesday fyrir áratug. Fyrr á þessu ári var greint frá því að Tramadol verði sett á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Enski boltinn Fíkn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Kirkland, sem lék með Liverpool á árunum 2001-06, hefur verið opinskár og ófeiminn að tjá sig um fíkn sína í Tramadol. Hann segist hafa verið á barmi þess að fremja sjálfsmorð og skammturinn sem hann tók af Tramadol á dag hafi verið ansi stór. „Þegar ég fór í meðferð komst ég að því að ég var að taka það sem jafngilti því að sprauta sig sex sinnum með heróíni á dag. Þetta er djöfullegt, djöfullegt dóp. Þetta var nálægt því og hefði átt að drepa mig,“ sagði Kirkland. „Fyrst lætur þetta þér líða vel, ef þú ert kvíðinn eða eitthvað svoleiðis. Ég notaði þetta við verkjum en aðallega við kvíða. En þetta fer illa með hausinn á þér. Eftir þrjá mánuði vissi ég að ég var í vandræðum, ég var orðinn háður því. Á endanum byggirðu upp svo mikið þol við því að þetta gerir nánast ekki neitt. Líkaminn þarf þetta bara því þú ert háður þessu.“ Kirkland tók Tramadol í síðasta sinn í apríl í fyrra. Við tóku fráhvörf sem hann lýsir sem afar erfiðum. „Ég myndi ekki óska neinum þess að upplifa þessa 7-8 daga. Ég var með með ofskynjanir, í stöðugu svitakasti, kalt, ældi, verkjaði og var með krampa um allan líkamann. Ég svaf ekki í 5-6 daga. Konan mín svaf í næsta herbergi því ég var alltaf að velta mér og kom inn til að ganga úr skugga um að ég andaði,“ sagði Kirkland sem byrjaði að taka Tramadol þegar hann meiddist illa er hann lék með Sheffield Wednesday fyrir áratug. Fyrr á þessu ári var greint frá því að Tramadol verði sett á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA).
Enski boltinn Fíkn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira