Sá besti hefur spilað í sömu nærbuxunum allan NFL-ferilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 12:01 Patrick Mahomes hefur gert frábæra hluti með Kansas City Chiefs liðinu undanfarin ár. AP/Martin Meissner Íþróttamenn eru oft mjög hjátrúarfullir og gott dæmi um það er NFL stórstjarnan Patrick Mahomes sem var bæði valinn mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils og vann einnig titilinn með liði Kansas City Chiefs. Við Íslendingar höfum kallað Mahomes tengdason Mosfellsbæjar eftir að hann eyddi sumri hér á Íslandi þegar eiginkona hans, Brittany, spilaði með Aftureldingu. Á þeim tíma var hann að undirbúa sig fyrir fyrsta NFL-tímabilið sitt. Mahomes said he only wears them for game day and cleans them "once in a while (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/9waMGsR2fA— Bleacher Report (@BleacherReport) November 14, 2023 Mahomes var þá lítt þekktur leikmaður en var fljótur að slá í gegn þegar hann fékk tækifærið. Hann var snöggur að komast í hóp þeirra bestu í deildinni. Nú er hann tvöfaldur meistari og líklegur til að bæta fleiri titlum við. Nú er komið í ljós að eitt hefur ekkert breyst síðan á fyrstu dögum hans í NFL-deildinni. Chad Henne, fyrrum varamaður Mahomes hjá Chiefs, missti það út úr sér í febrúar að Mahomes hefði þá hjátrú að spila alltaf í sömu nærbuxunum. Nú hefur hann sjálfur staðfest söguna. Mahomes mætti í mánudagsþáttinn hjá Manning bræðrum á ESPN þar sem Peyton og Eli Manning ræða málin í tengslum við leik kvöldsins í NFL-deildinni sem að þessu sinni var á milli Denver Broncos og Buffalo Bills. „Það var kona mín Brittany sem gaf mér þær. Ég ætla ekki að sýna ykkur þær en ég verð að vera í þeim. Þegar ég klæddist þeim fyrst þá áttum við afar gott tímabil,“ sagði Mahomes. Hver veit nema að hún hafi jafnvel keypt þær í Kringlunni eða Smáralind. Ólíklegt en ekki ómögulegt. „Ég er bara í þeim á leikdögum og þær eru því ekki það slitnar. Þær eru heldur ekki skítugar því ég hendi þeim í þvottavélina á milli,“ sagði Mahomes léttur. Patrick Mahomes admitted to wearing the same underwear for every NFL game because they're lucky, and says he only washes them sometimes!Full story: https://t.co/cLhN7L3YpJ— TMZ (@TMZ) November 15, 2023 NFL Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Við Íslendingar höfum kallað Mahomes tengdason Mosfellsbæjar eftir að hann eyddi sumri hér á Íslandi þegar eiginkona hans, Brittany, spilaði með Aftureldingu. Á þeim tíma var hann að undirbúa sig fyrir fyrsta NFL-tímabilið sitt. Mahomes said he only wears them for game day and cleans them "once in a while (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/9waMGsR2fA— Bleacher Report (@BleacherReport) November 14, 2023 Mahomes var þá lítt þekktur leikmaður en var fljótur að slá í gegn þegar hann fékk tækifærið. Hann var snöggur að komast í hóp þeirra bestu í deildinni. Nú er hann tvöfaldur meistari og líklegur til að bæta fleiri titlum við. Nú er komið í ljós að eitt hefur ekkert breyst síðan á fyrstu dögum hans í NFL-deildinni. Chad Henne, fyrrum varamaður Mahomes hjá Chiefs, missti það út úr sér í febrúar að Mahomes hefði þá hjátrú að spila alltaf í sömu nærbuxunum. Nú hefur hann sjálfur staðfest söguna. Mahomes mætti í mánudagsþáttinn hjá Manning bræðrum á ESPN þar sem Peyton og Eli Manning ræða málin í tengslum við leik kvöldsins í NFL-deildinni sem að þessu sinni var á milli Denver Broncos og Buffalo Bills. „Það var kona mín Brittany sem gaf mér þær. Ég ætla ekki að sýna ykkur þær en ég verð að vera í þeim. Þegar ég klæddist þeim fyrst þá áttum við afar gott tímabil,“ sagði Mahomes. Hver veit nema að hún hafi jafnvel keypt þær í Kringlunni eða Smáralind. Ólíklegt en ekki ómögulegt. „Ég er bara í þeim á leikdögum og þær eru því ekki það slitnar. Þær eru heldur ekki skítugar því ég hendi þeim í þvottavélina á milli,“ sagði Mahomes léttur. Patrick Mahomes admitted to wearing the same underwear for every NFL game because they're lucky, and says he only washes them sometimes!Full story: https://t.co/cLhN7L3YpJ— TMZ (@TMZ) November 15, 2023
NFL Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira