„Það fóru allar sírenur í gang“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 15:36 Björgvin Hrafn segir að fólk hafi orðið mjög óttaslegið þegar sírenur fóru í gang í Grindavík. Vísir Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. Eins og greint hefur verið frá er verið að rýma Grindavík. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnummældist SO2 gas á gasmælum. Ekki er um neyðarrýmingu að ræða. 160 kílómetra meðalhraði í bænum „Ég var staddur með systur minni hér til að sækja dót. Við fengum að ná í nauðsynlegustu hlutina, lyf og fleira og ákváðum að taka mótorhjólin sem hún á inni í skúr. Á meðan við erum þar inni kom jarðsig eða eitthvað og allar sírenur í gang,“ segir Björgvin Hrafn í samtali við fréttastofu. „Við vorum rekin út af svæðinu í hvelli, það var örugglega svona 160 kílómetra meðalhraði inni í bænum, allir að reyna að komast í burtu og við fórum í lögreglufylgd eða björgunarsveitarfylgd.“ Greip ótti um sig meðal fólks? „Já, ég held það hafi verið ótti. Fólk var hrætt og bæði björgunarsveitir og lögreglumenn líka voru áttavillt að reyna að komast út úr bænum. Við fórum eiginlega í einhverja hringi í smá tíma og svo allt í einu áttuðu allir sig á því hvert þeir ættu að fara, það var einhver einn sem leiddi hópinn. Ég fann alveg fyrir svona skelfingartilfinningu.“ Allar sírenur í gang Þið fenguð upplýsingar um að það væri jarðsig? „Já, svo best sem ég veit. Það var allavega eitthvað yfirvofandi og eitthvað að fara að gerast. Við fórum aðeins í gær líka og þá vorum við vöruð við því að ef að það heyrist í sírenum þá eigum við að fara í burtu. Og það var það sem gerðist, það fóru allar sírenur í gang, lögreglubílar, björgunarsveitir, sérsveitin var með sírenurnar í gangi og við bara drifum okkur út úr bænum.“ Hvernig er ástandið á húsi systur þinnar? „Það er gott eins og er. Lítur ekkert illa út en það er sprunga hundrað metra frá sirka. Hún er mjög stór. Ég veit ekkert hvað hún er breið, ég sá hana ekki en heyrði það í gær að hún hefði verið hundrað metra frá okkur. Ég veit svo sem ekkert hvað ég get sagt meira en þetta lítur ekkert vel út.“ Þú ert sleginn? „Já. Þetta er hræring. Ég var að hugsa með mér í gær þegar ég var heima í stofu að horfa á sjónvarpið, allir þessir Grindvíkingar komnir suður fyrir, austur fyrir og norður fyrir. Ég reyndar er í þannig aðstöðu að ég get ekki boðið neina hjálp, nema kannski boðið fólki í mat.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá er verið að rýma Grindavík. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnummældist SO2 gas á gasmælum. Ekki er um neyðarrýmingu að ræða. 160 kílómetra meðalhraði í bænum „Ég var staddur með systur minni hér til að sækja dót. Við fengum að ná í nauðsynlegustu hlutina, lyf og fleira og ákváðum að taka mótorhjólin sem hún á inni í skúr. Á meðan við erum þar inni kom jarðsig eða eitthvað og allar sírenur í gang,“ segir Björgvin Hrafn í samtali við fréttastofu. „Við vorum rekin út af svæðinu í hvelli, það var örugglega svona 160 kílómetra meðalhraði inni í bænum, allir að reyna að komast í burtu og við fórum í lögreglufylgd eða björgunarsveitarfylgd.“ Greip ótti um sig meðal fólks? „Já, ég held það hafi verið ótti. Fólk var hrætt og bæði björgunarsveitir og lögreglumenn líka voru áttavillt að reyna að komast út úr bænum. Við fórum eiginlega í einhverja hringi í smá tíma og svo allt í einu áttuðu allir sig á því hvert þeir ættu að fara, það var einhver einn sem leiddi hópinn. Ég fann alveg fyrir svona skelfingartilfinningu.“ Allar sírenur í gang Þið fenguð upplýsingar um að það væri jarðsig? „Já, svo best sem ég veit. Það var allavega eitthvað yfirvofandi og eitthvað að fara að gerast. Við fórum aðeins í gær líka og þá vorum við vöruð við því að ef að það heyrist í sírenum þá eigum við að fara í burtu. Og það var það sem gerðist, það fóru allar sírenur í gang, lögreglubílar, björgunarsveitir, sérsveitin var með sírenurnar í gangi og við bara drifum okkur út úr bænum.“ Hvernig er ástandið á húsi systur þinnar? „Það er gott eins og er. Lítur ekkert illa út en það er sprunga hundrað metra frá sirka. Hún er mjög stór. Ég veit ekkert hvað hún er breið, ég sá hana ekki en heyrði það í gær að hún hefði verið hundrað metra frá okkur. Ég veit svo sem ekkert hvað ég get sagt meira en þetta lítur ekkert vel út.“ Þú ert sleginn? „Já. Þetta er hræring. Ég var að hugsa með mér í gær þegar ég var heima í stofu að horfa á sjónvarpið, allir þessir Grindvíkingar komnir suður fyrir, austur fyrir og norður fyrir. Ég reyndar er í þannig aðstöðu að ég get ekki boðið neina hjálp, nema kannski boðið fólki í mat.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira