„Það fóru allar sírenur í gang“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 15:36 Björgvin Hrafn segir að fólk hafi orðið mjög óttaslegið þegar sírenur fóru í gang í Grindavík. Vísir Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. Eins og greint hefur verið frá er verið að rýma Grindavík. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnummældist SO2 gas á gasmælum. Ekki er um neyðarrýmingu að ræða. 160 kílómetra meðalhraði í bænum „Ég var staddur með systur minni hér til að sækja dót. Við fengum að ná í nauðsynlegustu hlutina, lyf og fleira og ákváðum að taka mótorhjólin sem hún á inni í skúr. Á meðan við erum þar inni kom jarðsig eða eitthvað og allar sírenur í gang,“ segir Björgvin Hrafn í samtali við fréttastofu. „Við vorum rekin út af svæðinu í hvelli, það var örugglega svona 160 kílómetra meðalhraði inni í bænum, allir að reyna að komast í burtu og við fórum í lögreglufylgd eða björgunarsveitarfylgd.“ Greip ótti um sig meðal fólks? „Já, ég held það hafi verið ótti. Fólk var hrætt og bæði björgunarsveitir og lögreglumenn líka voru áttavillt að reyna að komast út úr bænum. Við fórum eiginlega í einhverja hringi í smá tíma og svo allt í einu áttuðu allir sig á því hvert þeir ættu að fara, það var einhver einn sem leiddi hópinn. Ég fann alveg fyrir svona skelfingartilfinningu.“ Allar sírenur í gang Þið fenguð upplýsingar um að það væri jarðsig? „Já, svo best sem ég veit. Það var allavega eitthvað yfirvofandi og eitthvað að fara að gerast. Við fórum aðeins í gær líka og þá vorum við vöruð við því að ef að það heyrist í sírenum þá eigum við að fara í burtu. Og það var það sem gerðist, það fóru allar sírenur í gang, lögreglubílar, björgunarsveitir, sérsveitin var með sírenurnar í gangi og við bara drifum okkur út úr bænum.“ Hvernig er ástandið á húsi systur þinnar? „Það er gott eins og er. Lítur ekkert illa út en það er sprunga hundrað metra frá sirka. Hún er mjög stór. Ég veit ekkert hvað hún er breið, ég sá hana ekki en heyrði það í gær að hún hefði verið hundrað metra frá okkur. Ég veit svo sem ekkert hvað ég get sagt meira en þetta lítur ekkert vel út.“ Þú ert sleginn? „Já. Þetta er hræring. Ég var að hugsa með mér í gær þegar ég var heima í stofu að horfa á sjónvarpið, allir þessir Grindvíkingar komnir suður fyrir, austur fyrir og norður fyrir. Ég reyndar er í þannig aðstöðu að ég get ekki boðið neina hjálp, nema kannski boðið fólki í mat.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá er verið að rýma Grindavík. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnummældist SO2 gas á gasmælum. Ekki er um neyðarrýmingu að ræða. 160 kílómetra meðalhraði í bænum „Ég var staddur með systur minni hér til að sækja dót. Við fengum að ná í nauðsynlegustu hlutina, lyf og fleira og ákváðum að taka mótorhjólin sem hún á inni í skúr. Á meðan við erum þar inni kom jarðsig eða eitthvað og allar sírenur í gang,“ segir Björgvin Hrafn í samtali við fréttastofu. „Við vorum rekin út af svæðinu í hvelli, það var örugglega svona 160 kílómetra meðalhraði inni í bænum, allir að reyna að komast í burtu og við fórum í lögreglufylgd eða björgunarsveitarfylgd.“ Greip ótti um sig meðal fólks? „Já, ég held það hafi verið ótti. Fólk var hrætt og bæði björgunarsveitir og lögreglumenn líka voru áttavillt að reyna að komast út úr bænum. Við fórum eiginlega í einhverja hringi í smá tíma og svo allt í einu áttuðu allir sig á því hvert þeir ættu að fara, það var einhver einn sem leiddi hópinn. Ég fann alveg fyrir svona skelfingartilfinningu.“ Allar sírenur í gang Þið fenguð upplýsingar um að það væri jarðsig? „Já, svo best sem ég veit. Það var allavega eitthvað yfirvofandi og eitthvað að fara að gerast. Við fórum aðeins í gær líka og þá vorum við vöruð við því að ef að það heyrist í sírenum þá eigum við að fara í burtu. Og það var það sem gerðist, það fóru allar sírenur í gang, lögreglubílar, björgunarsveitir, sérsveitin var með sírenurnar í gangi og við bara drifum okkur út úr bænum.“ Hvernig er ástandið á húsi systur þinnar? „Það er gott eins og er. Lítur ekkert illa út en það er sprunga hundrað metra frá sirka. Hún er mjög stór. Ég veit ekkert hvað hún er breið, ég sá hana ekki en heyrði það í gær að hún hefði verið hundrað metra frá okkur. Ég veit svo sem ekkert hvað ég get sagt meira en þetta lítur ekkert vel út.“ Þú ert sleginn? „Já. Þetta er hræring. Ég var að hugsa með mér í gær þegar ég var heima í stofu að horfa á sjónvarpið, allir þessir Grindvíkingar komnir suður fyrir, austur fyrir og norður fyrir. Ég reyndar er í þannig aðstöðu að ég get ekki boðið neina hjálp, nema kannski boðið fólki í mat.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira