Lee Sharpe sendir Grindvíkingum kveðju: „Mjög sérstakur staður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2023 13:04 Lee Sharpe fagnar marki í leik með Manchester United. getty/David Davies Lee Sharpe, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur sent Grindvíkingum kveðju vegna ástandsins þar í bæ. Öllum íbúum Grindavíkur var gert að yfirgefa bæinn á föstudaginn vegna skjálftavirkni á svæðinu. Enn eru taldar miklar líkur á gosi sem yrði að öllum líkindum við kvikuganginn. Grindvíkingum hafa borist baráttukveðjur víða að undanfarna daga. Meðal þeirra sem hafa sýnt bæjarbúum stuðning í þeirri erfiðu stöðu sem þeir eru í er Sharpe. Hann sló í gegn með United í byrjun 10. áratugarins og varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu. Sharpe lék átta landsleiki fyrir England. Eftir að hann yfirgaf United 1996 fjaraði undan ferlinum og hann samdi við Grindavík 2003. Sharpe stoppaði þó stutt við í Grindavík og lék aðeins fimm leiki í deild og bikar með liðinu. Hann er þó ekki búinn að gleyma dvöl sinni í bænum fyrir tuttugu árum og sendi bæjarbúum kveðju á Twitter í dag. „Er að hugsa um magnaða fólkið í Grindavík. Þetta er mjög sérstakur staður,“ skrifaði Sharpe á Twitter. Thinking of the wonderful people of Grindavik. A very special place — Lee Sharpe (@Sharpeyofficial) November 14, 2023 Í sjónvarpsþættinum Foringjarnir viðurkenndi Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur að Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. „Enn og aftur var ég efins um þetta. Auðvitað er frábært að fá svona nafn en ég sagði strax að við myndum ekki höndla það, hvorki leikmenn, stjórnarmenn né þjálfarar. Þetta væri bara það stórt nafn og svo kostaði þetta þvílíka fjármuni,“ sagði Jónas. „Það voru tveir bræður sem eru miklir stuðningsmenn og ævintýramenn, yndislegir drengir, sem stóðu að baki þessu. Þeir komu þrisvar og bönkuðu og sögðu að allt væri klárt, að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að safna peningunum. Á endanum var þetta samþykkt og það fór eins og það fór. Hann stoppaði bara í tvo til þrjá mánuði.“ Sharpe lagði skóna á hilluna 2004 eftir að hafa leikið með Garforth Town. Hann hefur síðan gert garðinn frægan í sjónvarpi og gerðist atvinnumaður í golfi. Sharpe er búsettur á Spáni í dag. UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Enn miklar líkur á gosi sem yrði líklegast við kvikuganginn Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Öllum íbúum Grindavíkur var gert að yfirgefa bæinn á föstudaginn vegna skjálftavirkni á svæðinu. Enn eru taldar miklar líkur á gosi sem yrði að öllum líkindum við kvikuganginn. Grindvíkingum hafa borist baráttukveðjur víða að undanfarna daga. Meðal þeirra sem hafa sýnt bæjarbúum stuðning í þeirri erfiðu stöðu sem þeir eru í er Sharpe. Hann sló í gegn með United í byrjun 10. áratugarins og varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu. Sharpe lék átta landsleiki fyrir England. Eftir að hann yfirgaf United 1996 fjaraði undan ferlinum og hann samdi við Grindavík 2003. Sharpe stoppaði þó stutt við í Grindavík og lék aðeins fimm leiki í deild og bikar með liðinu. Hann er þó ekki búinn að gleyma dvöl sinni í bænum fyrir tuttugu árum og sendi bæjarbúum kveðju á Twitter í dag. „Er að hugsa um magnaða fólkið í Grindavík. Þetta er mjög sérstakur staður,“ skrifaði Sharpe á Twitter. Thinking of the wonderful people of Grindavik. A very special place — Lee Sharpe (@Sharpeyofficial) November 14, 2023 Í sjónvarpsþættinum Foringjarnir viðurkenndi Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur að Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. „Enn og aftur var ég efins um þetta. Auðvitað er frábært að fá svona nafn en ég sagði strax að við myndum ekki höndla það, hvorki leikmenn, stjórnarmenn né þjálfarar. Þetta væri bara það stórt nafn og svo kostaði þetta þvílíka fjármuni,“ sagði Jónas. „Það voru tveir bræður sem eru miklir stuðningsmenn og ævintýramenn, yndislegir drengir, sem stóðu að baki þessu. Þeir komu þrisvar og bönkuðu og sögðu að allt væri klárt, að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að safna peningunum. Á endanum var þetta samþykkt og það fór eins og það fór. Hann stoppaði bara í tvo til þrjá mánuði.“ Sharpe lagði skóna á hilluna 2004 eftir að hafa leikið með Garforth Town. Hann hefur síðan gert garðinn frægan í sjónvarpi og gerðist atvinnumaður í golfi. Sharpe er búsettur á Spáni í dag.
UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Enn miklar líkur á gosi sem yrði líklegast við kvikuganginn Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Vaktin: Enn miklar líkur á gosi sem yrði líklegast við kvikuganginn Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40