Beta kvaddi: „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 09:01 Elísabet Gunnarsdóttir hefur átt magnaðan tíma sem þjálfari Kristianstad liðsins. @kristianstadsdff Elísabet Gunnarsdóttir hefur stýrt liði Kristianstad í síðasta sinn en það gerði hún í lokaumferð sænsku deildarinnar um síðustu helgi. Kristianstad gerði þá 3-3 jafntefli við Linköping á útivelli í lokaleiknum og endaði liðið þar með í sjötta sæti sænsku deildarinnar. Einum magnaðasta tíma hjá íslenskum þjálfara er þar með lokið en Beta, eins og flestir þekkja hana, hefur farið í gegn súrt og sætt með sænska félaginu undanfarin fimmtán tímabil. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Elisabet fór til Svíþjóðar í janúar 2008 eftir að hafa gert Valskonur að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð. Hún hefur síðan haldið félaginu á floti og oft í gegnum mjög erfiða tíma. Á sama tíma hefur Kristianstad náð sínum besta árangri í sögunni og komst meðal annars í Evrópukeppnina fyrir nokkrum árum. Það var auðvitað dramatísk stund þegar leiknum lauk og ljóst var að Elísabet myndi ekki stýra Kristianstad aftur. Kristianstad setti inn myndband af nokkrum mómentum úr leiknum og þar má meðal annars sjá Elísabetu tárvota þakka sínum stelpum fyrir tímabilið og frábæran tíma. Elísabet má vissulega vera stolt að tíma sinum með sænska liðið. Hún hélt stutta ræðu í myndbandinu þar sem hún tjáir ást sína á stelpunum sínum og hvers mikil forréttindi það hefur verið að fá að starfa með þeim. Hún fær þær síðan allar til að kalla fjölskylda saman en Kristianstad fjölskyldan er samheldin og sterk ekki síst þökk sé leiðtoga sínum Elísabetu Gunnarsdóttur. Textinn með er líklegast tekinn frá Elísabetu sjálfri en hún hefur í ófá skiptin talað trú í sínar stelpur. „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist,“ er textinn undir myndbandinu sem má finna hér fyrir neðan. Það vissu síðan líka flestir að Beta er tveggja manna maki og það þarf því tvo þjálfara til að taka við af henni. Nýir þjálfarar Kristianstad liðsins eru Daniel Angergård og Johanna Almgren. Ef Instagram færslan hér fyrir neðan birtist ekki er um að gera að endurhlaða fréttina og þá ætti það að lagast. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Sænski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira
Kristianstad gerði þá 3-3 jafntefli við Linköping á útivelli í lokaleiknum og endaði liðið þar með í sjötta sæti sænsku deildarinnar. Einum magnaðasta tíma hjá íslenskum þjálfara er þar með lokið en Beta, eins og flestir þekkja hana, hefur farið í gegn súrt og sætt með sænska félaginu undanfarin fimmtán tímabil. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Elisabet fór til Svíþjóðar í janúar 2008 eftir að hafa gert Valskonur að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð. Hún hefur síðan haldið félaginu á floti og oft í gegnum mjög erfiða tíma. Á sama tíma hefur Kristianstad náð sínum besta árangri í sögunni og komst meðal annars í Evrópukeppnina fyrir nokkrum árum. Það var auðvitað dramatísk stund þegar leiknum lauk og ljóst var að Elísabet myndi ekki stýra Kristianstad aftur. Kristianstad setti inn myndband af nokkrum mómentum úr leiknum og þar má meðal annars sjá Elísabetu tárvota þakka sínum stelpum fyrir tímabilið og frábæran tíma. Elísabet má vissulega vera stolt að tíma sinum með sænska liðið. Hún hélt stutta ræðu í myndbandinu þar sem hún tjáir ást sína á stelpunum sínum og hvers mikil forréttindi það hefur verið að fá að starfa með þeim. Hún fær þær síðan allar til að kalla fjölskylda saman en Kristianstad fjölskyldan er samheldin og sterk ekki síst þökk sé leiðtoga sínum Elísabetu Gunnarsdóttur. Textinn með er líklegast tekinn frá Elísabetu sjálfri en hún hefur í ófá skiptin talað trú í sínar stelpur. „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist,“ er textinn undir myndbandinu sem má finna hér fyrir neðan. Það vissu síðan líka flestir að Beta er tveggja manna maki og það þarf því tvo þjálfara til að taka við af henni. Nýir þjálfarar Kristianstad liðsins eru Daniel Angergård og Johanna Almgren. Ef Instagram færslan hér fyrir neðan birtist ekki er um að gera að endurhlaða fréttina og þá ætti það að lagast. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Sænski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira