Leikmenn flúðu inn í klefa þegar stuðningsmenn ætluðu að lúskra á þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 08:31 Stuðningsmenn Cruzeiro ruddust inn á völlinn þegar mótherjarnir skoruðu undir lokin. Getty/Gabriel Machado Lið Coritiba og Cruzeiro eru bæði í harðri fallbaráttu í brasilíska boltanum og mættust í gríðarlega mikilvægum leik um helgina. Það komu upp ljótar senur þegar Coritiba komst yfir undir lokin. Coritiba hefði fallið með jafntefli eða tapi en Cruzeiro átti á hættu að enda daginn í fallsæti. Robson kom Coritiba í 1-0 með marki á lokamínútu seinni hálfleiksins en leiknum lauk þó ekki fyrr en 45 mínútum seinna. Leikmenn Coritiba fögnuðu markinu gríðarlega en áður en menn vissu af þá ruddust stuðningsmenn Cruzeiro inn á völlinn og öryggisverðir leiksins réðu ekki neitt við neitt. Stuðningsmenn Cruzeiro hlupu inn á völlinn og ætluðu að lúskra á sínum eigin leikmönnum sem þeim þótti ekki standa sig. Leikmenn beggja liða flúðu inn í klefa og dómarinn gerði hlé á leiknum. CNN í Brasilíu segir frá. Stuðningsmenn Cruzeiro náðu ekki í skottið á sínum eigin leikmönnum en þeir fengu aftur á móti óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Coritiba sem höfðu svarað þeim með því að koma líka inn á völlinn. Upphófust ljót slagsmál á milli stuðningsmanna liðanna út á miðjum velli. Þetta endaði ekki fyrr en lögreglan kom og náði stjórn á lýðnum með táragasi og gúmmíkúlum. Fjörutíu mínútum seinna flautaði dómarinn leikinn á að nýju og kláraði uppbótatímann en leiknum lauk með 1-0 sigri Coritiba. Þá hafði herlögreglan náð stjórninni en stærsti hluti áhorfenda var líka farinn heim af vellinum. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem gekk á undir lok leiksins. Absolutely terrible scenes in Brazil during the match between Cruzeiro and Coritiba pic.twitter.com/BPY49BLttG— Enrik Mhillaj (@enrick_1011) November 11, 2023 Brasilía Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
Coritiba hefði fallið með jafntefli eða tapi en Cruzeiro átti á hættu að enda daginn í fallsæti. Robson kom Coritiba í 1-0 með marki á lokamínútu seinni hálfleiksins en leiknum lauk þó ekki fyrr en 45 mínútum seinna. Leikmenn Coritiba fögnuðu markinu gríðarlega en áður en menn vissu af þá ruddust stuðningsmenn Cruzeiro inn á völlinn og öryggisverðir leiksins réðu ekki neitt við neitt. Stuðningsmenn Cruzeiro hlupu inn á völlinn og ætluðu að lúskra á sínum eigin leikmönnum sem þeim þótti ekki standa sig. Leikmenn beggja liða flúðu inn í klefa og dómarinn gerði hlé á leiknum. CNN í Brasilíu segir frá. Stuðningsmenn Cruzeiro náðu ekki í skottið á sínum eigin leikmönnum en þeir fengu aftur á móti óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Coritiba sem höfðu svarað þeim með því að koma líka inn á völlinn. Upphófust ljót slagsmál á milli stuðningsmanna liðanna út á miðjum velli. Þetta endaði ekki fyrr en lögreglan kom og náði stjórn á lýðnum með táragasi og gúmmíkúlum. Fjörutíu mínútum seinna flautaði dómarinn leikinn á að nýju og kláraði uppbótatímann en leiknum lauk með 1-0 sigri Coritiba. Þá hafði herlögreglan náð stjórninni en stærsti hluti áhorfenda var líka farinn heim af vellinum. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem gekk á undir lok leiksins. Absolutely terrible scenes in Brazil during the match between Cruzeiro and Coritiba pic.twitter.com/BPY49BLttG— Enrik Mhillaj (@enrick_1011) November 11, 2023
Brasilía Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira