„Leið eins og jörðin myndi brotna og taka okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. nóvember 2023 11:46 Dani Rodriguez í leik með Grindavík. Vísir/Vilhelm Dani Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik lýsir ógnvænlegum aðstæðum þegar hún og unnusta hennar voru á leið frá Grindavík á föstudagskvöld. Hún segist aldrei hafa verið jafn hrædd á ævinni. Dani Rodriguez er á sínu öðru tímabili með Grindavík í Subway-deild kvenna. Hún hefur leikið hér á landi í fjölmörg ár og var áður á mála hjá KR og Stjörnunni. Þá hefur hún einnig komið að þjálfun yngri landsliða Íslands og verið í þjálfarateymi A-landsliðs kvenna. Þegar íbúar Grindavíkur voru í óða önn að yfirgefa heimili sín á föstudag var Dani sjálf stödd í Grindavík. Hún greinir frá atburðarásinni í kjölfarið á samfélagsmiðlinum X og er óhætt að segja að um dramatíska frásögn sé að ræða. An update on life in Iceland right now [thread]The town I coach and play for was evacuated yesterday after two weeks of earthquakes that have been increasing in frequency and size. There is going to be a volcano eruption either near, in or around the town. (Read link)— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Brjálæðið byrjaði þegar við vorum á æfingu og þá voru stanslausir jarðskjálftar af stærð fjögur og fimm. Þjálfarinn okkar ákvað að hætta æfingunni eftir 45 mínútur. Þegar við vorum að keyra báða bíla okkar út úr bænum bilaði annar þeirra þannig að við keyrðum út í kant til að ræða um hvar við myndum skilja hann eftir. Ég fór út úr bílnum og hallaði mér að hinum bílnum og var að ræða við kærustuna mína,“ skrifar Dani en hún og kærasta hennar búa í Reykjanesbæ. In that moment I felt the most scared for my life I have ever been, the ground started shaking so much I had to grab a hold of the car and honest to god for a good 30 seconds I felt as though the ground was going to crack open and take us both.— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævi minni eins og á þessu augnabliki. Jörðin undir mér hristist svo mikið að ég varð að halda mér í bílinn. Ég sver til guðs að ég hélt í um það bil hálfa mínútu að jörðin myndi brotna og taka okkur báðar.“ Dani segir að þær hafi ákveðið að keyra bilaða bílinn aftur til Grindavíkur og skilja hann eftir. Í annarri tilraun sinni að yfirgefa bæinn tóku þær eftir stærðarinnar bungu á Grindavíkurveginum og þurftu að fara aðra leið út úr bænum. We drove our broken down car back into town quickly and left it there. On our second attempt out through the main road a huge bump appeared and we had to exit the town through another route. pic.twitter.com/ftmAPWmOBu— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 Hún segist fegin að vera komin í öruggt skjól og segir að fólkið í Grindavík hafi tekið sig að sér sem hluta af fjölskyldu. „Ég er sorgmædd að vera jafn óviss um hvað mun gerast á næstu dögum og vikum.“ Í færslu Dani Rodriguez má sjá bæði myndir og myndband frá ferð þeirra út úr Grindavík á föstudagskvöldið. Subway-deild kvenna Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Dani Rodriguez er á sínu öðru tímabili með Grindavík í Subway-deild kvenna. Hún hefur leikið hér á landi í fjölmörg ár og var áður á mála hjá KR og Stjörnunni. Þá hefur hún einnig komið að þjálfun yngri landsliða Íslands og verið í þjálfarateymi A-landsliðs kvenna. Þegar íbúar Grindavíkur voru í óða önn að yfirgefa heimili sín á föstudag var Dani sjálf stödd í Grindavík. Hún greinir frá atburðarásinni í kjölfarið á samfélagsmiðlinum X og er óhætt að segja að um dramatíska frásögn sé að ræða. An update on life in Iceland right now [thread]The town I coach and play for was evacuated yesterday after two weeks of earthquakes that have been increasing in frequency and size. There is going to be a volcano eruption either near, in or around the town. (Read link)— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Brjálæðið byrjaði þegar við vorum á æfingu og þá voru stanslausir jarðskjálftar af stærð fjögur og fimm. Þjálfarinn okkar ákvað að hætta æfingunni eftir 45 mínútur. Þegar við vorum að keyra báða bíla okkar út úr bænum bilaði annar þeirra þannig að við keyrðum út í kant til að ræða um hvar við myndum skilja hann eftir. Ég fór út úr bílnum og hallaði mér að hinum bílnum og var að ræða við kærustuna mína,“ skrifar Dani en hún og kærasta hennar búa í Reykjanesbæ. In that moment I felt the most scared for my life I have ever been, the ground started shaking so much I had to grab a hold of the car and honest to god for a good 30 seconds I felt as though the ground was going to crack open and take us both.— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævi minni eins og á þessu augnabliki. Jörðin undir mér hristist svo mikið að ég varð að halda mér í bílinn. Ég sver til guðs að ég hélt í um það bil hálfa mínútu að jörðin myndi brotna og taka okkur báðar.“ Dani segir að þær hafi ákveðið að keyra bilaða bílinn aftur til Grindavíkur og skilja hann eftir. Í annarri tilraun sinni að yfirgefa bæinn tóku þær eftir stærðarinnar bungu á Grindavíkurveginum og þurftu að fara aðra leið út úr bænum. We drove our broken down car back into town quickly and left it there. On our second attempt out through the main road a huge bump appeared and we had to exit the town through another route. pic.twitter.com/ftmAPWmOBu— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 Hún segist fegin að vera komin í öruggt skjól og segir að fólkið í Grindavík hafi tekið sig að sér sem hluta af fjölskyldu. „Ég er sorgmædd að vera jafn óviss um hvað mun gerast á næstu dögum og vikum.“ Í færslu Dani Rodriguez má sjá bæði myndir og myndband frá ferð þeirra út úr Grindavík á föstudagskvöldið.
Subway-deild kvenna Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira