Þurfti mikinn umhugsunarfrest en nú á þjálfunin huginn allan Valur Páll Eiríksson skrifar 10. nóvember 2023 09:02 Haukur Páll Sigurðsson Vísir/Dúi „Ég stefni hátt í þessu eins og öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur,“ segir Haukur Páll Sigurðsson sem hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari Vals eftir 13 ár sem leikmaður liðsins. Hann er spenntur fyrir nýju hlutverki. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, hafi viðrað þjálfarahugmyndina við Hauk Pál í vetur en það hafi krafist töluverðs umhugsunarfrests að ákveða hvort hann væri tilbúinn að hætta að spila. „Arnar heyrir bara í mér þegar ég er í fríi og svona ýjar þessu að mér. Svo gefur hann mér tíma til að hugsa þetta áður en ég hitti á hann og svo fæ ég ennþá meiri tíma til að pæla í þessu. Svo var niðurstaðan að ég var klár í þetta verkefni og er ótrúlega ánægður með það,“ segir Haukur Páll. En er ekki erfitt að segja skilið við leikmannaferilinn? „Jú. Þess vegna gaf hann mér þennan tíma. Hann var auðvitað sjálfur leikmaður og þetta er það sem er skemmtilegast að gera, að spila fótbolta, en ég er ótrúlega þakklátur að geta farið að starfa við þetta og innan Vals. Auðvitað var það erfitt en ég er ánægður með þessa niðurstöðu.“ Það sé því ekki erfitt að vera ekki á leið á æfingar með liðsfélögunum innan vallar í haust. „Núna er ég bara kominn hinu megin við línuna og ég er ótrúlega spenntur og tilbúinn í þetta hlutverk,“ Ekki þjálfað áður og lærdómsferli fram undan Bæði lið í Bestu deildinni og Lengjudeildinni höfðu samband við Hauk Pál varðandi það að semja við þau sem leikmaður. Hann taldi þetta hins vegar rétta tímapunktinn til að breyta til. „Ég hef verið í fótbolta allt mitt líf og það er töluvert síðan að ég fór að hugsa um það að fara í þjálfun. Pælingin var hvort ég ætti að halda áfram að spila, ég er nú kominn á ákveðinn aldur, verð 37 ára á næsta ári og það fer að líða undir lok að spila fótbolta,“ „Ég sá fyrir mér í framtíðinni að þetta væri leið sem ég myndi fara þannig að ég var mjög ánægður þegar hann hafði samband. Það ýtti enn meira undir áhugann og þetta er niðurstaða sem ég er ánægður með,“ segir Haukur Páll sem hefur ekki starfað sem yngri flokka þjálfari hjá Val og er að fara beint í sitt fyrsta starf sem þjálfari. Klippa: Tel mig geta komið með fullt að borðinu „Núna þarf maður leggja höfuðið í bleyti og drekka í sig þekkingu frá þjálfurunum hérna í Val, hvort sem er í fótbolta eða öðrum íþróttum. Ég mun fara á fullt í það núna að bæði taka þessi námskeið hjá KSÍ, afla þekkingar hjá öðrum þjálfurum en svo tel ég mig alveg geta komið með fullt að borðinu,“ segir Haukur Páll En verður það ekki áskorun fyrir Hauk að færa sig úr leikmannshlutverkinu yfir í þjálfarahlutverkið innan leikmannahóps sem hann var hluti af á nýafstaðinni leiktíð? „Örugglega verður það svolítið skrýtið til að byrja með. En ég hef svo sem engar áhyggjur af því, ég held ég verði fljótur að aðlaga mig að því. Ég mun sinna þessu starfi bara 100 prósent og það verði ekkert vandamál,“ Stoltur af sigrunum en vinskapurinn stendur upp úr Haukur Páll vill ekki formlega leggja knattspyrnuskóna á hilluna en er þó ekki samningsbundinn Val sem leikmaður og kveðst ætla að sinna þjálfuninni af fullum hug. Hann kveðst stoltur af ferlinum sem hann átti sem leikmaður. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum ferli. Það er hægt að nefna alla titlana en það líka allt fólkið sem maður kynnist í þessu – aragrúa af fólki sem maður hefur kynnst í gegnum fótboltann. Svo skemmir ekkert fyrir að undanfarin ár höfum við verið að keppa að einhverju og unnið eitthvað. Það stendur upp úr, að vinna, og það er umhverfi sem ég vil áfram vinna í, að keppa um eitthvað.“ Haukur Páll hefur verið hjá Val lengi og upplifað tímana tvenna.Mynd / valli Haukur Páll kom 23 ára gamall til Vals, árið 2010, og hefur verið leikmaður liðsins í rúm 13 ár. En sá hann fyrir sér þegar hann samdi við liðið að hann myndi endast svo lengi hjá Val? „Þegar ég hugsa til baka þá langaði mann að fara út að gera eitthvað og bjóst kannski ekki við að vera hér í svona langan tíma en ég sé alls ekki eftir því,“ segir Haukur Páll. Aðspurður um hvort önnur 13 ár á hliðarlínunni taki við segir hann: „Það er aldrei að vita,“ og hlær við. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Besta deild karla Valur Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, hafi viðrað þjálfarahugmyndina við Hauk Pál í vetur en það hafi krafist töluverðs umhugsunarfrests að ákveða hvort hann væri tilbúinn að hætta að spila. „Arnar heyrir bara í mér þegar ég er í fríi og svona ýjar þessu að mér. Svo gefur hann mér tíma til að hugsa þetta áður en ég hitti á hann og svo fæ ég ennþá meiri tíma til að pæla í þessu. Svo var niðurstaðan að ég var klár í þetta verkefni og er ótrúlega ánægður með það,“ segir Haukur Páll. En er ekki erfitt að segja skilið við leikmannaferilinn? „Jú. Þess vegna gaf hann mér þennan tíma. Hann var auðvitað sjálfur leikmaður og þetta er það sem er skemmtilegast að gera, að spila fótbolta, en ég er ótrúlega þakklátur að geta farið að starfa við þetta og innan Vals. Auðvitað var það erfitt en ég er ánægður með þessa niðurstöðu.“ Það sé því ekki erfitt að vera ekki á leið á æfingar með liðsfélögunum innan vallar í haust. „Núna er ég bara kominn hinu megin við línuna og ég er ótrúlega spenntur og tilbúinn í þetta hlutverk,“ Ekki þjálfað áður og lærdómsferli fram undan Bæði lið í Bestu deildinni og Lengjudeildinni höfðu samband við Hauk Pál varðandi það að semja við þau sem leikmaður. Hann taldi þetta hins vegar rétta tímapunktinn til að breyta til. „Ég hef verið í fótbolta allt mitt líf og það er töluvert síðan að ég fór að hugsa um það að fara í þjálfun. Pælingin var hvort ég ætti að halda áfram að spila, ég er nú kominn á ákveðinn aldur, verð 37 ára á næsta ári og það fer að líða undir lok að spila fótbolta,“ „Ég sá fyrir mér í framtíðinni að þetta væri leið sem ég myndi fara þannig að ég var mjög ánægður þegar hann hafði samband. Það ýtti enn meira undir áhugann og þetta er niðurstaða sem ég er ánægður með,“ segir Haukur Páll sem hefur ekki starfað sem yngri flokka þjálfari hjá Val og er að fara beint í sitt fyrsta starf sem þjálfari. Klippa: Tel mig geta komið með fullt að borðinu „Núna þarf maður leggja höfuðið í bleyti og drekka í sig þekkingu frá þjálfurunum hérna í Val, hvort sem er í fótbolta eða öðrum íþróttum. Ég mun fara á fullt í það núna að bæði taka þessi námskeið hjá KSÍ, afla þekkingar hjá öðrum þjálfurum en svo tel ég mig alveg geta komið með fullt að borðinu,“ segir Haukur Páll En verður það ekki áskorun fyrir Hauk að færa sig úr leikmannshlutverkinu yfir í þjálfarahlutverkið innan leikmannahóps sem hann var hluti af á nýafstaðinni leiktíð? „Örugglega verður það svolítið skrýtið til að byrja með. En ég hef svo sem engar áhyggjur af því, ég held ég verði fljótur að aðlaga mig að því. Ég mun sinna þessu starfi bara 100 prósent og það verði ekkert vandamál,“ Stoltur af sigrunum en vinskapurinn stendur upp úr Haukur Páll vill ekki formlega leggja knattspyrnuskóna á hilluna en er þó ekki samningsbundinn Val sem leikmaður og kveðst ætla að sinna þjálfuninni af fullum hug. Hann kveðst stoltur af ferlinum sem hann átti sem leikmaður. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum ferli. Það er hægt að nefna alla titlana en það líka allt fólkið sem maður kynnist í þessu – aragrúa af fólki sem maður hefur kynnst í gegnum fótboltann. Svo skemmir ekkert fyrir að undanfarin ár höfum við verið að keppa að einhverju og unnið eitthvað. Það stendur upp úr, að vinna, og það er umhverfi sem ég vil áfram vinna í, að keppa um eitthvað.“ Haukur Páll hefur verið hjá Val lengi og upplifað tímana tvenna.Mynd / valli Haukur Páll kom 23 ára gamall til Vals, árið 2010, og hefur verið leikmaður liðsins í rúm 13 ár. En sá hann fyrir sér þegar hann samdi við liðið að hann myndi endast svo lengi hjá Val? „Þegar ég hugsa til baka þá langaði mann að fara út að gera eitthvað og bjóst kannski ekki við að vera hér í svona langan tíma en ég sé alls ekki eftir því,“ segir Haukur Páll. Aðspurður um hvort önnur 13 ár á hliðarlínunni taki við segir hann: „Það er aldrei að vita,“ og hlær við. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Valur Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki