„Íbúar í Grindavík geta verið rólegir“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 21:15 Víðir segir hættumat hafa verið óbreytt síðustu sextán daga. Ekki sé tilefni til að grípa til frekari aðgerða. Vísir/Arnar HS orka undirbýr nú varnargarða vegna mögulegs eldgoss nærri Grindavík. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mjög litlar líkur á að gos sem hæfist núna hefði áhrif í Grindavík með stuttum fyrirvara, því geti íbúar Grindavíkur verið rólegir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að verið sé að ljúka við mat á hvort ráðist verði í byggingu varnargarðsins. „Það er búið að ljúka hönnuninni, það er búið að athuga með hvaða tæki eru til og hvaða vélar. Það er búið að setja út landamerki um hvar garðurinn á að koma þannig að við erum svona að komast að þeim stað að taka á þeirri ákvörðun um hvort það eigi að halda áfram,“ sagði Víðir í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir segir fyrirhugaðan varnargarð hugsaðan til langs tíma. „Þessi garður er ekki hugsaður bara út frá þessari sviðsmynd sem við erum að fást við núna heldur fleiri, og jafnvel öðrum heldur en akkúrat þessari og er fyrst og fremst hugsað til að verja orkuverið í Svartsengi og þann búnað sem það er.“ Hættumat óbreytt frá upphafi Í dag hafa tvær fréttir þar sem rætt hefur verið við vísindamenn um málið birst á vef Vísis. Önnur þeirra ber titilinn Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér. Hin fyrirsögnin er Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana. Í kvöldfréttum var Víðir beðinn um að leggja mat á þær ólíku sviðsmyndir sem hér birtast. „Ég veit ekki nákvæmlega á hverju önnur þeirra er byggð en þetta er sem sagt þannig að við vinnum hættumat á hverjum einasta degi með vísindamönnum og það er Veðurstofan sem ber ábyrgð á vöktun og viðvörunum í svona ástandi.“ Hann segir hættumatið hafa verið óbreytt frá því að jarðskjálftar hófust á ný á Reykjanesskaga fyrir sextán dögum. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari aðgerða. Fyrirvari verði „Og það er þannig að við erum að vakta þetta allan sólarhringinn. Það er horft á þessa mæla alveg stöðugt og sífellt verið að bera saman gögnin. Ef einhver merki koma um það að kvika sé að koma til yfirborðs, þá grípum við til næstu skrefa í þessu og það er mjög ólíklegt í þessari stöðu sem er núna, að eldgos sem hæfist núna á þessum stað og þar sem umbrotin eru akkúrat í augnablikinu, myndu hafa áhrif í Grindavík með einhverjum stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Þannig að íbúar í Grindavík geta verið rólegir. En ég veit að það er óþægilegt að vera þarna útaf skjálftunum, maður skilur það vel. En vegna hraunrennslis eða hættu frá eldgosinu geta þeir verið rólegir,“ segir Víðir. Þannig að þér finnst kannski vera aðeins of æsilegur tónn þarna? „Ég held að það sé verið að mistúlka jafnvel það sem er verið að segja og menn eru að fjalla auðvitað um hlutina frá sama sjónarhorninu en með sitt hvort álitið á því. En í grunninn eru allir vísindamenn sammála um þetta að þarna sé kvika á leiðinni inn og það séu engin merki um að hún sé að brjóta sér leið til yfirborðs.“ Almannavarnir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að verið sé að ljúka við mat á hvort ráðist verði í byggingu varnargarðsins. „Það er búið að ljúka hönnuninni, það er búið að athuga með hvaða tæki eru til og hvaða vélar. Það er búið að setja út landamerki um hvar garðurinn á að koma þannig að við erum svona að komast að þeim stað að taka á þeirri ákvörðun um hvort það eigi að halda áfram,“ sagði Víðir í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir segir fyrirhugaðan varnargarð hugsaðan til langs tíma. „Þessi garður er ekki hugsaður bara út frá þessari sviðsmynd sem við erum að fást við núna heldur fleiri, og jafnvel öðrum heldur en akkúrat þessari og er fyrst og fremst hugsað til að verja orkuverið í Svartsengi og þann búnað sem það er.“ Hættumat óbreytt frá upphafi Í dag hafa tvær fréttir þar sem rætt hefur verið við vísindamenn um málið birst á vef Vísis. Önnur þeirra ber titilinn Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér. Hin fyrirsögnin er Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana. Í kvöldfréttum var Víðir beðinn um að leggja mat á þær ólíku sviðsmyndir sem hér birtast. „Ég veit ekki nákvæmlega á hverju önnur þeirra er byggð en þetta er sem sagt þannig að við vinnum hættumat á hverjum einasta degi með vísindamönnum og það er Veðurstofan sem ber ábyrgð á vöktun og viðvörunum í svona ástandi.“ Hann segir hættumatið hafa verið óbreytt frá því að jarðskjálftar hófust á ný á Reykjanesskaga fyrir sextán dögum. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari aðgerða. Fyrirvari verði „Og það er þannig að við erum að vakta þetta allan sólarhringinn. Það er horft á þessa mæla alveg stöðugt og sífellt verið að bera saman gögnin. Ef einhver merki koma um það að kvika sé að koma til yfirborðs, þá grípum við til næstu skrefa í þessu og það er mjög ólíklegt í þessari stöðu sem er núna, að eldgos sem hæfist núna á þessum stað og þar sem umbrotin eru akkúrat í augnablikinu, myndu hafa áhrif í Grindavík með einhverjum stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Þannig að íbúar í Grindavík geta verið rólegir. En ég veit að það er óþægilegt að vera þarna útaf skjálftunum, maður skilur það vel. En vegna hraunrennslis eða hættu frá eldgosinu geta þeir verið rólegir,“ segir Víðir. Þannig að þér finnst kannski vera aðeins of æsilegur tónn þarna? „Ég held að það sé verið að mistúlka jafnvel það sem er verið að segja og menn eru að fjalla auðvitað um hlutina frá sama sjónarhorninu en með sitt hvort álitið á því. En í grunninn eru allir vísindamenn sammála um þetta að þarna sé kvika á leiðinni inn og það séu engin merki um að hún sé að brjóta sér leið til yfirborðs.“
Almannavarnir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira