Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 13:47 Palestínskir flóttamenn sem flúðu suðurhluta Gasa strandar í dag. Vísir/AP Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. Um er að ræða opinbert bréf 408 lækna til íslenskra stjórnvalda annars vegar og svo opið bréf frá hjúkrunarfræðingum hins vegar. Þar er þess getið að árásirnar hafi valdið gríðarlegri eyðileggingu á innviðum Palestínu sem séu nú algjörlega að hruni komnir. Fram kemur í bréfi lækna að árásirnar undanfarna 32 daga hafi haft gríðarleg áhrif á alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þar kemur fram að minnsta kosti 193 heilbrigðisstarfsmenn hafi verið drepnir, átján sjúkrahús af 35 séu óstarfhæf ásamt 51 heilsugæslu. Hjúkrunarfræðingar hafa eftir palestínska hjúkrunarfræðingnum Mohammad Hawajreh að hann hafi séð áður óséða djúpa brunaáverka meðal barna sem þekji 40 til 70 prósent af líkamsyfirborði þeirra auk alvarlegs skorts á hjúkrunarvörum. Þá er haft eftir bandaríska hjúkrunarfræðingnum Emily Callahan að heilbrigðisstarfsfólk neyðist til að útskrifa börn með alvarlega áverka og brunasár af yfirfullum sjúkrahúsum allt of snemma í aðstæðum þar sem sé ekkert rennandi vatn og tugir þúsunda deili hverju salerni. Læknar benda á að Læknar án landamæra (MSF) hafi gefið út ákall um vopnahlé þegar í stað til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll á Gasa og til að hleypa mannúðargögnum inn á svæðið. Þeir segja ljóst að alvarleg krísa sé í gangi vegna árása Ísraela og heilbrigðiskerfi á Gasa sé löngu hrunið. Lesa má bréf lækna og hjúkrunarfræðinga til stjórnvalda í heild sinni hér fyrir neðan. Opinbert_bréf_408_lækna_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF158KBSækja skjal Opið_bréf_hjúkrunarfræðinga_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF101KBSækja skjal Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Sjá meira
Um er að ræða opinbert bréf 408 lækna til íslenskra stjórnvalda annars vegar og svo opið bréf frá hjúkrunarfræðingum hins vegar. Þar er þess getið að árásirnar hafi valdið gríðarlegri eyðileggingu á innviðum Palestínu sem séu nú algjörlega að hruni komnir. Fram kemur í bréfi lækna að árásirnar undanfarna 32 daga hafi haft gríðarleg áhrif á alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þar kemur fram að minnsta kosti 193 heilbrigðisstarfsmenn hafi verið drepnir, átján sjúkrahús af 35 séu óstarfhæf ásamt 51 heilsugæslu. Hjúkrunarfræðingar hafa eftir palestínska hjúkrunarfræðingnum Mohammad Hawajreh að hann hafi séð áður óséða djúpa brunaáverka meðal barna sem þekji 40 til 70 prósent af líkamsyfirborði þeirra auk alvarlegs skorts á hjúkrunarvörum. Þá er haft eftir bandaríska hjúkrunarfræðingnum Emily Callahan að heilbrigðisstarfsfólk neyðist til að útskrifa börn með alvarlega áverka og brunasár af yfirfullum sjúkrahúsum allt of snemma í aðstæðum þar sem sé ekkert rennandi vatn og tugir þúsunda deili hverju salerni. Læknar benda á að Læknar án landamæra (MSF) hafi gefið út ákall um vopnahlé þegar í stað til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll á Gasa og til að hleypa mannúðargögnum inn á svæðið. Þeir segja ljóst að alvarleg krísa sé í gangi vegna árása Ísraela og heilbrigðiskerfi á Gasa sé löngu hrunið. Lesa má bréf lækna og hjúkrunarfræðinga til stjórnvalda í heild sinni hér fyrir neðan. Opinbert_bréf_408_lækna_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF158KBSækja skjal Opið_bréf_hjúkrunarfræðinga_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF101KBSækja skjal
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Sjá meira