Minnisvarði um Fiskidaginn mikla verði afhjúpaður á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2023 08:37 Frá stórtónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík í ágúst síðastliðnum. Viktor Freyr Sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar vill láta reisa minnisvarða um bæjarhátíðina Fiskidaginn mikla sem afhjúpaður yrði á næsta ári. Greint var frá því um síðustu helgi að ákveðið hefði verið að hátíðin hefði nú verið haldin í síðasta sinn. Á fundi sveitarstjórnar á þriðjudag lagði forseti sveitarstjórnar fram tillögu þessa efnis sem samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum. Þar eru þeim Júlíusi Júlíussyni, Þorsteini Má Aðalsteinssyni, Óskari Óskarssyni, Guðmundi St. Jónssyni, Sigurði Jörgen Óskarsyni og Gunnari Aðalbjörnssyni færðar sérstakar þakkir fyrir fyrir styrka stjórn og ómælda vinnu við þessa „stórmerkilegu hátíð“ Fiskidaginn mikla. „Í þakklætisskyni vill sveitarstjórn fá ykkur til samstarfs um að reisa minnisvarða um Fiskidaginn Mikla sem reistur yrði og afhjúpaður 2024," segir í tillögunni. Hafi bætt ímynd Dalvíkur Í bókuninni þakkar sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar stjórn Fiskidagsins mikla fyrir samstarfið gegnum árin. „Fiskidagurinn Mikli hefur á undanförnum árum bætt ímynd Dalvíkurbyggðar, verið stolt íbúa, glatt fjölmarga gesti, endurspeglað fjölbreytt menningarlíf og vakið athygli á gestrisni íbúa.Starfsfólk og íbúar Dalvíkurbyggðar hafa lagt til óteljandi stundir til að gera hátíðina sem best úr garði gerða. Við það bætist vinir og gestir Fiskidagsins, fjölmargir bakhjarlar, styrktaraðilar og fyrirtæki. Sameiginlega gerðum við hátíðina þá stærstu á Íslandi. Dalvíkurbyggð mun sakna þess krafts, samheldni og kærleiks sem fylgdi Fiskideginum Mikla. Þakkir fá allir sem komu að eða heimsóttu Dalvíkurbyggð í 20 skipti Fiskidagsins Mikla,“ segir í bókuninni. Auknar öryggiskröfur Stjórn Fiskidagsins mikla greindi frá því í tilkynningu á sunnudaginn að eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður við undirbúning á áður fyrirhuguðum Fiskideginum mikla árið 2024 hafi var ákveðið að hann yrði ekki haldinn á ný. „Ákvörðun um að hætta er því tekin með sorg og söknuð í hjörtum þeirra sem að einstakri samkomu hafa staðið alls tuttugu sinnum frá 2001 til 2023,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að ástæðan sé sú að mikil ábyrgð hvíli á stjórn Fiskidagsins, sem skipuleggur samkomuna og heldur henni gangandi í sjálfboðavinnu. „Sú ábyrgð hefur aukist verulega á allra síðustu árum með tilheyrandi kröfum um aukna öryggis- og löggæslu. Öryggisgæsla var mun meiri í ár en sést hefur áður og þar með jókst líka kostnaður við að uppfylla margvíslegar en réttmætar kröfur um öryggismál af ýmsu tagi,“ segir í tilkynningu. „Þá ber að nefna að annar kostnaður, svo sem verð á aðföngum af flestu tagi, hefur rokið upp úr öllu valdi,“ segir jafnframt. Fiskidagurinn mikli var haldinn árlega frá 2001 til 2019. Eftir þriggja ára COVID-hlé var ákveðið að blása á ný til Fiskidagsins mikla í ágúst 2023. Gróflega má ætla að gestir Fiskidagsins mikla hafi frá upphafi verið um 600 þúsund talsins. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. 14. ágúst 2023 15:32 Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Á fundi sveitarstjórnar á þriðjudag lagði forseti sveitarstjórnar fram tillögu þessa efnis sem samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum. Þar eru þeim Júlíusi Júlíussyni, Þorsteini Má Aðalsteinssyni, Óskari Óskarssyni, Guðmundi St. Jónssyni, Sigurði Jörgen Óskarsyni og Gunnari Aðalbjörnssyni færðar sérstakar þakkir fyrir fyrir styrka stjórn og ómælda vinnu við þessa „stórmerkilegu hátíð“ Fiskidaginn mikla. „Í þakklætisskyni vill sveitarstjórn fá ykkur til samstarfs um að reisa minnisvarða um Fiskidaginn Mikla sem reistur yrði og afhjúpaður 2024," segir í tillögunni. Hafi bætt ímynd Dalvíkur Í bókuninni þakkar sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar stjórn Fiskidagsins mikla fyrir samstarfið gegnum árin. „Fiskidagurinn Mikli hefur á undanförnum árum bætt ímynd Dalvíkurbyggðar, verið stolt íbúa, glatt fjölmarga gesti, endurspeglað fjölbreytt menningarlíf og vakið athygli á gestrisni íbúa.Starfsfólk og íbúar Dalvíkurbyggðar hafa lagt til óteljandi stundir til að gera hátíðina sem best úr garði gerða. Við það bætist vinir og gestir Fiskidagsins, fjölmargir bakhjarlar, styrktaraðilar og fyrirtæki. Sameiginlega gerðum við hátíðina þá stærstu á Íslandi. Dalvíkurbyggð mun sakna þess krafts, samheldni og kærleiks sem fylgdi Fiskideginum Mikla. Þakkir fá allir sem komu að eða heimsóttu Dalvíkurbyggð í 20 skipti Fiskidagsins Mikla,“ segir í bókuninni. Auknar öryggiskröfur Stjórn Fiskidagsins mikla greindi frá því í tilkynningu á sunnudaginn að eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður við undirbúning á áður fyrirhuguðum Fiskideginum mikla árið 2024 hafi var ákveðið að hann yrði ekki haldinn á ný. „Ákvörðun um að hætta er því tekin með sorg og söknuð í hjörtum þeirra sem að einstakri samkomu hafa staðið alls tuttugu sinnum frá 2001 til 2023,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að ástæðan sé sú að mikil ábyrgð hvíli á stjórn Fiskidagsins, sem skipuleggur samkomuna og heldur henni gangandi í sjálfboðavinnu. „Sú ábyrgð hefur aukist verulega á allra síðustu árum með tilheyrandi kröfum um aukna öryggis- og löggæslu. Öryggisgæsla var mun meiri í ár en sést hefur áður og þar með jókst líka kostnaður við að uppfylla margvíslegar en réttmætar kröfur um öryggismál af ýmsu tagi,“ segir í tilkynningu. „Þá ber að nefna að annar kostnaður, svo sem verð á aðföngum af flestu tagi, hefur rokið upp úr öllu valdi,“ segir jafnframt. Fiskidagurinn mikli var haldinn árlega frá 2001 til 2019. Eftir þriggja ára COVID-hlé var ákveðið að blása á ný til Fiskidagsins mikla í ágúst 2023. Gróflega má ætla að gestir Fiskidagsins mikla hafi frá upphafi verið um 600 þúsund talsins.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. 14. ágúst 2023 15:32 Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. 14. ágúst 2023 15:32
Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43