„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. nóvember 2023 06:30 Skjálftavirknin þegar staðan var tekin um klukkan þrjú í nótt. Veðurstofa Íslands Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. Skjálftarnir hafa haldið vöku fyrir íbúum í Grindavík. „Það verður ekki mikið sofið í nótt sýnist mér. Þetta er frekar óhugguleg lífsreynsla,“ sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, á Facebook í nótt. Sagði hann engu líkara en að skjálftarnir ættu upptök sín undir heimili hans og auglýsti það til sölu. „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin,“ sagði hann á léttum nótum. Ef marka má samfélagsmiðla hafa skjálftarnir fundist vel í Keflavík, Njarðvík, Reykjavík, á Akranesi og í Borgarnesi. Stærsti skjálftinn, 5 að stærð, reið yfir klukkan 00:45 í nótt en þrír skjálftar til viðbótar reyndust 4 eða meira að stærð. Síðasti skjálftinn sem var yfir 3 mældist rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Ekkert bendir til gosóróa Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að hrinan kröftuga hafi hafist upp úr miðnætti í nótt. „Þetta hefst í þremur hviðum á tveggja tíma bili og voru sautján skjálftar yfir þremur að stærð á þeim tíma. Þar á meðal stærsti skjálftinn til þessa frá 25. október, fimm stig að stærð. Síðan nokkru seinna komu tveir skjálftar, annar 4,3 og hinn 3,9,“ segir Minney. Hún segir að það hafi fljótt dregið úr að nýju og síðan þá hafi verið heldur rólegt á svæðinu. „Það er hrina í gangi ennþá, það tikka inn smjáskjálftar en það hefur dregið töluvert úr síðan í nótt.“ Minney segir að skjálftarnir séu að raðast á mismunandi dýpi. „Að meðaltali er þetta á fjórum kílómetrum en einnig eitthvað dýpra og eitthvað grynnra. Við leyfum sérfræðingunum að rýna betur í þetta á eftir,“ segir hún og bætir við að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gosórói sé á svæðinu. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um tjón af völdum stóra skjálftans sem mældist 5 stig að stærð en hann mun hafa fundist vel á öllu Suðvesturhorninu og alveg upp í Borgarnes. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Skjálftarnir hafa haldið vöku fyrir íbúum í Grindavík. „Það verður ekki mikið sofið í nótt sýnist mér. Þetta er frekar óhugguleg lífsreynsla,“ sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, á Facebook í nótt. Sagði hann engu líkara en að skjálftarnir ættu upptök sín undir heimili hans og auglýsti það til sölu. „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin,“ sagði hann á léttum nótum. Ef marka má samfélagsmiðla hafa skjálftarnir fundist vel í Keflavík, Njarðvík, Reykjavík, á Akranesi og í Borgarnesi. Stærsti skjálftinn, 5 að stærð, reið yfir klukkan 00:45 í nótt en þrír skjálftar til viðbótar reyndust 4 eða meira að stærð. Síðasti skjálftinn sem var yfir 3 mældist rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Ekkert bendir til gosóróa Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að hrinan kröftuga hafi hafist upp úr miðnætti í nótt. „Þetta hefst í þremur hviðum á tveggja tíma bili og voru sautján skjálftar yfir þremur að stærð á þeim tíma. Þar á meðal stærsti skjálftinn til þessa frá 25. október, fimm stig að stærð. Síðan nokkru seinna komu tveir skjálftar, annar 4,3 og hinn 3,9,“ segir Minney. Hún segir að það hafi fljótt dregið úr að nýju og síðan þá hafi verið heldur rólegt á svæðinu. „Það er hrina í gangi ennþá, það tikka inn smjáskjálftar en það hefur dregið töluvert úr síðan í nótt.“ Minney segir að skjálftarnir séu að raðast á mismunandi dýpi. „Að meðaltali er þetta á fjórum kílómetrum en einnig eitthvað dýpra og eitthvað grynnra. Við leyfum sérfræðingunum að rýna betur í þetta á eftir,“ segir hún og bætir við að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gosórói sé á svæðinu. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um tjón af völdum stóra skjálftans sem mældist 5 stig að stærð en hann mun hafa fundist vel á öllu Suðvesturhorninu og alveg upp í Borgarnes.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira