Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. nóvember 2023 12:07 Borgarstjórnarfulltrúar í Kaupmannahöfn eru margir óánægðir með ísraelskan fána í skrifstofuglugga eins fulltrúa. EPA/ Liselotte Sabroe Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. DR greinir frá því að það hafi verið forseti atvinnu- og aðlögunarnefndar borgarstjórnar, hann Jens-Kristian Lütken í Venstre-flokknum sem hengdi fánann upp í gær. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni frá borgarstjórnarfélaga sínum Kashif Ahmad úr röðum Radikal Venstre-manna. Einhliða ögrun sem gagnist engum Kashif segir gjörninginn vera ónauðsynlegan og tillitslausan. „Hægt er að túlka þetta sem einhliða og ögrun og ég trúi því ekki að það gagnist neinum,“ segir Kashif. „Þetta ýtir undir skautun á tíma þar sem hættan á skautun mikil. Þarna er verið að nota Ráðhúsið, sem er opinber bygging, til að senda einhliða pólitísk skilaboð sem ég tel hvorki æskilega né nauðsynlega,“ segir hann einnig. Kashif undirstrikar að hann finni bæði til með palestínskum og ísraelskum fórnarlömbum átakanna en að þessi gjörningur gæti sent borgarbúum misvísandi skilaboð. Aðspurður hvort það sé ekki hægt sé að sýna ísraelskum fórnarlömbum stuðning á þennan hátt án þess að það þýði að maður hafi samúð með óbreyttum palestínskum borgurum svarar Kashif því játandi. „Nei, því er ég algjörlega sammála. En vegna þess að þetta er opinber bygging er hættan á því að þessi skilaboð verði misskilin mjög mikil. Við verðum einnig að hafa í huga að það eru margir gyðingar búsettir hér sem hafa tjáð það að þeir styðji ekki aðgerðir ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Með þessum gjörningi er ekki tekið tillit til þeirra sem á báðum hliðum kalla eftir friðsamlegri sambúð ríkjanna tveggja.“ Segist mega innrétta skrifstofuna eins og honum sýnist Jens-Kristian segist ósammála félaga sínum í borgarstjórninni og segist hann mega innrétta skrifstofuna sína eins og honum sýnist. „Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig það á að teljast ögrun að maður finni þörf fyrir að sýna fórnarlömbunum virðingu og þeim sem enn er haldið fanga af Hamasliðum,“ segir hann við DR. Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
DR greinir frá því að það hafi verið forseti atvinnu- og aðlögunarnefndar borgarstjórnar, hann Jens-Kristian Lütken í Venstre-flokknum sem hengdi fánann upp í gær. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni frá borgarstjórnarfélaga sínum Kashif Ahmad úr röðum Radikal Venstre-manna. Einhliða ögrun sem gagnist engum Kashif segir gjörninginn vera ónauðsynlegan og tillitslausan. „Hægt er að túlka þetta sem einhliða og ögrun og ég trúi því ekki að það gagnist neinum,“ segir Kashif. „Þetta ýtir undir skautun á tíma þar sem hættan á skautun mikil. Þarna er verið að nota Ráðhúsið, sem er opinber bygging, til að senda einhliða pólitísk skilaboð sem ég tel hvorki æskilega né nauðsynlega,“ segir hann einnig. Kashif undirstrikar að hann finni bæði til með palestínskum og ísraelskum fórnarlömbum átakanna en að þessi gjörningur gæti sent borgarbúum misvísandi skilaboð. Aðspurður hvort það sé ekki hægt sé að sýna ísraelskum fórnarlömbum stuðning á þennan hátt án þess að það þýði að maður hafi samúð með óbreyttum palestínskum borgurum svarar Kashif því játandi. „Nei, því er ég algjörlega sammála. En vegna þess að þetta er opinber bygging er hættan á því að þessi skilaboð verði misskilin mjög mikil. Við verðum einnig að hafa í huga að það eru margir gyðingar búsettir hér sem hafa tjáð það að þeir styðji ekki aðgerðir ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Með þessum gjörningi er ekki tekið tillit til þeirra sem á báðum hliðum kalla eftir friðsamlegri sambúð ríkjanna tveggja.“ Segist mega innrétta skrifstofuna eins og honum sýnist Jens-Kristian segist ósammála félaga sínum í borgarstjórninni og segist hann mega innrétta skrifstofuna sína eins og honum sýnist. „Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig það á að teljast ögrun að maður finni þörf fyrir að sýna fórnarlömbunum virðingu og þeim sem enn er haldið fanga af Hamasliðum,“ segir hann við DR.
Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira