Bendir á einn afar jákvæðan punkt í endurkomu Gylfa Þórs Aron Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2023 11:45 Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands er spenntur fyrir verðandi félagsskiptum Gylfa Þórs Vísir/Getty Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Á blaðamannafundinum í dag var Åge meðal annars spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson sem sneri aftur í íslenska landsliðið í síðasta landsliðsverkefni og gerði sér lítið fyrir og sló markamet liðsins í leiðinni. Gylfi er kominn á gott skrið með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni eftir rúmlega tveggja ára fjarveru frá boltanum og er Åge í reglulegum samskiptum við hann til að fylgjast með þróun mála. „Ég hef talað reglulega við hann undanfarið. Honum líður vel og segist vera að taka framförum. Hann gerir miklar kröfur á sjálfan sig og vill ná fyrri styrk. Það er einn afar jákvæður punktur í hans málum því hingað til hefur hann ekki hlotið neitt bakslag í endurkomu sinni á völlinn.“ Það þurfi hins vegar að passa vel upp á hann í komandi leikjum. Fram undan eru tveir erfiðir leikir. Við verðum því að vera með skýra mynd af því hversu mikið við getum lagt á hann.“ Landsliðsþjálfarinn er gífurlega ánægður með að geta nýtt sér krafta Gylfa Þórs. „Hann er mikilvægur hluti af hópnum. Ég er mjög ánægður með að hann sé mættur aftur og hafi slegið þetta met.“ Danski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Á blaðamannafundinum í dag var Åge meðal annars spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson sem sneri aftur í íslenska landsliðið í síðasta landsliðsverkefni og gerði sér lítið fyrir og sló markamet liðsins í leiðinni. Gylfi er kominn á gott skrið með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni eftir rúmlega tveggja ára fjarveru frá boltanum og er Åge í reglulegum samskiptum við hann til að fylgjast með þróun mála. „Ég hef talað reglulega við hann undanfarið. Honum líður vel og segist vera að taka framförum. Hann gerir miklar kröfur á sjálfan sig og vill ná fyrri styrk. Það er einn afar jákvæður punktur í hans málum því hingað til hefur hann ekki hlotið neitt bakslag í endurkomu sinni á völlinn.“ Það þurfi hins vegar að passa vel upp á hann í komandi leikjum. Fram undan eru tveir erfiðir leikir. Við verðum því að vera með skýra mynd af því hversu mikið við getum lagt á hann.“ Landsliðsþjálfarinn er gífurlega ánægður með að geta nýtt sér krafta Gylfa Þórs. „Hann er mikilvægur hluti af hópnum. Ég er mjög ánægður með að hann sé mættur aftur og hafi slegið þetta met.“
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira