Diljá Ýr kom aftur til Belgíu eftir landsleikjahlé og skoraði tvívegis í 3-1 útisigri á meisturum Anderlecht um síðustu helgi.
OH Leuven heur lent í öðru sæti á eftir Anderlecht undanfarin þrjú tímabil en Anderlecht hefur orðið belgískur meistari á sex tímabilum í röð. Nú lítur út fyrir að það sé nýjar drottningar í belgíska boltanum.
Þessi tvö mörk þýða líka að Diljá er nú komin með átta mörk í deildarleikjum sínum með belgíska liðinu. Hún varð um leið markahæsti leikmaður deildarinnar, komst einu marki upp fyrir Daviniu Vanmechelen hjá Club Brugge.
OH Leuven er líka með sex stiga forskot á Standard Liege á toppnum eftir sjö sigra og eitt jafntefli í fyrstu átta leikjum sínum. Súperstjarnan Diljá Ýr er því á toppnum á báðum stöðum.
OH Leuven sýndi bæði mörkin hjá Dilja á miðlum sínum og má sjá þau hér fyrir neðan. Í fyrra markinu var hún á réttum stað á fjærstönginni og í því seinna afgreiddi hún stungusendingu af mikilli fagmennsku.
Ef Instagram færslurnar birtast ekki er gott að endurhlaða fréttina.