„Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur?“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 23:21 Einar Þorsteinsson gaf ekki mikið fyrir orð Hildar Björnsdóttur, sem spurði hvort hann hefði lært bókfærslu í Hogwart skólanum, þeim sama og galdrastrákurinn Harry Potter gekk í. Vísir/Sigurjón Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins spyr hvort núverandi borgarstjóri og verðandi, hafi lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Hagræðingar borgarinnar sem kynntar voru í dag ætti frekar að kalla sjónhverfingar. Einar Þorsteinsson segist ekki skilja hvaðan öll þessi neikvæðni komi. Gert er ráð fyrir miklum viðsnúningi á rekstri borgarinnar samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun. Á næsta ári er reiknað með sex hundruð milljóna króna afgangi á rekstri A hluta borgarinnar og 7,6 milljarða króna afgangi á samstæðunni í heild, eða A og B hluta, sem má að mestu rekja til hagnaðar sem Orkuveitan gerir ráð fyrir. Áætlunin einkennist af töluverðu aðhaldi og á næstu tveimur árum er lögð árleg hagræðingakrafa á launakostnað sem nemur einu prósenti. Þá verður dregið úr ýmissi þjónustu; viðburðum í Viðey verður fækkað, kaffihúsinu á Árbæjarsafni lokað og gjaldtaka bílastæðasjóðs endurskoðuð. Borgarstjóri segir íbúafjölgun og mikinn gang í húsnæðisuppbyggingu skila sér í tekjuaukningu. Hækkun fasteignagjalda vegi þungt Fjárhagsáætlunin var til umræðu í ráðhúsinu í dag. Hildur Björnsdóttir sagði í ræðu sinni að þeir Dagur B Eggertsson, núverandi borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn og verðandi borgarstjóri, hafi mögulega lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Frekar væri um að ræða sjónhverfingar en hagræðingar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var Hildur spurð að því hvað hún ætti við með ummælum sínum. Hún sagði að fyrir ári hefði meirihlutinn boðað, eins og þau hafi orðað það, einhverjar umfangsmestu hagræðingar frá hruni. „Svo komu allir hér í dag og sögðu að það hefði orðið tíu milljarða viðsnúningur í rekstri borgarinnar og það væri allt vegna hagræðinganna. Þegar betur er að gáð sér maður auðvitað að heildarútgjöld borgarinnar hafa ekki dregist heldur þvert á móti vaxið um ellefu milljarða, “ segir Hildur. Það sem skýri þennan viðsnúning sé tekjuaukning. Tekjur hafi aukist um nærri 21 milljarð og hækkun fasteignagjalda vegi þar þungt. „Á þessu ári hækkuðu fasteignagjöld gríðarlega og Reykjavík er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem ekki brást við þessari hækkun með því að lækka álagningarhlutföll. Þannig já, þetta eru ekki eiginlegar hagræðingar heldur miklu frekar sjónhverfingar að mínu mati.“ Engar sjónhverfingar Einar Þorsteinsson var því næst spurður hvort verið væri að kasta ryki í augu fólks. „Nei svo sannarlega ekki. Ég skil ekki hvaðan þessi bölmóður og neikvæðni kemur,“ svaraði hann. Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur? 16,6 milljarða halli hafi blasað við á síðasta ári og mikil ábyrgð hafi verið sýnd með hagræðingaraðgerðum. „Við réðumst í aðgerðir sem skiluðu okkur þremur milljörðum, sem var það sem við sögðumst ætla að sækja.“ Hægt sé að vaxa út úr vandanum með því að vera leiðandi í húsnæðisuppbyggingu, líkt og Reykjavíkurborg sé. „Þannig það eru engar sjónhverfingar, þetta var planið og planið virkar.“ Umræðan um fjármál borgarinnar oft úti á túni Einar benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stutt hagræðingartillögur meirihlutans á síðasta ári og fyrir það beri að þakka. Hinsvegar hafi umræða um fjármál Reykjavíkurborgar verið „út á túni“, oft á tíðum. „Núna á þessu ári hefur verið talað um að við eigum varla fyrir launum, njótum ekki lánstrausts, og séum nánast bara gjaldþrota. Þannig hefur umræðan verið af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessari umræðu og ég held að við ættum að nota tækifærið þegar við erum að sýna jákvæðan viðsnúning að gleðjast yfir því.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir miklum viðsnúningi á rekstri borgarinnar samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun. Á næsta ári er reiknað með sex hundruð milljóna króna afgangi á rekstri A hluta borgarinnar og 7,6 milljarða króna afgangi á samstæðunni í heild, eða A og B hluta, sem má að mestu rekja til hagnaðar sem Orkuveitan gerir ráð fyrir. Áætlunin einkennist af töluverðu aðhaldi og á næstu tveimur árum er lögð árleg hagræðingakrafa á launakostnað sem nemur einu prósenti. Þá verður dregið úr ýmissi þjónustu; viðburðum í Viðey verður fækkað, kaffihúsinu á Árbæjarsafni lokað og gjaldtaka bílastæðasjóðs endurskoðuð. Borgarstjóri segir íbúafjölgun og mikinn gang í húsnæðisuppbyggingu skila sér í tekjuaukningu. Hækkun fasteignagjalda vegi þungt Fjárhagsáætlunin var til umræðu í ráðhúsinu í dag. Hildur Björnsdóttir sagði í ræðu sinni að þeir Dagur B Eggertsson, núverandi borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn og verðandi borgarstjóri, hafi mögulega lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Frekar væri um að ræða sjónhverfingar en hagræðingar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var Hildur spurð að því hvað hún ætti við með ummælum sínum. Hún sagði að fyrir ári hefði meirihlutinn boðað, eins og þau hafi orðað það, einhverjar umfangsmestu hagræðingar frá hruni. „Svo komu allir hér í dag og sögðu að það hefði orðið tíu milljarða viðsnúningur í rekstri borgarinnar og það væri allt vegna hagræðinganna. Þegar betur er að gáð sér maður auðvitað að heildarútgjöld borgarinnar hafa ekki dregist heldur þvert á móti vaxið um ellefu milljarða, “ segir Hildur. Það sem skýri þennan viðsnúning sé tekjuaukning. Tekjur hafi aukist um nærri 21 milljarð og hækkun fasteignagjalda vegi þar þungt. „Á þessu ári hækkuðu fasteignagjöld gríðarlega og Reykjavík er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem ekki brást við þessari hækkun með því að lækka álagningarhlutföll. Þannig já, þetta eru ekki eiginlegar hagræðingar heldur miklu frekar sjónhverfingar að mínu mati.“ Engar sjónhverfingar Einar Þorsteinsson var því næst spurður hvort verið væri að kasta ryki í augu fólks. „Nei svo sannarlega ekki. Ég skil ekki hvaðan þessi bölmóður og neikvæðni kemur,“ svaraði hann. Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur? 16,6 milljarða halli hafi blasað við á síðasta ári og mikil ábyrgð hafi verið sýnd með hagræðingaraðgerðum. „Við réðumst í aðgerðir sem skiluðu okkur þremur milljörðum, sem var það sem við sögðumst ætla að sækja.“ Hægt sé að vaxa út úr vandanum með því að vera leiðandi í húsnæðisuppbyggingu, líkt og Reykjavíkurborg sé. „Þannig það eru engar sjónhverfingar, þetta var planið og planið virkar.“ Umræðan um fjármál borgarinnar oft úti á túni Einar benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stutt hagræðingartillögur meirihlutans á síðasta ári og fyrir það beri að þakka. Hinsvegar hafi umræða um fjármál Reykjavíkurborgar verið „út á túni“, oft á tíðum. „Núna á þessu ári hefur verið talað um að við eigum varla fyrir launum, njótum ekki lánstrausts, og séum nánast bara gjaldþrota. Þannig hefur umræðan verið af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessari umræðu og ég held að við ættum að nota tækifærið þegar við erum að sýna jákvæðan viðsnúning að gleðjast yfir því.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels