Draga lið sitt úr keppni í efstu deild á Ítalíu í mótmælaskyni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 16:31 Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Juventus á móti Pomigliano. Getty/ Juventus FC Kvennalið Pomigliano, sem spilar í efstu deild á Ítalíu, hefur dregið lið sitt úr keppni eftir aðeins sex leiki. Ástæða þessa er að félagið er að mótmæla því mótlæti sem félagið telur sig vera að glíma við í leikjum liðsins. Forráðamenn félagsins segja að félagið sé „að berjast á móti ósýnilegum mótherjum sem taka frá þeim orku og löngun til að halda áfram.“ Pomigliano hafði aðeins spilað sex leiki á tímabilinu og þessi yfirlýsing kemur eftir að liðið tapaði leik 0-1 á móti Sampdoria í gær þar sem sigurmark Sampdoria kom úr vítaspyrnu. Lottiamo contro avversari invisibili : clamoroso #Pomigliano, #via dalla SerieA! https://t.co/Kri78vmIAz— Tuttosport (@tuttosport) November 5, 2023 Félagið sendi ítalska blaðinu Tuttosport yfirlýsingu þar sem félagið gagnrýndi skipulag deildarinnar, stjórnun fjármála hennar og frammistöðu dómara. „Að berjast gegn öllum mögulegum mótherjum gerir þetta að vonlausu verkefni,“ sagði í yfirlýsingunni. Sería A hjá konunum var gerð að fullri atvinnumannadeild fyrir 2022-23 tímabilið en í deildinni eru tíu lið. Ef Pomigliano stendur við þessa hótun þá er ekki ljóst hvernig framhaldið verður spilað. Pomigliano er ekki í neðsta sætinu en liðið hefur fengið eitt stig út úr þessum sex leikjum. Markatalan er aftur á móti þrettán mörk í mínus. Napoli situr stigalaust á botninum. Eina stig Pomigliano kom í 1-1 jafntefli við Sassuolo á útivelli í byrjun október. Síðan þá hefur liðið tapað fjórum deildarleikjum í röð og dottið út úr bikarnum. | FULL TIMEFinisce al "Liguori" #PomiglianoSampdoria 0 -1 #pcf #ConleUnghieConiDentiFIGC Calcio Femminile | eBay | GIVOVA pic.twitter.com/Rb8czwUcN9— Pomigliano Calcio Femminile (@pomiglianowomen) November 4, 2023 Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Ástæða þessa er að félagið er að mótmæla því mótlæti sem félagið telur sig vera að glíma við í leikjum liðsins. Forráðamenn félagsins segja að félagið sé „að berjast á móti ósýnilegum mótherjum sem taka frá þeim orku og löngun til að halda áfram.“ Pomigliano hafði aðeins spilað sex leiki á tímabilinu og þessi yfirlýsing kemur eftir að liðið tapaði leik 0-1 á móti Sampdoria í gær þar sem sigurmark Sampdoria kom úr vítaspyrnu. Lottiamo contro avversari invisibili : clamoroso #Pomigliano, #via dalla SerieA! https://t.co/Kri78vmIAz— Tuttosport (@tuttosport) November 5, 2023 Félagið sendi ítalska blaðinu Tuttosport yfirlýsingu þar sem félagið gagnrýndi skipulag deildarinnar, stjórnun fjármála hennar og frammistöðu dómara. „Að berjast gegn öllum mögulegum mótherjum gerir þetta að vonlausu verkefni,“ sagði í yfirlýsingunni. Sería A hjá konunum var gerð að fullri atvinnumannadeild fyrir 2022-23 tímabilið en í deildinni eru tíu lið. Ef Pomigliano stendur við þessa hótun þá er ekki ljóst hvernig framhaldið verður spilað. Pomigliano er ekki í neðsta sætinu en liðið hefur fengið eitt stig út úr þessum sex leikjum. Markatalan er aftur á móti þrettán mörk í mínus. Napoli situr stigalaust á botninum. Eina stig Pomigliano kom í 1-1 jafntefli við Sassuolo á útivelli í byrjun október. Síðan þá hefur liðið tapað fjórum deildarleikjum í röð og dottið út úr bikarnum. | FULL TIMEFinisce al "Liguori" #PomiglianoSampdoria 0 -1 #pcf #ConleUnghieConiDentiFIGC Calcio Femminile | eBay | GIVOVA pic.twitter.com/Rb8czwUcN9— Pomigliano Calcio Femminile (@pomiglianowomen) November 4, 2023
Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira