Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki sem varaflugvöllur Bjarni Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 10:31 Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi. Við höfum verið rækilega minnt á það að undanförnu hve mikilvægt það er að hafa varaflugvelli sem eru vel í sveit settir og bjóða upp á sem tryggast aðgengi, bæði úr lofti en ekki síður landleiðina þannig að ávallt sé hægt að koma farþegum áleiðis og um sem stystan veg. Jarðhræringar sem ekki sér fyrir endann á, skapa óvissuástand hvað varðar flug á Reykjanesi og við sáum hvernig staða getur komið upp, líkt og síðastliðinn vetur þegar vegsamgöngur á milli Keflavíkur og Reykjavíkur lokuðust vegna óveðurs. Hluta þess tíma var ekki hægt að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna skilyrða þar og aukinheldur lokaðist vegurinn landleiðina um tíma. Allan þennan tíma var hinsvegar, fært til Sauðárkróks og fullbúinn Alexandersflugvöllur hefði getað þjónað flugumferð til og frá landinu. Einstök staðsetning flugvallarins Það er einfaldlega mikil þörf á varaflugvelli þar sem aðstæður til lendingar og flugtaks eru sem bestar, ekki mjög fjarri Keflavíkurflugvelli og einnig flugvellinum á Akureyri og ljóst að aðrir flugvellir uppfylla þau skilyrði ekki eins vel. Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki er aðeins 120 km frá Akureyri. Á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur eru um 295 km. Milli Akureyrar og Reykjavíkur eru um 390 km, milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 650 km og milli Akureyrar og Egilsstaða um 265 km. Það er því töluverður munur á vegalengdum og ferðatíma á milli Egilsstaða og Reykjavíkur annars vegar og Sauðárkróks og Reykjavíkur hins vegar. Greiðar samgöngur og góð flugskilyrði Í gögnum frá Vegagerðinni frá árinu 2019 kemur fram að þjóðvegurinn frá Sauðárkróki til Reykjavíkur hafi aðeins verið lokaður í 0,7 daga á ári frá árinu 2011 á meðan lokanir á þjóðveginum frá Egilsstöðum að höfuðborgarsvæðinu lokast í 2,5 daga á ári ef keyrt er suður leiðina og næstum 10 daga á ári ef styttri leiðin um norðurland er farin. Aðflug í Skagafirði er gott, enda fjörðurinn víður og lítið um hindranir. Völlurinn vísar í norður og suður sem eru einnig ríkjandi vindáttir í Skagafirði. Þá er staðsetning vallarins hagstæð með tilliti til snjóa og álags á flugbrautum. Heilt yfir er mikilvægt að við tryggjum öryggi samganga, hvort sem er á jörðu, sjó eða í lofti. Þessi tillaga er liður í því að fjölga valkostum á þeirri vegferð. Varaflugvallagjald nýtist bæði til uppbyggingar varaflugvalla og flugvalla sem gegna sjúkraflugi Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi. Samgönguyfirvöld hafa verið of sporstutt undanfarin ár í uppbyggingu varaflugvalla og flugvalla sem skipta einnig sköpum fyrir sjúkraflug, og nefni ég þar sérstaklega Blönduósflugvöll. Það er mikilvægt að fjármunir sem fást í gegnum varaflugvallargjaldið sem samþykkt var á alþingi síðastliðið vor og tók gildi 1 nóv. sl. skili sér í uppbyggingu þessara flugvalla og búnaðar til að auka öryggi þeirra. Áætlað er að varaflugvallargjaldið geti skilað um 1,5 milljarði árlega, en gæta þarf þess að þeir fjármunir skili sér sannarlega beint í þau verkefni sem þeim er ætlað, uppbyggingu flugbrauta og búnaðar til að bæta flugöryggi. Ég vænti þess ásamt meðflutningsmanni mínum, Bergþóri Ólasyni að tillagan fái góðar viðtökur og samgönguyfirvöld gerist sporléttari í að greiða fyrir málinu. https://www.althingi.is/altext/154/s/0127.html Einsýnt er að verulegur ávinningur yrði af uppbyggingu við Alexandersflugvöll og ljóst að slíkur flugvöllur muni þjóna landinu öllu vel sem varaflugvöllur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis og samgöngunefndar alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fréttir af flugi Skagafjörður Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi. Við höfum verið rækilega minnt á það að undanförnu hve mikilvægt það er að hafa varaflugvelli sem eru vel í sveit settir og bjóða upp á sem tryggast aðgengi, bæði úr lofti en ekki síður landleiðina þannig að ávallt sé hægt að koma farþegum áleiðis og um sem stystan veg. Jarðhræringar sem ekki sér fyrir endann á, skapa óvissuástand hvað varðar flug á Reykjanesi og við sáum hvernig staða getur komið upp, líkt og síðastliðinn vetur þegar vegsamgöngur á milli Keflavíkur og Reykjavíkur lokuðust vegna óveðurs. Hluta þess tíma var ekki hægt að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna skilyrða þar og aukinheldur lokaðist vegurinn landleiðina um tíma. Allan þennan tíma var hinsvegar, fært til Sauðárkróks og fullbúinn Alexandersflugvöllur hefði getað þjónað flugumferð til og frá landinu. Einstök staðsetning flugvallarins Það er einfaldlega mikil þörf á varaflugvelli þar sem aðstæður til lendingar og flugtaks eru sem bestar, ekki mjög fjarri Keflavíkurflugvelli og einnig flugvellinum á Akureyri og ljóst að aðrir flugvellir uppfylla þau skilyrði ekki eins vel. Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki er aðeins 120 km frá Akureyri. Á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur eru um 295 km. Milli Akureyrar og Reykjavíkur eru um 390 km, milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 650 km og milli Akureyrar og Egilsstaða um 265 km. Það er því töluverður munur á vegalengdum og ferðatíma á milli Egilsstaða og Reykjavíkur annars vegar og Sauðárkróks og Reykjavíkur hins vegar. Greiðar samgöngur og góð flugskilyrði Í gögnum frá Vegagerðinni frá árinu 2019 kemur fram að þjóðvegurinn frá Sauðárkróki til Reykjavíkur hafi aðeins verið lokaður í 0,7 daga á ári frá árinu 2011 á meðan lokanir á þjóðveginum frá Egilsstöðum að höfuðborgarsvæðinu lokast í 2,5 daga á ári ef keyrt er suður leiðina og næstum 10 daga á ári ef styttri leiðin um norðurland er farin. Aðflug í Skagafirði er gott, enda fjörðurinn víður og lítið um hindranir. Völlurinn vísar í norður og suður sem eru einnig ríkjandi vindáttir í Skagafirði. Þá er staðsetning vallarins hagstæð með tilliti til snjóa og álags á flugbrautum. Heilt yfir er mikilvægt að við tryggjum öryggi samganga, hvort sem er á jörðu, sjó eða í lofti. Þessi tillaga er liður í því að fjölga valkostum á þeirri vegferð. Varaflugvallagjald nýtist bæði til uppbyggingar varaflugvalla og flugvalla sem gegna sjúkraflugi Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi. Samgönguyfirvöld hafa verið of sporstutt undanfarin ár í uppbyggingu varaflugvalla og flugvalla sem skipta einnig sköpum fyrir sjúkraflug, og nefni ég þar sérstaklega Blönduósflugvöll. Það er mikilvægt að fjármunir sem fást í gegnum varaflugvallargjaldið sem samþykkt var á alþingi síðastliðið vor og tók gildi 1 nóv. sl. skili sér í uppbyggingu þessara flugvalla og búnaðar til að auka öryggi þeirra. Áætlað er að varaflugvallargjaldið geti skilað um 1,5 milljarði árlega, en gæta þarf þess að þeir fjármunir skili sér sannarlega beint í þau verkefni sem þeim er ætlað, uppbyggingu flugbrauta og búnaðar til að bæta flugöryggi. Ég vænti þess ásamt meðflutningsmanni mínum, Bergþóri Ólasyni að tillagan fái góðar viðtökur og samgönguyfirvöld gerist sporléttari í að greiða fyrir málinu. https://www.althingi.is/altext/154/s/0127.html Einsýnt er að verulegur ávinningur yrði af uppbyggingu við Alexandersflugvöll og ljóst að slíkur flugvöllur muni þjóna landinu öllu vel sem varaflugvöllur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis og samgöngunefndar alþingis
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun