Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. nóvember 2023 07:01 Ari Freyr Skúlason spilaði sinn síðasta landsleik á móti Rúmeníu í Búkarest í nóvember 2021. Getty/Alex Nicodim Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. Náðu ótrúlegum árangri saman og mynduðu dýrmætan vinskap „Enginn bjóst við þessu, ekki einu sinni ég þó mig hafi dreymt um þetta sem krakki, það sem við gerðum var alveg magnað. Vinskapurinn á milli okkar allra sem voru þarna lengst í þessu er ómetanlegur. Maður hefur átt skemmtileg tímabil í hinum og þessum liðum en það er ekkert sem toppar þetta ævintýri“ sagði Ari Freyr um tíma sinn með landsliðinu, hann fer í sögubækurnar sem 10. leikjahæsti landsliðsmaður Íslands með 83 A-landsleiki að baki, auk þess spilaði hann 25 leiki fyrir yngri landsliðin. Ari var hluti af gullaldarkynslóð íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem komst tvívegis á stórmót, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi. Hann hefur hins vegar ekki gefið kost á sér í landsliðsverkefni síðastliðin tvö ár. Allt í bulli undir lokin með landsliðinu „Þegar Arnar [er með liðið] allavega síðasta árið mitt þarna, það var allt í bulli, fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið það var í bulli. Maður veit aldrei hvað gerist bakvið tjöldin en þetta var rosalega erfitt, fyrir alla aðila sem voru að vinna í þessu, fyrir okkur sem vorum að spila og þjálfarann sem átti að höndla þetta“ sagði Ari um endalok sín með íslenska landsliðinu. Eins og alþjóð veit gekk liðið í gegnum erfiða tíma, viðkvæm mál komu ítrekað upp utan vallar, árangur liðsins innan vallar var afar slæmur og mikil óánægja myndaðist. Þjálfaraskipti áttu sér stað síðastliðið vor og almenningsálit á landsliðinu hefur hækkað í kjölfarið. Ari segist horfa fram á bjartari tíma og vonar að Ísland geti aftur gert sér ferð á stórmót. Þokast í rétta átt „Maður sér það núna, leikmenn að koma inn sem eru að spila í sínum liðum, ofboðslega duglegir og flottir einstaklingar. Ungir og efnilegir með reynslubolta við hlið sér, við erum á leiðinni í rétta átt og ég vona innilega að við komumst aftur á stórmót því það er svo geggjað. Bæði fyrir okkur leikmenn og þjóðina að upplifa svona aftur.“ En ef svo færi að Ísland kæmist aftur á stórmót, yrði Ari meðal áhorfenda í stúkunni? „Klárlega, ég yrði mættur að sníkja miða frá einhverjum sem ég þekki“ sagði Ari léttur að lokum og brosti út í annað. Viðtalið allt við Ara Frey má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Náðu ótrúlegum árangri saman og mynduðu dýrmætan vinskap „Enginn bjóst við þessu, ekki einu sinni ég þó mig hafi dreymt um þetta sem krakki, það sem við gerðum var alveg magnað. Vinskapurinn á milli okkar allra sem voru þarna lengst í þessu er ómetanlegur. Maður hefur átt skemmtileg tímabil í hinum og þessum liðum en það er ekkert sem toppar þetta ævintýri“ sagði Ari Freyr um tíma sinn með landsliðinu, hann fer í sögubækurnar sem 10. leikjahæsti landsliðsmaður Íslands með 83 A-landsleiki að baki, auk þess spilaði hann 25 leiki fyrir yngri landsliðin. Ari var hluti af gullaldarkynslóð íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem komst tvívegis á stórmót, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi. Hann hefur hins vegar ekki gefið kost á sér í landsliðsverkefni síðastliðin tvö ár. Allt í bulli undir lokin með landsliðinu „Þegar Arnar [er með liðið] allavega síðasta árið mitt þarna, það var allt í bulli, fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið það var í bulli. Maður veit aldrei hvað gerist bakvið tjöldin en þetta var rosalega erfitt, fyrir alla aðila sem voru að vinna í þessu, fyrir okkur sem vorum að spila og þjálfarann sem átti að höndla þetta“ sagði Ari um endalok sín með íslenska landsliðinu. Eins og alþjóð veit gekk liðið í gegnum erfiða tíma, viðkvæm mál komu ítrekað upp utan vallar, árangur liðsins innan vallar var afar slæmur og mikil óánægja myndaðist. Þjálfaraskipti áttu sér stað síðastliðið vor og almenningsálit á landsliðinu hefur hækkað í kjölfarið. Ari segist horfa fram á bjartari tíma og vonar að Ísland geti aftur gert sér ferð á stórmót. Þokast í rétta átt „Maður sér það núna, leikmenn að koma inn sem eru að spila í sínum liðum, ofboðslega duglegir og flottir einstaklingar. Ungir og efnilegir með reynslubolta við hlið sér, við erum á leiðinni í rétta átt og ég vona innilega að við komumst aftur á stórmót því það er svo geggjað. Bæði fyrir okkur leikmenn og þjóðina að upplifa svona aftur.“ En ef svo færi að Ísland kæmist aftur á stórmót, yrði Ari meðal áhorfenda í stúkunni? „Klárlega, ég yrði mættur að sníkja miða frá einhverjum sem ég þekki“ sagði Ari léttur að lokum og brosti út í annað. Viðtalið allt við Ara Frey má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira