Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. nóvember 2023 07:01 Ari Freyr Skúlason spilaði sinn síðasta landsleik á móti Rúmeníu í Búkarest í nóvember 2021. Getty/Alex Nicodim Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. Náðu ótrúlegum árangri saman og mynduðu dýrmætan vinskap „Enginn bjóst við þessu, ekki einu sinni ég þó mig hafi dreymt um þetta sem krakki, það sem við gerðum var alveg magnað. Vinskapurinn á milli okkar allra sem voru þarna lengst í þessu er ómetanlegur. Maður hefur átt skemmtileg tímabil í hinum og þessum liðum en það er ekkert sem toppar þetta ævintýri“ sagði Ari Freyr um tíma sinn með landsliðinu, hann fer í sögubækurnar sem 10. leikjahæsti landsliðsmaður Íslands með 83 A-landsleiki að baki, auk þess spilaði hann 25 leiki fyrir yngri landsliðin. Ari var hluti af gullaldarkynslóð íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem komst tvívegis á stórmót, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi. Hann hefur hins vegar ekki gefið kost á sér í landsliðsverkefni síðastliðin tvö ár. Allt í bulli undir lokin með landsliðinu „Þegar Arnar [er með liðið] allavega síðasta árið mitt þarna, það var allt í bulli, fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið það var í bulli. Maður veit aldrei hvað gerist bakvið tjöldin en þetta var rosalega erfitt, fyrir alla aðila sem voru að vinna í þessu, fyrir okkur sem vorum að spila og þjálfarann sem átti að höndla þetta“ sagði Ari um endalok sín með íslenska landsliðinu. Eins og alþjóð veit gekk liðið í gegnum erfiða tíma, viðkvæm mál komu ítrekað upp utan vallar, árangur liðsins innan vallar var afar slæmur og mikil óánægja myndaðist. Þjálfaraskipti áttu sér stað síðastliðið vor og almenningsálit á landsliðinu hefur hækkað í kjölfarið. Ari segist horfa fram á bjartari tíma og vonar að Ísland geti aftur gert sér ferð á stórmót. Þokast í rétta átt „Maður sér það núna, leikmenn að koma inn sem eru að spila í sínum liðum, ofboðslega duglegir og flottir einstaklingar. Ungir og efnilegir með reynslubolta við hlið sér, við erum á leiðinni í rétta átt og ég vona innilega að við komumst aftur á stórmót því það er svo geggjað. Bæði fyrir okkur leikmenn og þjóðina að upplifa svona aftur.“ En ef svo færi að Ísland kæmist aftur á stórmót, yrði Ari meðal áhorfenda í stúkunni? „Klárlega, ég yrði mættur að sníkja miða frá einhverjum sem ég þekki“ sagði Ari léttur að lokum og brosti út í annað. Viðtalið allt við Ara Frey má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira
Náðu ótrúlegum árangri saman og mynduðu dýrmætan vinskap „Enginn bjóst við þessu, ekki einu sinni ég þó mig hafi dreymt um þetta sem krakki, það sem við gerðum var alveg magnað. Vinskapurinn á milli okkar allra sem voru þarna lengst í þessu er ómetanlegur. Maður hefur átt skemmtileg tímabil í hinum og þessum liðum en það er ekkert sem toppar þetta ævintýri“ sagði Ari Freyr um tíma sinn með landsliðinu, hann fer í sögubækurnar sem 10. leikjahæsti landsliðsmaður Íslands með 83 A-landsleiki að baki, auk þess spilaði hann 25 leiki fyrir yngri landsliðin. Ari var hluti af gullaldarkynslóð íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem komst tvívegis á stórmót, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi. Hann hefur hins vegar ekki gefið kost á sér í landsliðsverkefni síðastliðin tvö ár. Allt í bulli undir lokin með landsliðinu „Þegar Arnar [er með liðið] allavega síðasta árið mitt þarna, það var allt í bulli, fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið það var í bulli. Maður veit aldrei hvað gerist bakvið tjöldin en þetta var rosalega erfitt, fyrir alla aðila sem voru að vinna í þessu, fyrir okkur sem vorum að spila og þjálfarann sem átti að höndla þetta“ sagði Ari um endalok sín með íslenska landsliðinu. Eins og alþjóð veit gekk liðið í gegnum erfiða tíma, viðkvæm mál komu ítrekað upp utan vallar, árangur liðsins innan vallar var afar slæmur og mikil óánægja myndaðist. Þjálfaraskipti áttu sér stað síðastliðið vor og almenningsálit á landsliðinu hefur hækkað í kjölfarið. Ari segist horfa fram á bjartari tíma og vonar að Ísland geti aftur gert sér ferð á stórmót. Þokast í rétta átt „Maður sér það núna, leikmenn að koma inn sem eru að spila í sínum liðum, ofboðslega duglegir og flottir einstaklingar. Ungir og efnilegir með reynslubolta við hlið sér, við erum á leiðinni í rétta átt og ég vona innilega að við komumst aftur á stórmót því það er svo geggjað. Bæði fyrir okkur leikmenn og þjóðina að upplifa svona aftur.“ En ef svo færi að Ísland kæmist aftur á stórmót, yrði Ari meðal áhorfenda í stúkunni? „Klárlega, ég yrði mættur að sníkja miða frá einhverjum sem ég þekki“ sagði Ari léttur að lokum og brosti út í annað. Viðtalið allt við Ara Frey má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira