Vatnshellir á Snæfellsnesi nýtur mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2023 20:30 Ægir Þór Þórsson framkvæmdastjóri Vatnshellisins á Snæfellsnesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðir í Vatnshelli á Snæfellsnesi með ferðamenn hafa heldur betur slegið í gegn því það eru farnar sextán ferðir á dag þegar mest er að gera. Um er að ræða tvö hundruð metra langan hraunhelli þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Snæfellsnesi. Hellirinn er aðgengilegur með hringstigum en þá er farið um 35 metra niður fyrir yfirborð jarðar og um 200 metra inn í hellinn með vasaljósum. Feðgarnir Þór Magnússon og Ægir Þór eiga heiðurinn af starfseminni og hellaferðunum. „Þetta er hraunrása hellir, sem að varð til hér fyrir átta þúsund árum, gaus hér í eldfjalli, sem er hér á bak við og heitir Purkhóll. Hann er um 200 metra langur og við förum svona 35 metra undir yfirborðið í þessari ferð, sem við erum að fara og það er eiginlega skoðaður allur hellirinn í þeirri ferð. Það er frekar hátt til loft myndi ég segja miðað við aðra hella en kannski ekkert rosalega langur þannig séð,” segir Ægir Þór Þórsson framkvæmdastjóri hellisins. Ægir segir að ferðirnar í hellinn hafi alveg slegið í gegn. „Já, það má alveg segja það. Við erum búin að vera hérna núna í 10 ár og þetta hefur bara gengið vel. Það eru auðvitað eins og á flestum ferðamannastöðum þá eru þetta langmest erlendir ferðamenn en þetta hafa verið svona tíu prósent Íslendingar í gegnum tíðina hjá okkur. Þetta eru svona um 16 ferðir á dag þegar mest er að gera, sem við erum að fara. Það er á hálftíma fresti alveg frá 10:00 til 17:30,” segir Ægir. Ferðamenn eru mjög ánægðir með þá upplifun, sem fylgir því að fara í hellinn.Aðsend En hver er upplifun ferðamanna, sem hafa skoðað hellinn? „Bara mjög góð myndi ég segja. Við höfum bara verið mjög ánægð með viðtökurnar og fólk virðist bara fíla þetta mjög vel að komast svona inn í hraunrásahelli.” Heimasíða fyrirtækisins Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Snæfellsnesi. Hellirinn er aðgengilegur með hringstigum en þá er farið um 35 metra niður fyrir yfirborð jarðar og um 200 metra inn í hellinn með vasaljósum. Feðgarnir Þór Magnússon og Ægir Þór eiga heiðurinn af starfseminni og hellaferðunum. „Þetta er hraunrása hellir, sem að varð til hér fyrir átta þúsund árum, gaus hér í eldfjalli, sem er hér á bak við og heitir Purkhóll. Hann er um 200 metra langur og við förum svona 35 metra undir yfirborðið í þessari ferð, sem við erum að fara og það er eiginlega skoðaður allur hellirinn í þeirri ferð. Það er frekar hátt til loft myndi ég segja miðað við aðra hella en kannski ekkert rosalega langur þannig séð,” segir Ægir Þór Þórsson framkvæmdastjóri hellisins. Ægir segir að ferðirnar í hellinn hafi alveg slegið í gegn. „Já, það má alveg segja það. Við erum búin að vera hérna núna í 10 ár og þetta hefur bara gengið vel. Það eru auðvitað eins og á flestum ferðamannastöðum þá eru þetta langmest erlendir ferðamenn en þetta hafa verið svona tíu prósent Íslendingar í gegnum tíðina hjá okkur. Þetta eru svona um 16 ferðir á dag þegar mest er að gera, sem við erum að fara. Það er á hálftíma fresti alveg frá 10:00 til 17:30,” segir Ægir. Ferðamenn eru mjög ánægðir með þá upplifun, sem fylgir því að fara í hellinn.Aðsend En hver er upplifun ferðamanna, sem hafa skoðað hellinn? „Bara mjög góð myndi ég segja. Við höfum bara verið mjög ánægð með viðtökurnar og fólk virðist bara fíla þetta mjög vel að komast svona inn í hraunrásahelli.” Heimasíða fyrirtækisins
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent