Íslenska bútasaumsfélagið – þrjú hundruð konur og einn karl Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2023 20:31 Fjórar af konunum, sem eiga heiðurinn af sýningunni og uppsetningu hennar. Frá vinstri. Margrét Óskarsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Kristín Erlendsdóttir og Selma Gísladóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimmtíu bútasaumskonur og einn karlmaður opnuðu sýningu á verkum sínum í dag í Hafnarfirði þar sem sjá má fjölbreytt úrval af allskonar bútasaumi. Ellefu ára stelpa sýnir líka verk sín. Það er í Hásölum, sem er safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, sem sýningin fer fram um helgina. Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt og falleg, allskonar bútasaumur, stór og lítil verk. Þar er til dæmis eitt teppi með 50 húsum en ekkert þeirra er eins. Þá er mjög falleg sjálfsmynd af bútasaumskonu, sem gerði mynd af sjálfri sér. Um er að ræða jólasýningu Íslenska bútasaumfélagsins þar sem um 300 konur af öllu landinu eru félagsmenn og einn karlmaður að auki. „Ég er nú búin að vera að sauma í 65 ár. Það er allt og ekkert skemmtilegt við þetta, það er þó fljótara að nefna það sem er leiðinlegt,” segir Pétur Guðmundsson og hlær, stoltur og ánægður með að vera í félaginu. Pétur Guðmundsson, sem er eini karlmaðurinn í Íslenska bútasaumsfélaginu og leiðist það ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði hefðbundinn bútasaumur á sýningunni og einnig verk, sem konur hanna algjörlega frá grunni sjálfar,” segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sem er í sýningarnefnd félagsins. Og Sigrún segir ótrúlega mikinn bútasaumsáhuga í gangi. „Já, það eru hópar víðar um land, sem koma saman og sauma saman og þetta er mjög róandi og gefandi og þetta er mikil hugarleikfimi því það þarf alltaf að standast á svo það er mjög gott að halda áfram fram í rauðan dauðann að sauma,” segir Sigrún. En hvað er skemmtilegast við bútasaum að mati Sigrúnar? „Það er félagsskapurinn, að kynnast þessu frábæra fólki og bara þessi list. Þeir, sem þurfa að tjá sína list og þeir, sem vilja fá rónna, sem fylgir því að skapa eitthvað og búa til í höndunum eru í bútasaumi.” Sýningin er opin 12:00-17:00 um helgina, laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á sýnikennslu í bútasaum og sölubásar verða á staðnum. Fjölbreytt úrval verka eru á sýningunni og einhver verk eru til sölu. Aðgangur er ókeypis. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og jólapúði er á sýningunni eftir 11 ára stelpu, sem er mjög fallegur. „Já, hún fær að fara í kistuna hjá ömmu sinni og saumaði púðann þegar hún var í heimsókn hjá ömmu. Púðinn er glæsilegur hjá henni en hún er með tvo púða hér á sýningunni,” segir Sigrún um leið og hún hvetur alla áhugasama að koma á sýninguna í Hafnarfirði um helgina. Aðgangur er ókeypis. Facebooksíða félagsins Hafnarfjörður Handverk Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Það er í Hásölum, sem er safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, sem sýningin fer fram um helgina. Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt og falleg, allskonar bútasaumur, stór og lítil verk. Þar er til dæmis eitt teppi með 50 húsum en ekkert þeirra er eins. Þá er mjög falleg sjálfsmynd af bútasaumskonu, sem gerði mynd af sjálfri sér. Um er að ræða jólasýningu Íslenska bútasaumfélagsins þar sem um 300 konur af öllu landinu eru félagsmenn og einn karlmaður að auki. „Ég er nú búin að vera að sauma í 65 ár. Það er allt og ekkert skemmtilegt við þetta, það er þó fljótara að nefna það sem er leiðinlegt,” segir Pétur Guðmundsson og hlær, stoltur og ánægður með að vera í félaginu. Pétur Guðmundsson, sem er eini karlmaðurinn í Íslenska bútasaumsfélaginu og leiðist það ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði hefðbundinn bútasaumur á sýningunni og einnig verk, sem konur hanna algjörlega frá grunni sjálfar,” segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sem er í sýningarnefnd félagsins. Og Sigrún segir ótrúlega mikinn bútasaumsáhuga í gangi. „Já, það eru hópar víðar um land, sem koma saman og sauma saman og þetta er mjög róandi og gefandi og þetta er mikil hugarleikfimi því það þarf alltaf að standast á svo það er mjög gott að halda áfram fram í rauðan dauðann að sauma,” segir Sigrún. En hvað er skemmtilegast við bútasaum að mati Sigrúnar? „Það er félagsskapurinn, að kynnast þessu frábæra fólki og bara þessi list. Þeir, sem þurfa að tjá sína list og þeir, sem vilja fá rónna, sem fylgir því að skapa eitthvað og búa til í höndunum eru í bútasaumi.” Sýningin er opin 12:00-17:00 um helgina, laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á sýnikennslu í bútasaum og sölubásar verða á staðnum. Fjölbreytt úrval verka eru á sýningunni og einhver verk eru til sölu. Aðgangur er ókeypis. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og jólapúði er á sýningunni eftir 11 ára stelpu, sem er mjög fallegur. „Já, hún fær að fara í kistuna hjá ömmu sinni og saumaði púðann þegar hún var í heimsókn hjá ömmu. Púðinn er glæsilegur hjá henni en hún er með tvo púða hér á sýningunni,” segir Sigrún um leið og hún hvetur alla áhugasama að koma á sýninguna í Hafnarfirði um helgina. Aðgangur er ókeypis. Facebooksíða félagsins
Hafnarfjörður Handverk Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira