Söngkonan fer á kostum á tónleikunum og syngur margar af sínum frægustu perlum í bland við önnur lög. Á milli laga segir hún í spjalli við Völu Eiríks skemmtilegar sögur frá ferlinum.
Meðal annars hvernig það kom til að hún var fengin til að syngja Mamma þarf að djamma með Baggalút og söguna á bakvið Is it true? ævintýrið árið 2009.
Hægt er að horfa á tónleikana í spilaranum hér fyrir neðan og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi í myndlykli.
Þá er einnig hægt að hlusta á þá á Bylgjunni. Tónleikarnir byrjuðu klukkan 20:00.
Næstu sjö fimmtudagskvöld verða tónleikar á dagskrá hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni.
Dagskrána má sjá hér fyrir neðan.
- 2. nóvember: Jóhanna Guðrún
- 9. nóvember: Klara Elias
- 16. nóvember: Friðrik Dór
- 23. nóvember: Una Torfa
- 30. nóvember: Ragga Gísla
- 7. desember: Jónas Sig
- 16. desember: Jólaþáttur með öllum söngvurunum
Myndir frá tónleikunum má sjá hér fyrir neðan:








