„Þetta er mjög löng og ströng barátta sem er framundan“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 07:01 Líf Glódísar Leu og fjölskyldu hennar umturnaðist fyrr á árinu þegar Glódís Lea greindist með sjaldgæft og illvígt krabbamein. Samsett Hin þriggja ára gamla Glódís Lea Ingólfsdóttir greindist með illvígt krabbamein í júlí síðastliðnum og í kjölfarið snerist líf hennar og fjölskyldunnar á hvolf. Undanfarna mánuði hefur Glódís þurft að gangast undir stranga lyfjameðferð til að vinna bug á meininu og baráttunni er enn ekki lokið. Á morgun fara hinir árlegu góðgerðarleikar Hress fram í fjórtánda skipti og mun allur ágóði renna óskiptur til Glódísar Leu og fjölskyldu hennar. Foreldrar Glódísar, þau Harpa Björk Hilmarsdóttir og Ingólfur Steinar Pálsson geta ekki sótt vinnu á meðan á meðferðinni stendur en þau standa saman sem traust bakland fyrir dóttur sína. „Það komu ábendingar um að styrkja Glódísi Leu frá samstarfsfélögum Hörpu Bjarkar frá Hrafnistu,“ segir Linda Björk Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Hress í Hafnarfirði en Hressleikarnir eru einn af hápunktum ársins hjá stöðinni. „Við fengum nokkrar ábendingar enda þörfin mikil hjá mörgum. Valið er oft erfitt en tengingarnar voru sterkar við Hress. Þar sem Glódís er í meðferð erlendis þá var þetta ekki spurning um að stuðningurinn frá Hress kæmi sér vel,“ segir Linda jafnframt. Feðginin Glódís Lea og Ingólfur Steinar.Aðsend Hefur staðið sig eins og hetja Í júlí síðastliðnum greindist Glódís Lea með neuroblastoma á fjórða stigi en um gífurlega sjaldgæft krabbamein er að ræða. Einungis er vitað um eitt annað tilfelli hér á landi þar sem þessi tegund krabbameins hefur greinst hjá svo ungu barni. Glódís hafði ekki sýnt nein einkenni veikinda áður en við frekari rannsóknir komu í ljós stór æxli á fjórum öðrum stöðum, ásamt mörgum litlum meinvörpum á víð og dreif um líkamann. Glódís Lea greindist með illvígt krabbamein einungis nokkrum vikum eftir að hún fagnaði þriggja ára afmælinu sínu.Aðsend Að sögn Lindu hefur Glódís Lea þurft að gangast í gegnum harða lyfjameðferð, innlögn á gjörgæslu og miklar rannsóknir svo eitthvað sé nefnt. En frá því að Glódís greindist hefur hún staðið sig hetjulega í gegnum fyrsta hluta meðferðarinnar. Nú er komið að næsta skrefi ferlisins og þann 16.október síðastliðinn fór Glódís Lea ásamt foreldrum sínum til Svíþjóðar. „Hún gekkst undir stóra og flókna aðgerð í síðustu viku, til að fjarlægja æxlin. Aðgerðin gekk vel. Eins og er þá eru horfurnar ágætar,“ segir Linda en hún hefur verið í nánu sambandi við Hörpu Björk undanfarnar vikur. Linda Björk hefur haft veg og vanda af Hressleikunum frá byrjun.Aðsend Að sögn Lindu tekur nú við löng og þung háskammtameðferð, þar sem ekki er hægt að meðhöndla krabbamein að þessari gerð hérlendis. Glódís Lea og foreldrar hennar munu dvelja í Svíþjóð næstu vikurnar. Eldri systur Glódísar Leu, sem eru 6 og 10 ára munu dvelja á Íslandi á meðan. Að sögn Lindu er draumur foreldranna að komast heim til Íslands fyrir jól. „En það getur brugðið til beggja vona og það er ekkert öruggt í þessum efnum. Þetta er mjög löng og ströng barátta sem er framundan.“ Skemmtilegasta edrúpartý landsins Líkt og Linda bendir á þá eru tekjumissir og fjárhagsáhyggjur það seinasta sem fjölskyldan ætti að þurfa að hafa áhyggjur af í þessum krefjandi aðstæðum. „Við viljum veita þeim bakland á meðan þau eru úti, og tryggja að þau þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af fjárhagnum. Við viljum tryggja að þau geti einblínt eingöngu á bataferlið.“ Líkt og fyrr segir verða Góðgerðarleikar Hress haldnir í fjórtánda sinn næstkomandi laugardag. Hressleikarnir er tveggja tíma æfingaveisla með sjö 30 manna liðum þar sem hver hópur er með sitt litaþema. Að sögn Lindu er hér á ferð „skemmtilegasta edrúpartý landsins“, þar sem margt fólk kemur saman til að gefa af sér og veita stuðning til þeirra sem þurfa á að halda. Allt starfsfólk HRESS gefur vinnuna sína þennan dag. Hátt í þrjú hundruð manns skrá sig til leiks og rennur allt skráningargjaldið óskipt í söfnunina. Happdrætti Hressleikana verður á sínum stað en auk þess eru mörg fyrirtæki sem leggja sitt af mörkum. Þátttökugjald er 4.000 kr. á mann og eru allir velkomnir. „Við byrjuðum með Hressleikana út frá bankahruninu, það var svona kveikjan að þessu. Á þessum tíma voru allir svo þungir og daprir og við vildum gera eitthvað jákvætt og skemmtilegt. Þannig urðu Hressleikarnir til, og viðbrögðin voru svo frábær að við ákváðum að endurtaka leikinn að ári, og um leið styrkja fjölskyldu hérna í Hafnarfirði. Við höfum alltaf litið á Hressleikana sem nokkurs konar skyndihjálp fyrir venjulegt fólk sem er að kljást við óbærilegar aðstæður.“ Glódís Lea hefur að sögn Lindu staðið sig eins og sönn hetja undanfarna mánuði.Aðsend Hún segir Hressleikana hafa laðað fram ótrúlega samstöðu og góðvild í samfélaginu. „Við höfum tekið eftir að það er rosalega mikið samfélagsleg meðvitund með Hressleikunum. Það eru allir að leggjast á eitt og það er bara ótrúlega magnað að verða vitni að þessum samhug; öll fyrirtækin sem hafa styrkt okkur. Við erum nú þegar komin með 100 happdrættisvinninga. Og þetta er algjörlega „win win“ fyrir alla. Það seldust fimm lið strax í byrjun og það eru biðlistar á öllum liðum. Fólk hreinlega slæst um að koma!,“ segir Linda og bendir á að öll framlög séu vel þegin og þá er einnig styðja málefnið með gjöfum í Happdrætti Hressleikana. Styrktarsjóður Hressleikana: Kennitala: 540497- 2149 Reikningur: 0135-05-71304 Hér má finna allar nánari upplýsingar um Hressleikana 2023. Líkamsræktarstöðvar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Krabbamein Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Á morgun fara hinir árlegu góðgerðarleikar Hress fram í fjórtánda skipti og mun allur ágóði renna óskiptur til Glódísar Leu og fjölskyldu hennar. Foreldrar Glódísar, þau Harpa Björk Hilmarsdóttir og Ingólfur Steinar Pálsson geta ekki sótt vinnu á meðan á meðferðinni stendur en þau standa saman sem traust bakland fyrir dóttur sína. „Það komu ábendingar um að styrkja Glódísi Leu frá samstarfsfélögum Hörpu Bjarkar frá Hrafnistu,“ segir Linda Björk Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Hress í Hafnarfirði en Hressleikarnir eru einn af hápunktum ársins hjá stöðinni. „Við fengum nokkrar ábendingar enda þörfin mikil hjá mörgum. Valið er oft erfitt en tengingarnar voru sterkar við Hress. Þar sem Glódís er í meðferð erlendis þá var þetta ekki spurning um að stuðningurinn frá Hress kæmi sér vel,“ segir Linda jafnframt. Feðginin Glódís Lea og Ingólfur Steinar.Aðsend Hefur staðið sig eins og hetja Í júlí síðastliðnum greindist Glódís Lea með neuroblastoma á fjórða stigi en um gífurlega sjaldgæft krabbamein er að ræða. Einungis er vitað um eitt annað tilfelli hér á landi þar sem þessi tegund krabbameins hefur greinst hjá svo ungu barni. Glódís hafði ekki sýnt nein einkenni veikinda áður en við frekari rannsóknir komu í ljós stór æxli á fjórum öðrum stöðum, ásamt mörgum litlum meinvörpum á víð og dreif um líkamann. Glódís Lea greindist með illvígt krabbamein einungis nokkrum vikum eftir að hún fagnaði þriggja ára afmælinu sínu.Aðsend Að sögn Lindu hefur Glódís Lea þurft að gangast í gegnum harða lyfjameðferð, innlögn á gjörgæslu og miklar rannsóknir svo eitthvað sé nefnt. En frá því að Glódís greindist hefur hún staðið sig hetjulega í gegnum fyrsta hluta meðferðarinnar. Nú er komið að næsta skrefi ferlisins og þann 16.október síðastliðinn fór Glódís Lea ásamt foreldrum sínum til Svíþjóðar. „Hún gekkst undir stóra og flókna aðgerð í síðustu viku, til að fjarlægja æxlin. Aðgerðin gekk vel. Eins og er þá eru horfurnar ágætar,“ segir Linda en hún hefur verið í nánu sambandi við Hörpu Björk undanfarnar vikur. Linda Björk hefur haft veg og vanda af Hressleikunum frá byrjun.Aðsend Að sögn Lindu tekur nú við löng og þung háskammtameðferð, þar sem ekki er hægt að meðhöndla krabbamein að þessari gerð hérlendis. Glódís Lea og foreldrar hennar munu dvelja í Svíþjóð næstu vikurnar. Eldri systur Glódísar Leu, sem eru 6 og 10 ára munu dvelja á Íslandi á meðan. Að sögn Lindu er draumur foreldranna að komast heim til Íslands fyrir jól. „En það getur brugðið til beggja vona og það er ekkert öruggt í þessum efnum. Þetta er mjög löng og ströng barátta sem er framundan.“ Skemmtilegasta edrúpartý landsins Líkt og Linda bendir á þá eru tekjumissir og fjárhagsáhyggjur það seinasta sem fjölskyldan ætti að þurfa að hafa áhyggjur af í þessum krefjandi aðstæðum. „Við viljum veita þeim bakland á meðan þau eru úti, og tryggja að þau þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af fjárhagnum. Við viljum tryggja að þau geti einblínt eingöngu á bataferlið.“ Líkt og fyrr segir verða Góðgerðarleikar Hress haldnir í fjórtánda sinn næstkomandi laugardag. Hressleikarnir er tveggja tíma æfingaveisla með sjö 30 manna liðum þar sem hver hópur er með sitt litaþema. Að sögn Lindu er hér á ferð „skemmtilegasta edrúpartý landsins“, þar sem margt fólk kemur saman til að gefa af sér og veita stuðning til þeirra sem þurfa á að halda. Allt starfsfólk HRESS gefur vinnuna sína þennan dag. Hátt í þrjú hundruð manns skrá sig til leiks og rennur allt skráningargjaldið óskipt í söfnunina. Happdrætti Hressleikana verður á sínum stað en auk þess eru mörg fyrirtæki sem leggja sitt af mörkum. Þátttökugjald er 4.000 kr. á mann og eru allir velkomnir. „Við byrjuðum með Hressleikana út frá bankahruninu, það var svona kveikjan að þessu. Á þessum tíma voru allir svo þungir og daprir og við vildum gera eitthvað jákvætt og skemmtilegt. Þannig urðu Hressleikarnir til, og viðbrögðin voru svo frábær að við ákváðum að endurtaka leikinn að ári, og um leið styrkja fjölskyldu hérna í Hafnarfirði. Við höfum alltaf litið á Hressleikana sem nokkurs konar skyndihjálp fyrir venjulegt fólk sem er að kljást við óbærilegar aðstæður.“ Glódís Lea hefur að sögn Lindu staðið sig eins og sönn hetja undanfarna mánuði.Aðsend Hún segir Hressleikana hafa laðað fram ótrúlega samstöðu og góðvild í samfélaginu. „Við höfum tekið eftir að það er rosalega mikið samfélagsleg meðvitund með Hressleikunum. Það eru allir að leggjast á eitt og það er bara ótrúlega magnað að verða vitni að þessum samhug; öll fyrirtækin sem hafa styrkt okkur. Við erum nú þegar komin með 100 happdrættisvinninga. Og þetta er algjörlega „win win“ fyrir alla. Það seldust fimm lið strax í byrjun og það eru biðlistar á öllum liðum. Fólk hreinlega slæst um að koma!,“ segir Linda og bendir á að öll framlög séu vel þegin og þá er einnig styðja málefnið með gjöfum í Happdrætti Hressleikana. Styrktarsjóður Hressleikana: Kennitala: 540497- 2149 Reikningur: 0135-05-71304 Hér má finna allar nánari upplýsingar um Hressleikana 2023.
Líkamsræktarstöðvar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Krabbamein Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira