„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 20:25 Fangelsismálastjóri gagnrýndi fjölskylduaðstöðuna á Litla-Hrauni harðlega í fyrra. Vísir/Arnar Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. Birna Ólafsdóttir eiginkona fanga á Litla-hrauni segir að börn eigi ekki að fara inn í fangelsi til þess að heimsækja foreldri í ljósi þeirra aðstæðna sem þar sé boðið upp á. Hún ræddi heimsóknarrýmin í Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er náttúrlega hræðilegt núna. Það er eitt og hálft ár síðan maðurinn minn var tekinn.“ Hún segir heimsóknir nú fara fram í litlum gámi það sem allt er sé á floti. „Um daginn var komin hola ofan í gólfið og ég steig í sokkunum og þeir blotnuðu. Og þeir löguðu þetta með því að setja spýtu og teppi yfir.“ Birna segir frá nýjum reglum um heimsóknir sem fela í sér að allar heimsóknir þurfi að fara fram í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún segir viðmótið svo slæmt þar að hún hafi ekki þorað að heimsækja manninn sinn í marga mánuði. Það sé svo erfitt fyrir börn að mæta þangað. „Þar þurfa börnin að fara í gegnum öryggisleit. Þar eru oft óhæfir fangaverðir sem taka á móti börnunum.“ Hvernig óhæfir? „Þeir kunna ekki að umgangast börn. Bara ónærgætnir og ég hef sent mörg bréf til þeirra varðandi það.“ Birna segir þá leit raunar óþarfi vegna þess að að heimsókninni lokinni þurfi fanginn að fara í allsherjarlíkamsleit hvort sem er. Þá segir hún fjórtán ára son sinn hættan að vilja heimsækja föður sinn vegna þessa. Birna segist margsinnis hafa leitað til Fangelsismálasrofnunar vegna málsins en alltaf mætt þeim svörum að ekki sé til nægilegt fjármagn til úrbóta. „Ég myndi náttúrlega bara vilja að fanginn fengi dagsleyfi og kæmi heim í þeirra [barnanna] aðstæður,“ segir Birna, aðspurð hvernig hún myndi vilja að heimsóknum yrði tilhagað. Maðurinn hennar eigi ekki rétt á slíku leyfi fyrr en eftir fimm ár, vegna þess hve langan dóm hann hlaut. „Það eru bara öll börnin að afplána.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi segir að nýlega hafi sex einingar af heimsóknaðstöðu, vissulega í skúrum, hafi verið teknar í notkun á Litla-Hrauni. Að auki muni fjórar nýjar einingar frá framkvæmdasýslunni vera teknar í notkun og þær séu hugsaðar til þess að koma í staðinn fyrir Barnakot. Hann segir að nýju einingarnar bjóði upp á fleiri heimsóknarrými fyrir fjölskyldur og að með tilkomu þeirra muni börn ekki þurfa að fara í gegnum öryggisleit. Nýju Barnakotin eigi að opna á næstu vikum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Heimsóknaraðstaðan á Litla Hrauni hefur áður verið gagnrýnd. Fangelsismálastjóri sagði Barnakot, heimsóknaraðstöðu fjölskyldna vera viðbjóðslegt fyrir rúmu ári. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Þá sagði umboðsmaður barna ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum vera gleymdur hópur og ráðast þyrfti í úrbætur. Fangelsismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Birna Ólafsdóttir eiginkona fanga á Litla-hrauni segir að börn eigi ekki að fara inn í fangelsi til þess að heimsækja foreldri í ljósi þeirra aðstæðna sem þar sé boðið upp á. Hún ræddi heimsóknarrýmin í Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er náttúrlega hræðilegt núna. Það er eitt og hálft ár síðan maðurinn minn var tekinn.“ Hún segir heimsóknir nú fara fram í litlum gámi það sem allt er sé á floti. „Um daginn var komin hola ofan í gólfið og ég steig í sokkunum og þeir blotnuðu. Og þeir löguðu þetta með því að setja spýtu og teppi yfir.“ Birna segir frá nýjum reglum um heimsóknir sem fela í sér að allar heimsóknir þurfi að fara fram í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún segir viðmótið svo slæmt þar að hún hafi ekki þorað að heimsækja manninn sinn í marga mánuði. Það sé svo erfitt fyrir börn að mæta þangað. „Þar þurfa börnin að fara í gegnum öryggisleit. Þar eru oft óhæfir fangaverðir sem taka á móti börnunum.“ Hvernig óhæfir? „Þeir kunna ekki að umgangast börn. Bara ónærgætnir og ég hef sent mörg bréf til þeirra varðandi það.“ Birna segir þá leit raunar óþarfi vegna þess að að heimsókninni lokinni þurfi fanginn að fara í allsherjarlíkamsleit hvort sem er. Þá segir hún fjórtán ára son sinn hættan að vilja heimsækja föður sinn vegna þessa. Birna segist margsinnis hafa leitað til Fangelsismálasrofnunar vegna málsins en alltaf mætt þeim svörum að ekki sé til nægilegt fjármagn til úrbóta. „Ég myndi náttúrlega bara vilja að fanginn fengi dagsleyfi og kæmi heim í þeirra [barnanna] aðstæður,“ segir Birna, aðspurð hvernig hún myndi vilja að heimsóknum yrði tilhagað. Maðurinn hennar eigi ekki rétt á slíku leyfi fyrr en eftir fimm ár, vegna þess hve langan dóm hann hlaut. „Það eru bara öll börnin að afplána.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi segir að nýlega hafi sex einingar af heimsóknaðstöðu, vissulega í skúrum, hafi verið teknar í notkun á Litla-Hrauni. Að auki muni fjórar nýjar einingar frá framkvæmdasýslunni vera teknar í notkun og þær séu hugsaðar til þess að koma í staðinn fyrir Barnakot. Hann segir að nýju einingarnar bjóði upp á fleiri heimsóknarrými fyrir fjölskyldur og að með tilkomu þeirra muni börn ekki þurfa að fara í gegnum öryggisleit. Nýju Barnakotin eigi að opna á næstu vikum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Heimsóknaraðstaðan á Litla Hrauni hefur áður verið gagnrýnd. Fangelsismálastjóri sagði Barnakot, heimsóknaraðstöðu fjölskyldna vera viðbjóðslegt fyrir rúmu ári. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Þá sagði umboðsmaður barna ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum vera gleymdur hópur og ráðast þyrfti í úrbætur.
Fangelsismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07