Guðni Rafn er nýr framkvæmdastjóri Gallup Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2023 14:13 Guðni Rafn Gunnarsson, nýr framkvæmdastjóri Gallup. Guðni Rafn Gunnarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi en hann var ráðinn úr hópi fjölda umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu. Guðni Rafn er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað um árabil hjá Gallup, síðast sem sviðsstjóri yfir fjölmiðlarannsóknum og markaðsgreiningu. Hann hefur haldið utan um samskipti við erlenda samstarfsaðila og einnig starfað sem viðskipta- og verkefnastjóri á ýmsum sviðum Gallup. Guðni sat í framkvæmdastjórn Já hf. frá árinu 2015 og hefur einnig setið í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Segir í tilkynningunni að Gallup hafi nýlega verið keypt af félaginu Hamarshyl ehf. Nýir eigendur vilji efla fyrirtækið sem sjálfstætt rannsóknafyrirtæki sem sér almenningi, stofnunum og fyrirtækjum fyrir áreiðanlegum og traustum upplýsingum um stöðu og þróun íslensks samfélags. „Ég er spenntur að taka við nýju hlutverki hjá Gallup og að leiða hóp sérfræðinga í rannsóknum. Hlutverk Gallup er að rannsaka hegðun og viðhorf með það að leiðarljósi að hjálpa fyrirtækjum að taka réttar ákvarðanir,“ segir Guðni Rafn. „Það eru áhugaverðir tímar framundan í rannsóknageiranum, og tækifæri sömuleiðis. Ég veit að innan Gallup á Íslandi er að finna þá reynslu og þekkingu sem þarf til að grípa þessi tækifæri og efla fyrirtækið enn frekar.“ Huginn Freyr Þorsteinsson, stjórnarformaður Gallup, segir fyrirtækið framúrskarandi á sínu sviði. Það hafi á undanförnum áratugum verið leiðandi í því að safna gögnum um þróun samfélagsins og miðla þeim með aðgengilegum hætti. „Fáir þekkja starfsemi Gallup á Íslandi og starfsumhverfi fyrirtækisins betur en Guðni og í samtölum við hann í þessu ferli höfum við séð að hann deilir okkar sýn á það hvernig hægt er að styrkja og efla starfsemi Gallup enn frekar. Það er því mikill ávinningur fyrir okkur að fá Guðna í þetta starf.“ Vistaskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Guðni Rafn er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað um árabil hjá Gallup, síðast sem sviðsstjóri yfir fjölmiðlarannsóknum og markaðsgreiningu. Hann hefur haldið utan um samskipti við erlenda samstarfsaðila og einnig starfað sem viðskipta- og verkefnastjóri á ýmsum sviðum Gallup. Guðni sat í framkvæmdastjórn Já hf. frá árinu 2015 og hefur einnig setið í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Segir í tilkynningunni að Gallup hafi nýlega verið keypt af félaginu Hamarshyl ehf. Nýir eigendur vilji efla fyrirtækið sem sjálfstætt rannsóknafyrirtæki sem sér almenningi, stofnunum og fyrirtækjum fyrir áreiðanlegum og traustum upplýsingum um stöðu og þróun íslensks samfélags. „Ég er spenntur að taka við nýju hlutverki hjá Gallup og að leiða hóp sérfræðinga í rannsóknum. Hlutverk Gallup er að rannsaka hegðun og viðhorf með það að leiðarljósi að hjálpa fyrirtækjum að taka réttar ákvarðanir,“ segir Guðni Rafn. „Það eru áhugaverðir tímar framundan í rannsóknageiranum, og tækifæri sömuleiðis. Ég veit að innan Gallup á Íslandi er að finna þá reynslu og þekkingu sem þarf til að grípa þessi tækifæri og efla fyrirtækið enn frekar.“ Huginn Freyr Þorsteinsson, stjórnarformaður Gallup, segir fyrirtækið framúrskarandi á sínu sviði. Það hafi á undanförnum áratugum verið leiðandi í því að safna gögnum um þróun samfélagsins og miðla þeim með aðgengilegum hætti. „Fáir þekkja starfsemi Gallup á Íslandi og starfsumhverfi fyrirtækisins betur en Guðni og í samtölum við hann í þessu ferli höfum við séð að hann deilir okkar sýn á það hvernig hægt er að styrkja og efla starfsemi Gallup enn frekar. Það er því mikill ávinningur fyrir okkur að fá Guðna í þetta starf.“
Vistaskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira